Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Side 47
Guðmundur Sæmundsson:
E/s Dettifoss
Farþega- og vöruflutningaskip með 1500 ha. gufuvél. Stærð:1604
(1564) brúttórúmlestir — 940 nettólestir — 2000 DW. Árið 1937
var útbúið 309 rúmmetra kælirúm í skipinu.
Farþegarými: I. farrými 18 farþegar. II. farrými 12 farþegar.
Ganghraði 13—14 sjómílur.
Skipið var smíðað hjá Frederikshavn Værft og Flydedok A/S í
Frederikshavn í Danmörku.
Það hljóp af stokkum 24. júlí 1930.
Dettifoss fór fyrst frá Dan-
mörku til Hamborgar og Hull.
Þaðan kom skipið til íslands 10.
október 1930. Dettifoss var í áætl-
unarferðum til Hamborgar með
viðkomu í Bretlandi og hraðferð-
um til Vestur- og Norðurlands allt
til þess að síðari heimsstyrjöldin
hófst. Fór skipið venjulega 10—12
millilandaferðir á ári.
Haustið 1939 hóf Dettifoss
ásamt Goðafossi siglingar til
Norður-Ameríku. Höfðu
Ameríkuferðir þá legið niðri um
tæplega tvo áratugi, en haldist
síðan.
Á tímabilinu 1939 til ársloka
1944 fór Dettifoss 29 ferðir til
Norður-Ameríku, oftast til New-
Einar Stefánsson, skipstjórí.
York með viðkomu í Boston, Sid-
ney eða Halifax.
Hinn 5. mars árið 1932 bjargaði
áhöfn Dettifoss 14 skipverjum af
þýska togaranum Liibeck, sem
strandað hafði í nánd við Her-
dísarvík. í þakklætisskyni heiðr-
aði Hindenburg, þáverandi forseti
Þýskalands áhöfn skipsins með
áletruðum eirskildi er hafður var í
forsal I. farrýmis.
Hinn 21. febrúar 1945 er Detti-
foss var á heimleið frá Ameríku
varð skipið fyrir árás þýsks kaf-
báts skammt norður af írlandi og
sökk samstundis. Með skipinu
voru 45 manns, þar af fórust 15
manns, 12 skipverjar og 3 farþeg-
ar.
Skipstjórar á Dettifossi
Einar Stefánsson 1930—1942.
Pétur Bjömsson 1942—1945. Jön-
as Böðvarsson var skipstjóri á
Dettifossi þegar honum var sökkt.
ífi
E.s. Dettifoss í Hamborg
VÍKINGUR
47