Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Side 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Side 39
Stofnuðu félag tíl að flytja inn veiðarfæri Litið inn hjá Sandfelli hf. á ísafirði Árið 1962 tóku nokkrir skreiðaframleiðendur á Vestfjörð- um sig saman og stofnuðu Félag vestfirskra skreiðarfram- leiðenda, Féves. Stofnun félagsin auðveldaði mönnum skreiðarútflutning, nú þurftu þeir ekki lengur að vera háðir söluaðilum í Reykjavík. Fyrst svo vel gekk að flytja út, hugsuðu stofnendur félags- ins með sér að þeir hlytu eins að geta flutt inn. Tveimur árum síðar var svo stofnað félagið Sandfell til að sjá um innflutning á veiðarfærum fyrir vestfirska útgerðarmenn. Stofnendur Sandfells h/f voru þeir Bogi Þórðarson, Patreksfirði, Albert Guðmundsson, Tálknafirði, Rögnvaldur Sigurðsson, Þing- eyri, Jónas Ásmundsson, Bíldudal og Jón Páll Halldórsson, ísafirði. Skömmu síðar var útgerðarfélögum og skipstjórum á stærri skipum í fjórðungnum boðin aðild að félaginu og var þátttaka þeirra mjög almenn. í dag eru hlutafar um fjörutíu. Rekstur þessara tveggja félaga hefur mest allan tímann verið sameiginlegur, framkvæmdastjóri, skrifstofur og starfsmenn og hefur það reynst mjög vel. Þama sést hluti húss Togarafélagsins ísfirðings sem nú er í eigu Vestra h.f. Húsið stendur á hafnarbakkanum og kemur það sér vel fyrir fyrirtæki eins og Sandfell sem keyrir vöruna á eigin lyfturum frá skipshlið, inn á lager. Aðstaða í gamla ísfirðingshúsinu Á ísafirði er myndarleg bygging sem Togarafélagið ísfirðingur lét reisa fyrir skrifstofur sínar og fisk- vinnslu. Árið 1967 stofnuðu hrað- frystihúsin á ísafirði; Norðurtangi og Ishúsfélagið ásamt Févesk og Sandfelli, hlutafélagið Vestra til að festa kaup á húsnæði Togara- félagsins sem þá hafði hætt starf- semi. í þessu húsi eru nú frysti- geymslur frystihúsanna, skrifstof- ur og lager Sandfells og Févesk og verkstæði Vírs h/f en þaðfyrirtæki er í eigu Sandfells að hálfu. Vestri h/f hefur síðan leigt hluta hússins til Hafrannsóknastofnunar, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, Iðnskóla ísafjarðar sem rekur bæði Stýrimanna- og Vélskóla- deildir, Reiknistofu Vestfjarða sem sér m.a. um tölvuúrvinnslu fyrir frystihúsin, Bifreiðareftirlits Ríkisins, Hjólbarðarverkstæðis ísafjarðar, Baader þjónustunnar o.fl. Má segja að eignaraðild að þessu húsi hafi auðveldað mjög vöxt og viðgang Sandfells h/f. I fyrstunni flutti Sandfell h/f inn þorskanet og síldarnætur frá Japan, sá um sölu á línu og búnaði til handfæraveiða. Þegar síldin brást tók við erfitt tímabil hjá fé- laginu eins og öðrum aðilum tengdum útgerð en með samstöðu og harðfylgi stofnenda tókst að komast upp úr öldudalnum. 1968 áttu sér stað viss tímamót hjá fyrirtækinu. Þá hefja síld- veiðiskipin á Vestfjörðum tog- veiðar og leitaði félagið því við- skipta til að geta þjónað þeim VÍKINGUR 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.