Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Page 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Page 49
Borðum meiri físk Hér á eftir fara hlutar úr ræðum tveggja merkismanna en það eru þeir Káre R. Norum prófessor hjá Næringarráði Ríkisins og Olaf R. Brækken prófessor hjá Vítamínstofnuninni í Bergen. Þeir fluttu ásamt Ingrid E. Hovig matreiðslukonu hjá norska sjónvarp- inu erindi um fisk og þó sérstaklega feitan fisk á vörusýningunni Nor-Fishing “82. Eftir að erindunum lauk var blaðamönnum boðið upp á hina ýmsu sjávarrétti sem brögðuðust afbrags vel. Að kynn- ingunni og erindunum stóðu Fiskimálastjórn og veitingahúsið Krovertens Hus í Þrándheimi. Olaf R. Brækken hélt fyrsta er- indið og fjallaði það um hvers vegna við ættum að borða feitan fisk og sagði hann m.a.: Á síðustu áratugum hafa augu manna beinst að fitu úr sjávarlíf- verum. Slík fita er yfirleitt fjöló- mettuð og fita úr kornvörum er það einnig, á meðan fita úr dýrum sem lifa á landi er yfirleitt fjöl- mettuð. Margar tilraunir með fitu úr sjávarlífverum (sem við skulum kalla sjávarolíu hér eftir) sýna að slík sjávarolía lækkar heildarmagn „lípíða“ í blóði. Þessar tilraunir hafa bæði farið fram á mönnum og dýrum. Sjávarolíur innihalda mest allra fituefna í náttúrunni, fjölomettaðar fitusýrur. Það eru hinar svo kölluðu w-3 fitusýrur með allt að 6 tvíbindingum. Það er venja að telja linolsýru og arach- idonsýru lífsnauðsynlegar. Það eru ómettaðar fitusýrur sem er m.a.: að finna í olíu unna úr plöntufræum. Eftir þvð sem árin hafa liðið hefur orðið breyting á lifnaðarháttum fólks. Fólk borðar meira feitan mat en áður. Sér- fræðingar töldu þetta auka hætt- una á hjartasjúkdómum og hófu herferð gegn aukinni fitunotkun. Árið 1978 kom svo mjög merki- legur hlutur í ljós. Það var árangur danskra tilrauna frá Grænlandi. Dönsku læknarnir Dyeberg og Bang höfðu komist að því bæði við eigin athuganir og lestur skýrslna fyrri ára að dauði af völdum blóðtappa var mjög sjaldgæfur á Grænlandi, það er meðal eskimóa. Maturinn sem eskimóarnir neyttu var fyrst og fremst fiskur, selur og hvalur. Eskimóamir neita því óhemjumagns af sjávarolíu. Tilraunir sýndu að fitusýruinni- hald fæðu og fitusýruinnhald blóðvökva (plasma) og blóðplata var hið sama. Sérstaklega fannst mikið af fjölómettaðri fitusýru sem heitir eicosapentaen sýra. Venjulega er hún kölluð EPA. Dyerberg og Bang héldu áfram með tilraunir sínar og báru saman hóp eskimóa sem 'lifði á græn- lensku fæði og hóp dana sem lifði á dönku fæði. Það sýndi sig að blóðstorknunartími eskimóanna var að meðaltali 8 mínútur en að- eins 5 minútur hjá dönunum. Margir vísindamenn hófu þá um- fangsmiklar rannsóknir á EPA m.a. Englendingar og Pólverjar. Það kom þá í ljós að EPA tekur virkan þátt í myndun efna sem líkjast hormónum. Þessi efni kall- ast á fræðimáli „prostaglaminer“ en þau gegna mikilvægu hlutverki í líkamanum. Þau eru hluti af efninu prothrombin III sem tekur þátt í stjórnun blóðstorknunar. Þar með var aftur komið inn á mikilvægi sjávarolíu þegar rætt er um hjartað og hjartasjúk- 49 Frá vinstri: Káre Norum, Ingrid E. Hovig og Olaf R. Brækkeu. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.