Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Qupperneq 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Qupperneq 39
Þrjár alþjóðasamþykktir Um öryggismál á hafinu Alþjóðasiglingamálastofn- unin IMO hefurfrá stofnun árið 1959 sent frá sér 21 meiri háttarsamþykktirog breyting- ar á þeim. Flestar snerta þær öryggi sæfarenda eða 11. Sjö varða mengun sjávar og 4 eru af öðru tagi. Þegar hafa 18 þessara samþykkta tekið gildi sem alþjóðalög, sú 18. tók gildi 28. apríl s.l., en þaö var STCW fráárinu1978. Árið 1978 hélt IMO ráð- stefnu um öryggi á sjó, sem varð fjölmennasta ráðstefnan er IMO hafði haldið fram að þeim tíma, þátttakendur voru frá 72 ríkjum (íslendingar áttu ekki fulltrúa á ráðstefnunni). Á ráðstefnunni voru samþykktar lágmarkskröfur um þjálfun, kunnáttu og varðstööu (í þrú og vél) og gengur hún undir nafninu STCW-samþykktin (Standards of Training, Certi- fication and Watchkeeping) og er talin ein merkasta sam- þykkt IMO fyrr og síðar um öryggi sæfaranda. Eins og fyrr segir tók STCW gildi 28. apríl s.l. eða 6 árum eftir að hún var sett fram, 27. april 1983 höfðu 25 ríki sem áttu yfir 50% af verslun- arflota heimsins, staðfest hana og 1. mars s.l. höföu 8 riki bæst i hópinn eða alls 33 riki, sem staðfest hafa STCW- samþykktina. Meðal nýmæla í samþykktinni er að gefa skal út skírteini til undirmanna bæði á dekki og i vél séu þeir taldir hæfir til að standa vakt i brú eða vél með viðkomandi yfirmanni. Hafinn er undirbúningur að staöfestingu STCW hér á landi, en er þó skammt á veg kominn, samþykktin hefur ver- ið send til umsagnar skóla- stjóra Stýrimannaskólans i Reykjavík og Vélskóla Íslands. Ólíklegt er að STCW taki gildi hér á landi fyrr en á árinu 1986 og þvi liklegt að íslenskir far- menn eigi eftirað lenda í sömu erfiðleikum og þeir lentu í varöandi SOLAS samþykkt- ina. í báðum þessum sam- þykktum eru ákvæði um eftirlit rikja sem ekki hafa staðfest samþykktina. Öryggi fiskiskipa SFV samþykktin um öryggi fiskiskipa (SFV = Safeíy of Fishing Vessel), Torremolinós samþykktin frá árinu 1977, tekur gildi einu ári eftir að 15 riki sem eiga minnst 50% af fiskiskipaflota heimsins hafa staðfest hana (skipin þurfa að vera yfir 24m að lengd til að teljast með). Hinn 1. mars s.l. höfðu 11 riki staðfest SFV, en þau eru talin upp í þeirri röð sem þau hafa staðfest: Frakk- land, Austur Þýskaland, Nor- egur, Spánn, Bretland, Perú, Belgia, Vestur Þýskaland, Argentínaog Ítalía. SFV kveður á um sérstakan öryggisstaðal fyrir fiskiskip þar á meðal lágmarkskröfur um stöðugleika þeirra. Sigl- ingamálastofnuan ríkisins hefur lokið öllum undirbúningi fyrir staðfestingu SFV hér á landi og hefur í framhaldi af því lagt til við Samgönguráöu- neytið að SFV taki gildi hér hið fyrsta og mun frumvarp þess efnis verða lagt fram á Alþingi á komandi hausti. Alþjóöasamþykkt um leit og björgun Alþjóðlegt samstarf um leit og björgun SAR samþykktin (SAR = Search and Rescue) var sett fram árið 1979, en til- gangur hennar er að sameina alla björgunaraöila i heiminum um heildar áætlun um leit og björgun. Þessi samþykkt hef- ur nú verið staðfest af 14 rikj- um og skortir aðeins eitt til að fá alþjóölegt gildi. Rikin sem hafa staðfest eru í þeirri röð sem þau hafa staðfest: Frakk- land, Bretland, Bandaríkin, Argentina, Chile, Noregur, Vestur Þýskaland, Kanada, Holland, Brasilía, Sviþjóð, Alsir, Barbados og Ástralía. Ekki er ennþá hafinn undir- búningurað staðfestingu SAR samþykktarinnar hér á landi og að sögn siglingamálastjóra hafa engar alvarlegar viðræð- ur farið fram um hvaða aöili hér á landi annist hlut íslands í þessu alþjóðasamstarfi. Seinlæti hjá Siglingamála- stofnun Á þvi sem hér á undan er sagt er Ijóst að mikið seinlæti ríkir hjá islenskum stjórnvöld- um varðandi staðfestingu á samþykktum IMO. Siglinga- málastofnun rikisins er sá aðili sem þessi mál heyra undir hér á landi. Sú stofnun hefur löng- um afsakað sig með fjárskorti, ekki getað fengið samþykkt- irnar þýddar á islensku vegna peningaleysis. Allt bendir þó til þess að undirbúningur sé hafinn svo seint að þótt fjár- magn sé fyrir hendi til þýðinga geti ekki orðið af staðfestingu fyrr en eftir að viðkomandi samþykkt hefur tekið gildi sem alþjóðalög. Þessi seina- gangur á nú eftir að bitna á ís- lenskum farmönnum og út- gerðarmönnum farskipa, sjó- mennirnir mega búast við að verða prófaðir til að kanna hæfni þeirra og skipin geta orðið fyrir töfum vegna þess að enginn háseti hefur papp- ira er staðfesta hæfni hans til að standa siglingavakt. BenediktH. Alfonsson Benedikt Alfonsson „Þessi seina- gangur á nú eftir að bitna á íslenskum farmönnum og útgeröarmönnum farskipa, sjó- mennirnir mega búast viö aö veröa prófaöir til aö kanna hæfni þeirra og skipin geta oröiöfyrirtöfum tt Víkingur 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.