Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Qupperneq 19
„Vela mörgum veitir ró”
Siglt med norska leiguskipinu Velu til Ísaíjaröar
Siglt úr Reykjavíkurhöfn
í myrkri
Það var spáð 10 vindstigum á
öllu landinu. Á veðurkortinu í
sjónvarpinu voru fimm strik og
sums staðar fimm og hálft. En við
Hilmar Snorrason, stýrimaður,
annar tveggja íslendinga á Velu,
vorum búnir að ákveða að ég
kæmi með þennan túr svo ekki var
eftir neinu að bíða.
Vela siglir vestur um til Húsa-
víkur og til baka aftur og er tæpa
viku í ferðinni. Á þriðjudögum er
lagt af stað frá Reykjavík og
þriðjudaginn 26. október var
undirrituð mætt um borð klukkan
sjö að kvöldi því þá var áætlað að
leggja af stað. Ekki stóðst áætl-
unin alveg því tölva fyrirtækisins
var ekki búin að afgreiða farm-
skýrslurnar sem ekki er hægt að
sigla án. Þeir notuðu því tækifær-
Meðan unnið var að lestun í Revkjavík, stilltn þeir sér upp hjá Hrolli sem þeir kalla
vaktrnann skipsins. F.v. Ragnar Eyjólfsson, stýrimaður og háseti, Johan Haugland skip-
stjóri, Vidar Opdal 1. stýriinaður og Hilmar Snorrason stýrimaður og fulltrúi leigutaka
um borð. Þeir Ragnar og Hilmar eru einu íslendingarnir um borð í Velu.
Meðan skipið er i landi kemur Þórður M. Jóhannesson frá Kristilegu sjómannastarfi
alltaf um borð og dreifir kristilegum bæklingum. Hér afbendir hann Nils Brattholm,
kokki á Velu norskt rit sem nefnist Bud og hilsen. Þórður hefur sinnt þessu starfi í nær
þrjá áratugi.
ið. Haugland skipstjóri og við-
gerðarmaður úr landi sem reynd-
ar er norskur líka og heitir Herjolf
Skogland, að lagfæra losunar-
kranann á skipinu.
Skipið slóst við bryggjuna í
hvassviðrinu svo maður gat
undirbúið sig undir komandi
velting, æft sig í að stíga ölduna þó
ekki væri búið að leysa landfestar.
Klukkan hálf níu bárust farm-
skýrslurnar í tölvuútskrift og
fljótlega hættu þeir félagar við-
gerðinni og landfestar voru
leystar.
Niðamyrkur var þegar siglt var
út úr Reykjavíkurhöfn. Vitinn á
hafnargarðinum lýsti okkur leið-
ina út úr innri höfninni síðan tóku
ljósabaujur og Engeyjarviti við.
Smátt og smátt fjarlægðust ljósin í
Reykjavík, þar sem vitinn á Sjó-
mannaskólanum ber hæst, hann
VÍKINGUR
19