Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Qupperneq 18
Guðjón A. Kristjánsson Myndimar eru teknar á sjómannadaginn á ísafirði. Ljósm.: Rúnar Helgi Vignisson. 18 Víkingur Fyrirhyggja er besta Ræða flutt á ísafirði á sjómannadaginn Góðir ísfirðingar. Hafið er sameign okkar allra. Við höfum lifaö af hafinu siðan saga þessa lands hófst. Hafiö hefur gefið okkur lífið I þessu landi og mun gera um ókomin ár. Stundum hefur það verið gjöfult af fiski og gefið is- lensku þjóðinni góð aflaár og góða sjósókn. En oft er það illt og erfitt og gefur litið í aðra hönd, þrátt fyrir mikla vinnu og fórnir. Sjómenn hafa sótt sjóinn af dug og áræði, en haf- ið hefur líka tekið líf þeirra margra. Þeir sjómenn, sem skilað hafa langri starfsævi hafa farið i land, oft slitnir af vinnu og með skerta starfsorku. En hvað hefur beöið þeirra manna, sem hafa farið í land að lokinni starfsævi til sjós? Hvaða atvinnutækifæri hafa sjómenn átt i landi eftir langa veru á sjó? Oftast þegar menn sem komnir eru yfir fimmtugs- aldur, leita sér atvinnu í landi, bjóðast þeim ekki önnur störf en áframhaldandi erfiðisvinna, þó þeir séu þegar búnir að skila þeim vinnustundafjölda fyrir sig og þjóðfélagið, sem þjóðfélagið getur með sann- girni ætlast til að einn maður skili i ævistarfi. Þeir menn, sem öfluðu sér menntunar, áður en þeir fóru til sjós, eða meðan þeir voru í starfi, hvort sem það var við sjómannsstörf eða til annarra starfa í landi, eru þó yfirleitt betur settir, hvað varðar atvinnu í landi, heldur en þeir sem ófaglærðir eru. Þess vegna vil ég beina þeirri áskorun til allra, sem hafa tækifæri til að leita sér mennt- unar, að slá þvi ekki á frest, sem hugur þeirra stendur til. Sérstaklega vil ég hvetja þá, sem eru til sjós að þeir afli sér menntunar til þeirra starfa. Það er ekki offramleiðsla á mönnum í skipstjórn eða vél- gæslu. Þar vantar fólk, eins og viðar við framleiðslugreinar í þessu þjóðfélagi okkar. Það er hinsvegar enginn hörgull á mönnum til aö unga út skýrslum i þessu þjóðfélagi, þótt mikið af þeirri pappírs- framleiðslu sé einskis virði. Hvers vegna skyldi það vera svo? Það vantar almennt hærri laun fyrir framleiðslu- störfin. Hinn langi vinnutími gefur minna af sér heldur en skýrslan, sem lesin var einu sinni og svo lögð til hliðar. Það hefur alltaf orðið flótti frá sjó- mennsku og sjávarþorpum þegar þessi erfiðisvinna er ekki greidd á sannvirði. Af- koma sjávarútvegsfólks er af- koma þjóðarinnar, þar verður ekki skilið á milli. En hvar lenda þeir, sem ekki hafa starfsorku til erfiðisvinnu, að loknu sjómannsstarfi? Geta þeir bara lifað á sínum lífeyri, ef þörf krefur? Nei, það geta þeir ekki. Lífeyrismál sjó- manna eru alls ekki eins og þau ættu að vera. Lífeyrir að loknu starfi til sjós er sá lé- legasti, sem atvinnustétt stendur til boöa I þessu landi. Þar á ofan eiga eiginkonur okkar ekki rétt á neinum lifeyri úr lifeyrissjóði, þó þær hafi séð um uppeldi barna og umsjón bús, allan þann tíma, sem við stunduðum sjó, og það á við um allar heimavinnandi konur. Þær eru því enn réttlausari í lífeyrissjóöum heldur en sjó- menn. Tvö grundvallarstörf í þessu þjóðfélagi, uppeldi barna og öflun sjávarafla eru ekki metin, og vanmetin, i líf- eyrissjóöum íslensks þjóðfé- lags. Við höfum í öllum samn- ingum siðustu ára, barist fyrir auknum lífeyrisrétti. Nú siðast i samningunum í vetur sem leið. Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrimsson, lofaði að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.