Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Side 34
Guðjón A. Kristjánsson „ Viö uröum ekki lítiö undrandi aö sjá hvaö verkinu haföi miöaö á tveimur dögum 34 Víkingur Getum við lært af japanskri vinnuskipulagningu Áriö 1972 fór ég til Japans að ná i skuttogarann Pál Páls- son IS-102, sem þar var í smiðum. Við fórum norður á eyju sem heitir Hokkaidó og borgin heit- ir Muroran, en þar var skipa- smiðastöðin staðsett. Þegar við komum niður i skipiö á mánudagsmorgni og gengum um þar, varð okkur að oröi að hér væri það mikið verk eftir að vinna að óhætt væri að slaka á við eftirlit af okkar hálfu, því víða var einungis rauðmálað járn og einangrun. í íbúðir var ekki komin grind fyrir innréttingar. Þetta var í byrjun desember og við höfð- um ætlað að sigla af stað heim fyrir áramót og Japanir sagt að skipið yrði búið 27. desem- ber. Sjálfir töldum við að væri eftir 2—3 mánaða vinna við byggingu skipsins. Þar á ofan var eftir öll prufu- keyrsla og uppákomandi tafir, sem alltaf koma fram við byggingu skipa. Við slepptum þvi að fara um borð á þriðjudagsmorngi og fórum að skoða okkur um í þorginni. Á miðvikudag fórum við um borö snemma morguns. Við urðum ekki litið undrandi að sjá hvað verkinu hafði miðað á tveimur dögum, þar sem áður var þert járn, var nú komin ein- angrun eöa uppistöður fyrir innréttingu og þar sem grind fyrir innréttingu hafði veriö áður, var langt komið að full- gera vistarverur. Eftir að við áttuðum okkur á þessum hraða og skipulagi, máttum við hafa okkur alla við hvern einasta dag til að fylgj- ast með og kynna okkur skipið og hvar leiðslur og rör væru, áður en Japanirnir lokuðu þilj- um og stokkum. Við fórum nú smám saman að kynnast vinnulagi þeirra og frábærri skipulagningu. Það var nú reyndar ætlunin að gera grein fyrir þvi með þessum skrifum frá sjónarmiði okkar sem ekki höfðum séð slik vinnubrögð. Þessi grein verður ekki nein tæmandi upplýsingamiðlun um þessi vinnubrögð, en gefur vonandi smá hugmynd af því sem við höfðum tima til að kynnast. Við tókum fljótlega eftir þvi að Japanir unnu i smá hópum og virtust þessir hópar hafa ákveðin verk með höndum, eitt herbergi eöa ákveðna hluta innréttingar og lagnir. Um borð voru hífðir pakkar með innréttingu í eitt ákveðið herbergi eða stað i skipinu og með þessum einingum komu 3ja til 6 manna hópar ásamt flokksstjórum. Þetta vinnufyrirkomulag var notað alls staðar i skipinu jafnt vélarrúmi sem brú og allt VESTMANNAEY VE 54, byggöur í Japan 1972,462 brúttólestir.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.