Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Síða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Síða 35
þar á milli, en ekki veit ég hvort þaö var notað viö byggingu skipsskrokksins. Honum var lokið þegar ég kom á staðinn. Skipulag þessarar vinnu fór fram á skrifstofu i landi skammt frá skipinu. Þar unnu 30—40 manns við aö skipu- leggja vinnu þessara hópa. Verkin voru ákveðin sem ákveðin tímaeining og siðan fékk hópurinn nýjan verkefn- ispakkaúrlandi. Ef hópurinn notaði minni tíma í verkiö en áætlað var, komu þær klst. sem á vantaði sem bónus hjá viökomandi hóp. Ekki dugði að standa sig vel í einu verki, þvi vinnan var metin á 6 mánaða fresti af sérstakri nefnd frá fyrirtækinu, sem var skipuð bæði tækni- mönnum og starfsfólki við verkin. Ef hópurinn hafði stað- ið vel að sinni vinnu fékk hann bónus fyrir timabiliö og jafn- framt kauphækkun. Það er færöist upp i launaflokk næsta timabil. Öll afköst voru skráð og síð- an metin og gátu jafnvel verk- að til lækkunar i launum, ef áberandi seinagangur var á verkum eins hóps allt timabil- ið. Þannig var byggt upp launa- hvetjandi kerfi i þessari starfsgrein, sem virðist gefast vel og alveg ótrúleg afköst. Ef fyrir kom aö eitthvað var ekki eins og vinnuteikning sagði til um, var það bókað af flokks- stjóra hópsins og væri meiri- háttar vandamál þurfti að kalla til verkstjóra og jafnvel tækni- menn, en það virðist mjög sjaldgæft. Það furðulega við þetta vinnufyrirkomulag var að í ein- um smá klefa voru aö vinna allt að 10—15 manns og mig minnir að við höfum talið um 80 menn i vélarúmi þegar mest var. Vinna alls þessa fjölda á svona litlu svæði virtist ekki valda neinum örðugleikum og allir héldu sér að verki þann tíma sem vinnutiminn stóð. Hér hefur aðeins verið farið yfir þetta vinnufyrirkomulag i grófum dráttum en það gefur vonandi grófa mynd af þvi, hvernig japanskar skipa- smíðastöðvar haga vinnu- brögðum við skipasmíðar. Skipasmiðastöðin afhenti skipið svo til á réttum tíma og eigi verður annað sagt en að skipið hafi reynst vel aö öllu leyti og vinnurhraðinn ekki komið niður á gæðum vinn- unnar. Ef einhver hefur áhuga á að fá nánari upplýsingar um þessi mál, þá skal á það bent, að fluttir hafa verið fyrirlestrar um vinnubrögð í japönskum skipasmiðaiðnaði og munu betri upplýsingar en hér hefur verið farið lauslega yfir, en ef til vill er þetta vinnufyrirkomu- lag sem gæti komið okkur til góða í framtíðinni. SÍLDARÚTVEGSNEFND (SÚNf Garðastræti 37,101 Reykjavík Pósthólf 875 • Sími 27300 • Telex 2027 HELZTU VERKEFNI: • Markaðsleit, sala og útflutningur á öllum tegundum saltsíldar. • Skipulagning síldarsöltunarinnar i þeim tilgangi að nýta sem bezt hina ýmsu og ólíku markaði fyrir allar tegundir og stærðir saltaðrar síldar. • Innkaup, sala, dreifing rekstrarvara saltsíldariðnaðarins. • Rekstur birgðastöðva. Stjórn stofnunarinnar er skipuð 3 fulltrúum frá félögum síldarsaltenda, 1 fulltrúa frá Alþýðusambandi íslands / Sjómannasambandi íslands, 1 fulltrúa frá Lands- sambandi ísl. útvegsmanna og 3 fulltrúum kjörnum af Alþingi. „ ... íeinum smáklefa voru 10—15 manns og mig minniraö viö höfum taliö um 80 menn í vélarúmi Víkingur 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.