Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Síða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Síða 34
Aldan 90 ára í haust „FFSI hafi forgöngu um að sameina sjúkrasjóði sjómanna” — segir Ragnar Hermannsson nýkjörinn formaöur Öldunnar „Ég mun einbeita mér að því, að efla starf félagsins, eftir því sem frekast er unnt. Mér hefur fundist, og kannski sérs'taklega þeim sem búa úti á landsbyggðinni, að starfið hafi ekki verið nógu öflugt undanfarin ár og því mun ég á næstunni fara út um land, kynna starf Öldunnar og kynnast viðhorfum heimamanna,“ sagði Ragnar G. Hermannsson nýkjörinn formaður Skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Öldunnar, þegar Víkingur ræddi við hann. Félagssvæði Öldunnar er æði stórt. Það spannar yfir Reykja- víkursvæðið, Snæfellsnes, Þor- lákshöfn, Eyrarbakka, Höfn í Homafirði, Djúpavog og Breið- dalsvík. . Það kom fram hjá Ragnari, að honum finnst, að skipstjóra- og stýrimannafélögin á suðvestur- homi landsins mættu starfa af meiri krafti og taka upp nánari samvinnu til eflingar stéttarinnar í heild. „Ef félögin öll starfa ekki vel, veldur það sundrungu innan okkar vébanda,“ sagði hann. Nýbyrjað ár er merkisár í sögu Öldunnar, því hinn 7. október næstkomandi verður félagið 90 ára og er Aldan elsta starfandi stéttarfélag landsins. I tilefni af- mælisins er unnið að sögu Öld- unnar og umsjón með útgáfu hef- ur Bárður Jakobsson. Með honum í ritnefnd eru Guðmundur Odds- son, Hróbjartur Lúthersson og Þorvaldur Árnason. Rit það sem fyrirhugað er að komi út á haust- mánuðum spannar stóran hluta af sögu Öldunnar. Þess má og geta að félagið á fundargerðabækur frá upphafi til þessa dags og fleiri heimildir hafa varðveist s.s. reikningabók Styrktarsjóðs Öld- unnar frá 1893 sem gerð er úr fögru skinnbandi og er enn í notkun. „Aldan var stofnuð af 24 mönnum, flestum skipstjórum í Reykjavík, en meðal stofnenda voru ennfremur Markús F. Bjamason, skólastjóri Stýri- mannaskólans og Magnús Magnússon kennari við sama skóla. I upphafi var Aldan menn- ingarfélag, frekar en stéttarfélag og beitti félagið sér fyrir margs- konar menningarmálum á bemskuárunum. í fundargerðarbókum má með- al annars sjá, að Jóhannes Kjarval sótti um námsstyrk til lands- Ragnar G.D. Hcrmannsson formaður Öldunnar. 34 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.