Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Síða 28
í ísafjarðarhöfn lágu sex skuttogarar við bryggju svo Velu var siglt alveg að skut þess
aftasta.
pláss væri fyrir Velu en Kristján
kvað algjöran óþarfa að efast um
það, hún fengi nóg pláss ef henni
yrði siglt alveg upp að skut öftustu
togaranna. Það reyndist líka rétt
og hafist var handa við losun.
Á ísafirði kvaddi ég skipverjana
og hélt í land. Þegar ég fór voru
Petersen háseti og Opdal stýri-
maður að bisa við að koma helj-
armiklum sendiferðabíl sem búið
var að innrétta sem lúxussvítu, á
bretti svo hægt væri að hífa hann í
land. Hilmar stóð í opinu og
stjómaði losuninni og Haugland
lék sér á lyftaranum í undirlest-
inni.
Svona gengur lífið í strandferð-
unum, siglt er á milli staða með
hinar ýmsu vörur sem eru kær-
komnar fólkinu á staðnum. Á
Húsavík lestar Vela kísilgúr sem
síðan er losaður í stærri skip í
Reykjavík og í bakaleiðinni í
þessum túr var komið við á öllum
Vestfjarðahöfnum nema Tálkna-
firði að lesta skreið sem fara átti í
skip í Njarðvík. Síðan er siglt aftur
sömu leið en sjálfsagt eru engir
tveir túrar eins þó utanaðkomandi
sýnist lífið um borð í svona skipi
ósköp einhæft.
Ég þakka áhöfninni samveruna
og vona að þeir kenni mér ekki
um brjálaða veðrið. Þeir sögðu
mér nefnilega að þetta hefði verið
fyrsta brælan sem þeir hafa fengið
í haust.
E.Þ.
— Bölvaður svindlarinn! Öskraði
æstur fótboltaáhorfandi. — Bara
ég hefði eitthvað til að kasta í þig!
Hann þreif flöskuna, sem hendi
var næst og kastaði henni. Og
konan rak upp skelfingaróp.
— Ó, fyrirgefið frú, sagði hann.
— Ég tók ekkert eftir, að það hékk
bam á hinum endanum á flösk-
unni.
Þegar síminn hringdi á prestssetr-
inu, ansaði klerkur sálfur.
— Halló — viltu senda mér
tvær bokkur af skota, Finnegan?
spurði rödd, sem prestur kannað-
ist við að tilheyrði einu sóknar-
bama hans.
— Þetta er ekki Finnegan —
þetta er presturinn þinn.
— Nú, hvert í logandi, sagði
hinn, — hvað ert þú að gera í krá
Finnegans, prestur minn?
VÍKINGUR