Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Side 42
Bobbinga hefur Sandfell keypt
frá Odda h/f á Akureyri en bobb-
ingar frá þeim eru notaðir í flest-
um íslenskum skipum. Trollkúlur
koma frá sama fyrirtæki og flot-
varpan, Hermanni Engel og að
einhverju leyti frá Plasteinangrun
á Akureyri. Notkun keðja hefur
farið vaxandi undanfarið á togur-
um, t.d. er farið að nota keðjur að
hluta í grandara og hefur Sandfell
flutt inn keðjur og lása frá norska
fyrirtækinu Kættingfabriken AS í
Kragerö.
Verða að standast
gæðakröfur sjómanna
— Góð samvinna hefur alla tíð
verið milli Sandfells og Netagerð-
ar Vestfjarða sem staðsett er á
ísafirði, segir Ólafur. „Við gerðum
samning við þá um allar viðgerðir
á flotvörpunni frá okkur og þeir
festa fyrir okkur poka frá Hamp-
iðjunni á öll flottrollin frá Engel
því sjómenn vilja frekar þá poka
en þá þýsku. Netagerðin er hins
vegar sjálf umboðsaðili fyrir net
frá Hampiðjunni en við umboðs-
menn fyrir línu, gam o.fl. sem
framleitt er þar.
Til skamms tíma flutti Sandfell
inn toghlera frá Noregi en sala frá
þeim hefur dregist mjög saman
vegna vinsælda innlendu hleranna
frá J. Hinrikssyni. Að sögn Ólafs
finnst beim hjá Sandfelli óþarfi að
keppa við Jósafat um sölu á hler-
um. „Við getum vel unnt honum
þess, að selja þá,“ sagði hann.
Húðir eru fluttar inn frá Bret-
landi, eitt af því fáa sem félagið
flytur inn dl veiðarfæra frá því
landi en á tímabili voru viðskiptin
mest við Bretland.
Ólafur lagði áherslu á að þó fé-
lagið sé umboðsaðili fyrir eitthvert
vörumerki nú, stæði það ekki til
eilífðar því hagsmunir viðskipta-
vinanna sitja i fyrirrúmi. „íslensk-
ir sjómenn eru kröfuharðir um
veiðarfæri. Við verðum fyrst og
fremst að standast gæðakröfur
þeirra. Ef gæði þess sem við flytj-
um inn standast ekki þær kröfur,
verðum við að reyna eitthvað
betra."
Vonandi framtíð í
línuveiðum á Vestfjörðum
Sandfell selur allt sem þarf til
línuveiða, uppsettar lóðir, ábót,
belgi og baujuluktir. Línan er öll
frá Hampiðjunni en tveir menn
vinna í ígripum við uppsetningu
lóðanna. Ölafur kvaðst telja
framtíð á Vestfjörðum ef tekst að
þróa beitningavél við íslenskar
aðstæður. Frekar fáir bátar stunda
línuveiðar í fjórðungnum og enn
sem komið er hafa tilraunir með
beitningavélar mistekist. Skosk vél
var prófuð á bát frá Flateyri í fyrra
en nú er verið að lagfæra hana og
laga að íslenskum aðstæðum, í
Bolungarvík. Sagði Ólafur að
nauðsynlegt væri fyrir fyrirtæki
eins og Sandfell að líta til fram-
tíðar og vera viðbúnir breytingum
í atvinnugreininni því þeirra hag-
ur er að útgerðin gangi vel. „Við
reynum að líta í kringum okkur og
ná samningum sem koma útgerð-
inni vel. Ef t.d. verður að laga lín-
una að vélinni, verðum við að vera
viðbúnir því.
Ég tel jákvætt ef tekst að fækka
skuttogurum og þróa línuveiðarn-
ar í staðinn. Á litlum stöðum eru
línu, neta- og handfæraveiðar mun
hagkvæmari. Ég tel litlum stað sem
ekki hefur gert út togara áður,
enginn greiði gerður með því að
skaffa þeim togara. I plássinu eru
e.t.v. ekki til mannskapur sem
kann til slíkra veiða. Það verður
því að fá menn að og slíkt gegnur
aldrei til lengdar. Togarar þurfa
líka ýmsa þjónustu t.d. góða raf-
virkja, jámsmiði og menn sem
kunna til vélaviðgerða og jafnvel
viðgerða á fiskileitartækjum."
Nyrsta gróðurhús heims
ísfirðingshúsið, eins og stóra
húsið sem Togarafélagið átti er
oftast kallað, stendur á höfninni.
Það er þægilegt fyrir fyrirtæki eins
og Sandfell sem fær öll sín aðföng
með skipum. Skipasamgöngur við
ísafjörð eru góðar, aðra
vikuna er ein ferð á vegum Ríkis-
skip og ein á vegum Eimskip en
V • / '
Einar og Leifur á víraverkstæðinu voru ekki við í augnablikinu en Ólafur B. Halldórsson,
framkvæmdastjóri Sandfells, kvað þá hafa komið sér upp góðri aðstöðu, sérstaklega
hefur spilið í forgrunninum létt verkið en það var smíðað í Englandi.
42
VÍKINGUR