Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Síða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Síða 13
Finnst gott að vera... Heima í stofu. næstum því sagt aö þetta sá allt saman tölvustýrt. Jú, ég hugsa aö þaö reyni ekki síöur á sjómanninn nú en áöur. Ég tel aö þaö þurfi meiri aðgæslu til aö sigla þessum nýju skipum heldur en þurfti hérna i gamla daga. Ef maður getur kallaö þaö „gamla daga“ sem voru fyrir 30—40 árum. Skipin eru kannski sæmilega styrk til siglinga, en þau eru ekki eins sterkbyggö eins og gömlu skipin. Búlkun, eöa lestun, niöurrööun vör- unnar er ekki eins örugg og þegar hver einasti kassi, hver einasti hlutur var lagöur af, aö maður getur næstum því sagt, fagmönnum, þannig aö allt var skorðað og fellt og lestar í flestum tilfellum vel fullar, þannig aö ekkert gat hreyfst. En meö þessum gámum og nútima flutningatækjum, svo- kölluöum mafiutreilerum og þess háttar, þá er miklu meiri hætta á aö eitthvaö fari úr- skeiöis. Háfermi eru orðin mikil á skipunum, stöðugleik- inn kannski reiknaöur alveg út i ystu æsar til hagkvæmrar siglingar, bæöi upp á mýkt og hraða. Þannig álit ég aö þaö þurfi ekki síður aðgæslu nú, sérstaklega viö siglingar i vondum veörum. Einkennileg sigling að sigla eftir reglugerðum. Viö höfum auövitaö ákveöin mörk í reglugerðum, en sjó- maöurinn veröur auðvitað oft aö vega og meta sin mörk. Hann hefur ekki altaf bækur til aö fletta upp i, enda væri það einkennileg sigling, ef hann geröi ekkert annaö en aö fletta upp í reglugeröum og léti sina eigin dómgreind aldrei ráöa, þá væri held ég illa fariö fyrir honum. En auðvitað getur meö þessum hraöa skapast, ég segi ekki óaögæsla, en viö getum sagt lélegar upplýsing- ar um farminn sem geta skap- aö skipstjórnarmönnum erfið- leika meö aö raöa honum. Enginn baráttumaður Eg hef aldrei veriö i félags- málum og baráttumálum fyrir mitt félag, og auðvitað þykj- umst viö allir hafa of litiö kaup. Þaö er nokkuð sem hver og einn veröur að vega og meta, en ég held aö viö verðum bara aö þiggja þann geira af kök- unni, sem hentar okkur. Viö höfum auövitaö baráttumenn i þessum málum fyrir okkur og ég held aö þeir standi sig vel. Eg held aö þessir menn leggi geypilega mikiö á sig og ég fyrir mitt leyti vil þakka þess- um mönnum, því aö ég finn hversu fri manna, sérstaklega sjómanna er mikils virði. Maö- ur losnar viö aö nota fri sín i þessi mál, má vera viss um aö félagar hans hafa lagt mikið á sig fyrirhann. Sjómaöurinn hefur ekki alltafbækurtil aö fletta upp /' enda væri þaö einkennileg sigling, efhann geröi ekkert annaö en aö fletta upp í reglugeröum. Víkingur 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.