Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Side 8
SKT# Víkingi AK breytt í kolmunnaskip Nú er ákveðið að breyta nóta- skipinu og togaranum fyrrverandi, Víkingi AK 100 til kolmunnaveiða. Tilboða í breytingarnar var leitað víða og kom lægsta tilboðið frá Slippstöðinni hf. á Akureyri. Þegar breytingum á Víkingi verður lokið verða tvö íslensk skip búin til kol- munnaveiða og vinnslu um borð. Hitteraðsjálfsögðu Eldborg HF13, sem undanfarna mánuði hefur stundaö þessar veiðar. Helstu breytingar sem þarf að gera á Víkingi er aðs etja frystilest í skipið og búa þilfar þess vélum til kolmunnavinnslunnar, þá er og hugmyndin að gera nokkrar við- haidsbreytingar á skipinu, sem nú er orðið meira en 20 ára gamalt. Portsmouth eða Plymouth Þetta gat að sjá í fréttabréfi Eimskips: Það gerist æ sjaldnar, að áhafnir geri uppreisn um borö, en þóeru þessenn nokkurdæmi. Fyrir nokkrum árum síðan var gerð upp- reisn um borð í olíuskipi, sem var á leið frá Le Havre til Bretlands. Yfir- völd voru kvödd um borð til að rannsaka málið. Var áhöfnin ósam- mála og hafði hver sína ólíku sögu að segja. Það eina, sem allir voru sammála um, var að skipið væri á leiðinni til Portsmouth — nema skipstjórinn, sem sagði skipið vera á leióinni til Plymouth. Þegar hon- um var sagt að áhöfnin teldi skipið vera á leið til Portsmouth, svaraöi hann: ,,Æjá, — ég rugla þessum tveim borgum alltaf saman." Hampiðjan seldi fyrir 104 millj. kr. í fyrra Sala Hampiðjunnar nam um 104 milljónum króna á árinu 1982 og er það um 53% aukning frá fyrra ári í krónum talið. Sé hins vegar litið á sölumagn, kemur í Ijós, að sala veiðarfæradeilda minnkar aðeins milli áranna 1981 og 1982, en nær fjórðungs aukning varó í sölu plaströra. Forráðamenn fyrirtækis- ins höfðu reiknað með meiri sölu í köðlum og garni en raun varð á síðari hluta ársins og má rekja þann mismun til mikilla erfiðleika í útgerðinni undanfarið. Heildarsal- an skiptist þannig eftir verðmæti, að um 46% er sala á garni, 43% trollnet og mottur og 11 % plaströr. Gullskipið h.f. Fyrir nokkru var stofnað í Reykjavík fyrirtækið Gullskipið hf. og eru aðalhluthafar, aðstandend- ur Björgunar hf., Bergur Lárusson og þeir fleiri, sem leitað hafa gull- skipsins fræga á Skeiðarársandi. Hlutafé Gullskipsins hf. er nokk- uð mikið á íslenskan mælikvarða, en markmiö félagsins er að sjálf- sögðu að grafa niður á skip það, sem gullleitarmenn fundu á Skeiðarársandi í fyrrasumar. Á komandi sumri ætla leitarmenn að halda ótrauðir áfram að grafa niður á skipið, en það er talið mikið og erfitt verk, þar sem sandurinn er mjög kvikur þar sem skipið liggur og eins rennur Skeiðará aðeins í nokkur hundruð metra fjarlægð. J. Hinriksson hefur selt toghlera í 22 fiskiskip í Banda- ríkjunum Að undanförnu hefur J. Hinriks- son hf. vélaverkstæði selt töluvert af toghlerum til Ameríku, auk þess sem fyrirtækið hefur selt og selur ávallt til Evrópulanda. Þessar sölur eru á vissan hátt uppskera Jósafats Hinrikssonar á hinum ýmsu alþjóð- legu vörusýningum, sem fyrirtæki hans hefur tekið þátt í. En það er mjög dýrt að taka þátt í sjávarútvegssýningunum. Til dæmis má benda á, að Jósafat tók þátt í sjávarútvegssýningunni í Halifax í Kanada í fyrra og þá kost- aði það fyrirtæki hans rétt tæplega 1100 dollara að flytja toghlerana til og frá flutningaskipi. Auk þessa kosta flutningarnir með skipunum sitt og sýningarbásar á sýningun- um eru dýrir. Þá er ferðakostnaður vegna þessara sýninga mjög hár. Stjórnvöld hérlendis virðast lítinn sem engan áhuga hafa á viðleitni manna við að auka útflutnings- framleiðsluna og því verða þeir sem taka þátt í hinum ýmsu vöru- sýningum að bera allan kostnað sjálfir og það eru ekki allir eins duglegir og heppnir og Jósafat. Hinn 17. desember síðastliðinn sendi vélaverkstæði J. Hinriksson toghlera til 10 fiskiskipa í Ameríku. Þessir hlerar, sem eru af gerðinni Poly-ís fóru um borð í fiskiskip í Mainsfylki og Massachusetts-fylki, en bæði þessi fylki eru á austur- strönd Bandaríkjanna. Hefur J. Hinriksson hf. nú selt toghlera í 22 fiskiskip í Bandaríkjunum á allra síðustu mánuðum. 8 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.