Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Side 29
„Mikilvægt fyrir
menn að sjá hvernig
veiðarfærin vinna”
— segja Bjarni Gíslason og Bragi Björnsson hjá SkagQörð um
ferðir skipstjórnarmanna í tilraunatankinn í Hull í Englandi
Enn sem komið er er enginn veiðarfæratilraunatankur til á fs-
landi og ekki eru líkur á að slíkur tankur verði reistur á næstunni. í
Hull í Englandi er einn slíkur tankur og ennfremur var slíkur
tankur tekinn í notkun í Hirtshals í Danmörku í fyrra. íslenskir
skipstjómarmenn hafa nokkrum sinnum farið á námskeið í tankinn
í Hull og eru menn almennt mjög ánægðir með námsdvölina þar.
Það er fyrirtækið Kristján Ó. Skagfjörð h.f. sem hefur skipulagt
þessar ferðir í flestum tilfellum og í samtali við Víking sögðu þeir
Bjami Gíslason og Bragi Bjömsson, að alls hefðu þeir farið með
þrjá hópa, en í hverjum hóp hafa verið 14 til 16 manns.
„í fyrstu tveimur ferðunum
voru eingöngu togaramenn, en
seinni hópurinn var blandaður, en
hann var frekar ætlaður þeim sem
vildu kynna sér tveggja báta troll-
ið. Við höfum haft tankinn til af-
nota tvo daga í senn. Fyrri daginn
er mönnum sýnd þau troll, sem
eru til staðar og seinni daginn
skoða menn þau troll sem þeir
hafa fyrst og fremst áhuga á og
gera ýmsar breytingar og tilraunir
aþeim.“
„í þessum ferðum okkar hefur
megináherslan verið lögð á hið
Á þessari mynd sést
hvemig hið svokallaða
Concord 55—57 troll,
en það er ætlað fyrir
minni báta. Eftirtalin
atriði eru uppgefin af
framleiðanda, sem er
Cosalt Ltd. um gerð og
drátt á því.
svokallaða kassatroll og það troll
sem menn kalla Jumbó. Enn-
fremur skoða menn ávallt hið
hefðbundna Grantontroll, sem til
er í mörgum útfærslum. Þá hefur
hinn svokallaði Vestfirðingur ver-
ið reyndur í tanknum,“ sögðu
Bjarni og Bragi.
í síðustu ferðinni, sem farin var
í tilraunatankinn í Hull á vegum
Skagfjörð var mest áhersla lögð á
að kynna mönnum tveggja báta
trollið. Það hefur ótvírætt reynst
vel erlendis og því er eðlilegt að
menn athugi hvort það henti ekki
vel hér við land. Reyndar voru
Bylgja VE og Þórunn Sveinsdóttir
VE með tveggja báta troll sl.
sumar og gaf það góða raun.
Þeir Bjami og Bragi sögðu, að
þótt menn hefðu áhuga á að
kynna sér trollin sjálf, þá færi líka
alltaf nokkur tími í að kynna sér
hegðun hlera í sjónum, en skip-
stjórar væru sjaldnast sammála
um hvernig þeir létu undir yfir-
borði sjávar.
„Það er mikil gagnsemi fyrir
alla sem stunda togveiðar að
kynna sér hvernig veiðarfærið
lætur í sjó í tilraunatönkum. Þarna
sjá menn hvernig það vinnur.
Menn sjá, að aukinn toghraði
gefur ekki alltaf aukinn afla, því
með auknum toghraða lækkar
höfuðlínan og skverinn verður
Nauðsynlegur togkraftur
100—200 hestöfl
Toghraði (mílur) 2% mílur
Hæð á höfuðlínu, niiðja 11.9 fet
Höfuðlínuhæð, vængendar 8,9 fet
Höfuðlínulengd 27.0 fet
Lengd á fótreipi 28.0 fet
Bil milli hlera 63.0 fet
Átak í togi, hvor vír 0.82 tonn
VÍKINGUR
29