Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Page 40
1 kaffitímanum eru oft látnarflakka góðar sögur. Hluti af núverandi starfsliði Sandfells h/f frá vinstri: Sigríður Rósa, Kristmundur Gíslason, Árni Jónsson, Geirþrúður Charl- esdóttir, Jón Ólafur Sigurðsson, Þorsteinn Jóakimsson, Helga Ásgeirsdóttir, Steinun Einarsdóttir og Kristín Þórisdóttir. veiðum. Tókst fljótlega gott sam- band við fyrirtæki í Hull, Indu- strail & Maritime Riggers LTD. Sama ár réðst félagið í inn- flutning á matvöru, flutti f.yrst inn hveiti frá Kanada en þau umsvif hafa aukist smátt og smátt og annast félagið nú umboðssölu fyrir ýmsa matvælaframleiðendur á íslandi ásamt innflutningnum. Árið 1981 nama sala íslenskrar matvöru t.d. 6.8 miljónum en inn- fluttrar 5.2 miljónum. 1968 voru líka tekin upp viðskipti við Hampiðjuna og hafa þau reynst giftusamleg. Engel flotvarpan Þegar blaðamaður Víkings var á ísafirði nýlega spjallaði hann við framkvæmdastjóra Sandfells, Ól- af B. Halldórsson sem hefur stjómað fyrirtækinu síðan 1969. Ólafur kvaðst álíta að útgerðar- menn á Vestfjörðum kynnu vel að meta þá þjónustu sem Sandfell veitir og vildu ekki hverfa aftur til þess tíma er eingöngu þurfti að treysta á veiðarfærainnflytjendur í Reykjavík. Útgerðarmenn á norð- anverðu landinu virðast einnig kunna að meta þjónustuna því fé- lagið selur til fjölmargra aðila á Norðurlandi. Að sögn Ólafs markaði koma skuttogaranna til Vestfjarða 1972-74 tímamót. Félaginu var þá falið að útvega allan veiðarfæra- búnað á sex skuttogara sem keyptir voru til Vestfjarða á þeim árum. Þá hófust viðskipti við framleiðanda flotvörpu sem lengi hafði unnið að þróun þess veiðar- færis. Það var þýska fyrirtækið Hermann Engel & Co. en flestir Vestfjarðatogaramir eru búnir því veiðarfæri. Hafa Sandfell og Asiaco í Reykjavík sem einnig flytur inn flotvörpu frá Engel, skipt landinu til helminga og sér Sandfell um sölu til norðurhluta landsins. En fleira þarf að hugsa um en að selja flotvörpuna. Það þarf að halda henni við og hefur Sandfell einbeitt sér að því að þjóna við- skiptavinum sínum sem best í því efni. 1978 stofnaði félagið, ásamt tveim fyrrverandi skipstjórum, þeim Einari Jóhannssyni og Leifi Pálssyni, hlutafélagið Vír sem annast alhliða víraþjónustu. Sandfell sér um innflutning á vír- unum en þeir Einar og Leifur vinna úr honum það sem óskað er eftir. Hafa þeir komið sér upp ágætis verkstæðisaðstöðu og geta t.d. framleitt um sex grandarpör á dag. Vír til vinnslu á verkstæðinu er fluttur inn frá Hollandi, tókust um það mjög góðir samningar við fyrirtækið Den Haan Stalkabel- fabriek þar í landi. Togvírinn er hins vegar fluttur inn frá Elkem Stál og Tau AS í Noregi. VÍKINGUR Útgerðarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viögerðir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. 40

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.