Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Page 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Page 44
Broström .. .þarsem franskt koníakflaut ómælt og glæsimeyjar glöddu augaö... 44 Víkingur Broströms, meöfylgjandi heimsóknum í íburðarmikla næturklúbba þar sem franskt koniak flaut ómælt og glæsi- meyjar glöddu augað. Allt voru þetta sannanir um mikilleika og veldi Broströms i Gauta- borg. Á veldistímum sínum gaf Broström bæ sinum sjóminja- safnið, sem er eitt hið merk- asta i heimi. Hvað sem öllu lið- ur er það glæstur minnisvarði um siglingaveldi, sem einu sinni var. Friðsælt fjölskyldulif Broströms varði þó ekki til ei- lífðar. Árið 1965 laust eldingu niður i liki Ijóshærðrar nætur- klúbbadrottningar og dans- meyjar, Önnu-Bellu Lee. Hinn uppburöarlausi og viljalitli maöur var á ný dreginn inn i taumlaust næturlíf og svall. Margendurteknar sjálfs- moröstilraunir Önnu-Bellu, ásamt innbyrðisátökum í stjórn útgerðarsamsteypunn- ar fóru illa með hinn veikgeðja Broström. Broddborgarar Gautaborgar voru yfir sig hneykslaðir, en Ann-lda móðir hans varöi hann til hins sið- asta. Hún lést daginn fyrir 100 ára afmæli útgerðarinnar. Þann tíma, er Broström átti ólifað, varð hann að berjast einn á móti hneykslun brodd- borgaranna. Vandræði einka- lifsins hrönnuðust upp. Skipa- flotinn var kominn í mótvind, og hvers kyns vandræði steðj- uðu að. Hann skildi við Önnu- Bellu, án þess að verða af nema með eins og eitt „vænt skipsverö", og það mátti telj- ast ódýrt með 100 skip á höf- unum. Illgjarnar tungur töldu, að hann hefði sloppiö svo ódýrt frá málinu vegna flösku, ANNA BELLA LEE, dans- mærin sem sumir telja að eigi þátt í veldissigi Broström- skipafélagsins.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.