Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Síða 15
Finnstgottaðvera
Eðlileg og heilbrigð
pólitík.
Nei, ég er ekki mikið póli-
tiskur, ég hef mina pólitik fyrir
sjálfan mig, en ég er ekki gef-
inn fyrir aö blása hana út. Eg
vil að hver maður geti haft
sína skoðun á stjórnmálum,
án allt of mikilla áhrifa frá
öðrum. Ég held að Islendingar
séu það greindir menn að þeir
geti verið einfærir um að velja
sína pólitísku skoðun og
flokka.
Ég á dálítið erfitt með að
segja hvort pólitísk stjórn
landsins geti haft nokkur
veruleg áhrif á daglegt lif sjó-
mannsins eða störf hans, ég
er ekki svo pólitiskur að ég
geti séö fram á þann tima. En
eins og pólitíkin hefur verið að
undanförnu á íslandi, held ég
að hún sé mjög eðlileg og heil-
brigð.
Við fáum að berjast fyrir
okkar málum og það er tekið
tillit til okkar mála, að svo mikli
leyti sem kostur er. Við erum
jú fátæk þjóð og okkar uþp-
bygging er svo geigvænlega
mikil að maður skilur ekki að á
50—60 árum skuli þessi þjóð
vera búin að byggja 50—60
hafnir, háskóla, skólakerfið,
flugkerfið, vegakerfið. Mér
finnst þetta alveg hreint und-
ur.
Gott aö vera einn með
hugsanirnar
Það er auðvitað svo geysi-
lega margt sem maður hefur
tima til að hugsa um, á meðan
maöur er einfari á hafinu. Það
er heimilið, hvað maður hefði
getað gert betur fyrir heimilið,
það eru ýmis áhugamál, að
maður tali nú ekki um ef mað-
ur hefur verið að lesa einhverj-
ar greinar sem hafa vakið
áhuga manns, það er yfirdrifið
margt að hugsa um.
Erlendur og flotaforinginn, Asta Margrét Jensdóttir.
Já, stundum finnst mér gott
að vera einfari. Mér finnst
mjög gott að vera aleinn með
mínar hugsanir, geta alveg
myndað mér skoðanir án þess
að verða fyrir áhrifum annara.
Mér finnst lika ágætt að leita
álits annara og heyra það, en
mér finnst gott að vera með
minar hugsanir, skoðanir,
framkvæmdaáætlanir og
vinnuáætlanir í einrúmi.
Lesturog dútl
Önnur áhugamál min er
heimiliö og skipið eru að
mestu bundin við land. Um
borð í skipinu er helsta tóm-
stundaáhugamálið lestur
bóka. En i landi hef ég mest
gaman af svona dútlvinnu,
smiðum og þess háttar. Eg á
nokkur verkfæri, sem ég reyni
að nota, þegar timi er til og
mér finnst mjög gaman aö
dunda við smíðar.
í höndum konunnar.
Það er nú ósköp fátæklegt
sem ég hef smíðað af hús-
gögnum eða hlutum til dag-
legra nota, en við hjónin höfum
verið að koma okkur upp sum-
arhúsi, þótt maður sé gamall,
og höfum hugsað okkur að
eiga ánægjustundir í þvi i ell-
inni og þar hef ég notað mikinn
tima. Nú svo eru ýmsar við-
gerðir við bilinn, heimilið og
svona eins og gengur, allt
krefst þetta tima og verkfæra.
Nei, ég er afar ónýtur við
heimilisstörfin og því miðurfer
ég ekki heldur með konunni í
búðir. Hún hefur fjármálin og
alla stjórn á okkar heimili al-
gerlega á sinni könnu.“
Rabbið fór fram um borð i
Álafossi, en siðan var farið
heim til Erlendar til að taka
myndir. Þar voru völd kon-
unnar staöfest, þegar hún dró
fram skilti meö enskri áletrun,
sem i lauslegri þýðingu gæti
verið svona: Maðurinn minn er
skipstjórinn, en ég hef verið
útnefnd flotaforingi.
S.V.
Stundum finnst
mérgottaö vera
einfari. Mér finnst
mjög gott aö vera
aleinn meö mínar
hugsanir, geta
myndaö mér
skoöanirán þess
aö veraö fyrir
áhrifum annarra.
Víkingur 15