Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Blaðsíða 8
SKT# Víkingi AK breytt í kolmunnaskip Nú er ákveðið að breyta nóta- skipinu og togaranum fyrrverandi, Víkingi AK 100 til kolmunnaveiða. Tilboða í breytingarnar var leitað víða og kom lægsta tilboðið frá Slippstöðinni hf. á Akureyri. Þegar breytingum á Víkingi verður lokið verða tvö íslensk skip búin til kol- munnaveiða og vinnslu um borð. Hitteraðsjálfsögðu Eldborg HF13, sem undanfarna mánuði hefur stundaö þessar veiðar. Helstu breytingar sem þarf að gera á Víkingi er aðs etja frystilest í skipið og búa þilfar þess vélum til kolmunnavinnslunnar, þá er og hugmyndin að gera nokkrar við- haidsbreytingar á skipinu, sem nú er orðið meira en 20 ára gamalt. Portsmouth eða Plymouth Þetta gat að sjá í fréttabréfi Eimskips: Það gerist æ sjaldnar, að áhafnir geri uppreisn um borö, en þóeru þessenn nokkurdæmi. Fyrir nokkrum árum síðan var gerð upp- reisn um borð í olíuskipi, sem var á leið frá Le Havre til Bretlands. Yfir- völd voru kvödd um borð til að rannsaka málið. Var áhöfnin ósam- mála og hafði hver sína ólíku sögu að segja. Það eina, sem allir voru sammála um, var að skipið væri á leiðinni til Portsmouth — nema skipstjórinn, sem sagði skipið vera á leióinni til Plymouth. Þegar hon- um var sagt að áhöfnin teldi skipið vera á leið til Portsmouth, svaraöi hann: ,,Æjá, — ég rugla þessum tveim borgum alltaf saman." Hampiðjan seldi fyrir 104 millj. kr. í fyrra Sala Hampiðjunnar nam um 104 milljónum króna á árinu 1982 og er það um 53% aukning frá fyrra ári í krónum talið. Sé hins vegar litið á sölumagn, kemur í Ijós, að sala veiðarfæradeilda minnkar aðeins milli áranna 1981 og 1982, en nær fjórðungs aukning varó í sölu plaströra. Forráðamenn fyrirtækis- ins höfðu reiknað með meiri sölu í köðlum og garni en raun varð á síðari hluta ársins og má rekja þann mismun til mikilla erfiðleika í útgerðinni undanfarið. Heildarsal- an skiptist þannig eftir verðmæti, að um 46% er sala á garni, 43% trollnet og mottur og 11 % plaströr. Gullskipið h.f. Fyrir nokkru var stofnað í Reykjavík fyrirtækið Gullskipið hf. og eru aðalhluthafar, aðstandend- ur Björgunar hf., Bergur Lárusson og þeir fleiri, sem leitað hafa gull- skipsins fræga á Skeiðarársandi. Hlutafé Gullskipsins hf. er nokk- uð mikið á íslenskan mælikvarða, en markmiö félagsins er að sjálf- sögðu að grafa niður á skip það, sem gullleitarmenn fundu á Skeiðarársandi í fyrrasumar. Á komandi sumri ætla leitarmenn að halda ótrauðir áfram að grafa niður á skipið, en það er talið mikið og erfitt verk, þar sem sandurinn er mjög kvikur þar sem skipið liggur og eins rennur Skeiðará aðeins í nokkur hundruð metra fjarlægð. J. Hinriksson hefur selt toghlera í 22 fiskiskip í Banda- ríkjunum Að undanförnu hefur J. Hinriks- son hf. vélaverkstæði selt töluvert af toghlerum til Ameríku, auk þess sem fyrirtækið hefur selt og selur ávallt til Evrópulanda. Þessar sölur eru á vissan hátt uppskera Jósafats Hinrikssonar á hinum ýmsu alþjóð- legu vörusýningum, sem fyrirtæki hans hefur tekið þátt í. En það er mjög dýrt að taka þátt í sjávarútvegssýningunum. Til dæmis má benda á, að Jósafat tók þátt í sjávarútvegssýningunni í Halifax í Kanada í fyrra og þá kost- aði það fyrirtæki hans rétt tæplega 1100 dollara að flytja toghlerana til og frá flutningaskipi. Auk þessa kosta flutningarnir með skipunum sitt og sýningarbásar á sýningun- um eru dýrir. Þá er ferðakostnaður vegna þessara sýninga mjög hár. Stjórnvöld hérlendis virðast lítinn sem engan áhuga hafa á viðleitni manna við að auka útflutnings- framleiðsluna og því verða þeir sem taka þátt í hinum ýmsu vöru- sýningum að bera allan kostnað sjálfir og það eru ekki allir eins duglegir og heppnir og Jósafat. Hinn 17. desember síðastliðinn sendi vélaverkstæði J. Hinriksson toghlera til 10 fiskiskipa í Ameríku. Þessir hlerar, sem eru af gerðinni Poly-ís fóru um borð í fiskiskip í Mainsfylki og Massachusetts-fylki, en bæði þessi fylki eru á austur- strönd Bandaríkjanna. Hefur J. Hinriksson hf. nú selt toghlera í 22 fiskiskip í Bandaríkjunum á allra síðustu mánuðum. 8 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.