Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Page 12
Póstskipið Sölöven átti að sigla þrjár ferðir á ári með póst og farþega til og frá landinu.
Skipið fórst 1858.
dönsk og sigldi skipið milli Kaup-
mannahafnar og Reykjavíkur.
Skipið fór sex ferðir á ári og var
haldið frá Kaupmannahöfn 10.
apríl en síðasta íslandsferðin var
frá Höfn 23. nóv. ár hvert.
Arcturus var tæp 500 tonn.
Ferðimar voru nú 6 á ári, eða
hafði fjölgað um helming. Þessu
fögnuðu menn, þótt skipið væri
auðvitað allt of lítið og ferðirnar
of fáar.
Ekki er ráðrúm til að rekja síð-
an dönsku siglingamar til íslands,
en þar gekk á ýmsu, þar til ís-
lendingar eignuðust Gullfoss
(gamla) árið 1915, en skipið kom
fyrst til hafnar í Vestmannaeyjum
15. apríl það ár.
Gullfoss
Það er óþarfi að minnast á það
hér, að svo að segja hver einasti
aflögufær Islendingur reyndi að
eignast hlut en Dr. Guðni Jóns-
son, magister lýsir stofnfundinum
þannig:
„Stofnfundardagurinn rann
upp yfir höfuðstaðinn mildur og
fagur. Fánar voru dregnjr á stöng
um allan bæinn, og blöktu þeir í
hægum austanandvara. Umferðin
á götunum bar þess vott þegar um
morguninn, að eitthvað mikið var
á seyði í bænum. Straumur af
fólki gekk um stræti borgarinnar,
margir voru sparibúnir, og á
götuhomum stóðu hópar af allra
stétta mönnum og ræddu með
áhuga það, sem fram átti að fara.
Flestir skólar höfðu gefið nem-
endum leyfi allan daginn, en aðrir
frá hádegi. Búðir og skrifstofur
voru lokaðar, svo og bankar og
aðrarfleiri stofnanir. Þegar leið að
hádegi, tóku menn að streyma í
áttina til Iðnaðarmannahússins. í
þeirri fylkingu voru margir, sem
eigi voru því vanir að sækja opin-
bera fundi. Búðarstúlkur og
vinnumenn, sjómenn og sveita-
menn gengu í sömu átt með sama
áformi, að vera viðstaddir þann
merkilega söguatburð, er Eim-
Strandferðaskipið HEKLA. Var í millilandasiglingum á sumrin.
12
VÍKINGUR