Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Page 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Page 30
EmilG. Pétursson Kvæði og lausavísur HOLDERMOLD Eitt sinn tók drottinn dálítið afmold dreypti á hana vatni og elti glaður. Úr þessu deigi hann bjó til bein og hold, íbúk, sem að varð ’inn fyrsti maður. Og er hann nú leityfir langt og erfitt verk leist’onum svona ímeðallagi ágripinn. í snatri þvíaftur klæddist hvítum serk. Kaldur og einbeittur á svipinn. Með hönd sinni aflagni karl íkollinn sló. Sá keiktist niður, eins og laufblað svifi, og meðan að seggurinn svafídjúpri ró, svipt varburt úr honum einu rifi. Ojæja minn væni, ég skóp þig skepnan mín, skaparinn honum ansaði að bragði, svo þú yrðir hennar og hún yrði þín, tók hendur þeirra og hvora í aðra lagði. En við þig karl ég segi og áherslu á það legg, að akta skaltþú konuna og virða, efþú ei það gjörir íhausinn á þér hegg, í horngrýti svo þig upp læt ég spyrða. Með þessari hvatning þau héldu niður á jörð hús þarbyggðu og úr þeirra ranni, upprunnin eröll jarðar blessuð barnahjörð. Já, barnalán þau höfðu svo með sanni. Rifið var snurfusað og snyrtilega reist, snarlega þar fór að myndast svipur, svo aldrei hafði íríki þessu önnur eins list né annar sést þar fegurri gripur. Drottinn tók nú gripinn með sinni mjúku mund og mælti um leiö íglöðum róm sí svona: „Þá, nú er hér íríki mínu gæfu og gleði stund, ág gef þér fagurtnafn ogþað erkona." Erkarlinn úrrotinu raknaði við og ruglaður uppskurðar— starði á — merkið hann ók sér og klóraði og valt á hægri hlið og heillaður gapti á nýja listaverkið. Hvað, spurð ’ann drottinn dásemd ernúþað sem dýrðarljóminn umvefur svona. Með gleði svaraði almættið, nú segja vil þér að þú sérð í fyrsta sinn það sem erkona. Ó, drottinn minn kæri, hve dásamleg hún er, ég dái hana, því vil ég ei leyna. Heldurðu ekki guð minn að gæfan fylgdi mér og gifta, efég fengi að eiga meyna. íhvert sinn er þú lítur á hreint og fagurt hold afheilindum ég aðeins á það bendi, að íupphafi það varaðeins venjuleg mold, sem velkt og hnoðuð varí drottins hendi. ÁGJÖF Mikill asskoti er að sjá, ekki á ég nú til orð, dallurinn öldum djöflast á, og drasl allt á floti hér um borð. ÍSIGLINGUM Hvarsem ég fer um fjarlæg lönd og fegurð þeirra kynnist, fjalla, dala, skóga, strönd og stórborga ég minnist, þá er ein sú fegurst sýn sem aldrei hjá mérgleymist, jökla og eldfjalla eyjan mín er innst íhuga geymist.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.