Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Side 13
Gamli Gullfoss, kom til landsins 1915.
skipafélag íslands væri stofnað. Á
tilsettum tíma var húsið orðið
troðfullt. Var talið, að um 300
manns hafi verið þar í sætum, en
alls munu hafa verið í húsinu um
450 manns. Út að dyrum og langt
fram á ganginn stóð fólkið og beið
þess með eftirvæntingu, að fund-
urinn væri settur. Alls höfðu verið
afhentir um 740 aðgöntumiðar, og
fylgdu þeim um 7200 atkvæði. Að
vísu gátu eigi allir sótt fundinn, er
aðgöngumiða höfðu, en þó
reyndist fundarhúsið allt of lítið,
þótt á stærra væri þá eigi völ í
bænum. Á fundinum mætti
Hannes Hafstein ráðherra í boði
bráðabirgðastjómarinnar og Jón
J. Bíldfell fyrir hönd Vestur-ís-
lendinga.“
Með kaupunum á gamla
GULLFOSSI, var brotið blað í
samgöngum á sjó hér á landi.
Gullfoss varð innlyksa í stríðinu
og nýr og stærri Gullfoss kom til
landsins eftir stríð.
Með ferðum þessara skipa varð
bylting í siglingasögunni. Far-
þegaflutningar á sjó, milli landa
og með ströndunum tók á sig nýja
mynd.
Strandferðaskip Skipaútgerðar
ríkisins koma líka snemma til
skjalanna og áttu seinast tvö
vönduð farþegaskip, auk annars,
eða HEKLU og ESJU. En svo fór
að lokum, að nýjar stefnur og
ferðamáti varð þessari útgerð of-
viða. Gullfoss var seldur fyrir
rúmum áratug og Skipaútgerðin
seldi stóru farþegaskipin sín um
líkt leyti og hófu blandað kerfi:
farþegar / vörur / póstur, þar sem
farþegaflutningar voru ekki leng-
ur umtalsverð atvinnugrein fyrir
skip.
Menn flugu milli landshluta,
eða fóru á bílum. Vegir bötnuðu
og flugvöllum fjölgaði. Milli-
landaflugið tók síðan að mestu Við
farþegaflutningum milli landa. Er
óþarfi að rekja þá sögu hér.
Dagar ekjuskipanna
og bílferjunnar
En það var víðar en á íslandi,
sem farþegaskip hurfu af frægum
siglingaleiðum. Urðu að láta í
minni pokann fyrir fluginu.
Frægasta dæmið er Atlantshafs-
rútan milli aðalhafna Evrópu og
New York.
F.n smám saman tók ný þróun í
farþegaflutningum á sjó við. Þró-
un, sem íslendingar illu heilli
virtust ekki koma auga á, en það
mál tengist almennri bílaeign
manna á Vesturlöndum og aukn-
um ferðalögum manna.
Bílferjur voru notaðar fyrir stríð
t.d. á leiðinni yfir Ermarsund,
milli Frakklands og fleiri megin-
landslanda og Bretlands. Bílar
voru hífðir um borð, eins og gert
hafði verið á Gullfossi og á Akra-
borginni. Það var bæði seinlegt og
óhentugt. Rétt fyrir fyrra stríð
komu svo fyrstu ekjuskipin, þar
sem menn gátu ekið um borð í
skipin með bíla sína og eru þær
siglingar nú mikil útgerð á vissum
hafsvæðum, austanhafs og vestan.
Þessar ferjur flytja milljónir
ferðamanna milli hafna í Evrópu
(jafnvel, og ekkert síður á leiðum
sem unnt er að aka). Milljónir bíla
eru einnig fluttir með þessum
skipum. Eigin bílar ferðamanna
og einnig vörubílar, því víða er
ódýrara að fara með feiju, en að
aka langtímum saman á þjóðveg-
um, þótt það sé líka hægt. Ekki síst
veldur bensínverðið þessu, heldur
einnig annar kostnaður við ferða-
lagið, svo ekki sé nú talað um
þægindin og tímaspamaðinn.
Sá sem þessar línur ritar, hefur
undanfarin ár ritað fjölda greina
Póstgufuskipið Arcurus. Nú fengu Islendingar 6 ferðir á ári í stað þriggja. Það sigldi þar
til Sameinaða tók við 1866.
VÍKINGUR
13