Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Page 16
Umsjón: Bogi Arnar Finnbogason 16 Víkingur MýJUMGAR Armbandsúrið þjónar líka sem tölvuskjár en lyklaborðinu má stinga í brjóstvasann þegar það er ekki í notkun. „Minnisbók“ á úlnlið- inn Komið er á markaðinn nýtt Seiko-úr, Data 2000, sem hægt er að fella inn i tölvu- lyklaborð sem er svo fyrirferð- arlítið að það kemst fyrir i brjóstvasa (sjá mynd). Úriö og lyklaborðiö mynda þá saman litla tölvu. Þau tengjast þráð- laust. Úrskifan er um leið tölvuskjár sem unnt er að skrifa texta inn á með lykla- borðinu. Minniö rúmar u.þ.b. tvö kilóbæt, þ.e.a.s. i þvi rúm- ast u.þ.b. 2000 bókstafir eða tölustafir. Textann i minninu er hægt að fá á skjáinn, einnig þegar maður ber úrið á handleggn- um. Einnig er hægt að stilla úrið t.d. þannig að á ákveðnum tima hringi úrið og þá komi tiltekinn texti á skjáinn, minn- isatriöi sem menn eru annars vanir að skrifa í minnisbókina sina, t.d. að láta úriö hringja kl. 17.00 næsta föstudag og þá birtist á skjánum þessi texti: „Kaupa blóm handa frúnni — giftingarafmæir. Fjörutiu staf- ir eða tákn rúmast á skjánum í einu. Umboðið fyrir Seiko er i höndum Þýsk-íslenska versl- unarfélagsins, Lynghálsi 10 i Reykjavík. Simi: 82677. Nýjung í fiskleitartækjum frá Simrad Auk þess að finna fiskinn, munu skipstjórar nú geta séð stærð hans úr brúnni. Á fisk- veiðitæknisýningunni Nor- Fishing ’84, sem haldin verður i Þrándheimi i Noregi 6,—12. ágúst nk. mun SIMRAD-fyrir- tækið kynna ES380 Pioner- lodd, sem valda mun eins mik- illi byltingu á þessu sviði eins og sónarinn á sínum tíma. Á tækinu kemurfram hundraðs- hluti hinna ýmsu stærða i torfu. T.d. gæti niðurstaðan veriö sú að 40% væri stór fiskur, 10% meðalstór og 50% smáfiskur. Greinilegri litaskjár en áður gefur betri

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.