Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Side 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Side 47
Gleymið kvótanum Sæmundur Guðvinsson Víða í Þýskalandi er fagurt umhverfi i grennd við merkar rústir. Framboð af sumarleyfisferð- um hefur sennilega aldrei verið fjölbreyttara en í ár. Það eru lítil takmörk fyrir því hvert ferðaskrifstofur og flugfélög vilja teyma landann svo fremi að áhugi og nægir peningar séu fyrir hendi. En hvort sem feröinni er heitið til Færeyja eða Feneyja þá krefst hún ákveöins undir- búnings. Þeir sem vilja ferð- ast á eigin vegum þurfa að búa sig undir ferðina á annan hátt en þeir sem fara í skipu- lagða hópferð. Hér á eftir verða hafðar uppi ýmsar bollaleggingar um undirbún- ing ferða og drepið á hentuga ferðamáta. Þegar ákveðið er að fara i hópferð til dæmis til sólar- landa, er um að gera aö gefa sér tíma til að velja réttu ferð- ina. Sólarlandaferð fyrir hjón með tvö börn kostar 60—80 þúsund krónur, það er að segja flug og húsnæði. Þá er eftir að kaupa gjaldeyri til aö kaupa mat og drykk, skemmt- anir og annað er til fellur. í þriggja vikna ferð er ekki óeðlilegt að ætla þennan út- gjaldalið 30—50 þúsund krónur, eftir þvi i hvaða landi er dvalið og hversu mikið fólk vill láta eftir sér. Þegar ákveðiö er að verja á annað hundrað þúsundum króna í sumarleyf- isferð er þvi eölilegt að fólk viti aö hverju það gengur. Þvi er sjálfsagt að spyrja þann aðila sem ferðin er keypt hjá i þaula um allt sem skiptir máli. Er íþúðin sem dvelja á í með loft- kælingu, hver er fjarlægðin frá ströndinni, er skemmtilegt kvöldlif á staðnum, hvaða skoðunarferðir standa til boða, hvað kostar að taka bilaleigubil á dag eða viku, hvaöa þjónustu veitir feröa- skrifstofan eftir að komið er á staðinn, snýr ibúðin út að bak- garði eða að sjónum, eru sval- ir þar sem hægt er að sitja úti i þliöunni? Og þannig mætti Iengi telja. Umfram allt: verið ófeimin við að spyrja og hikið ekki við að gera athugasemdir við það sem ykkur virðist á skorta til að uppfylla ykkar kröfur. Áður en lagt er upp i feröina þarf að sjá til þess að lán fari ekki í vanskil meðan verið er að heiman og ekki verði lokað fyrir síma og rafmagn. Ef þarf aö kaupa ferðatösku þá kaup- ið frekar dýra tösku og vand- aða en ódýra sem fer á saum- um strax við heimför. Góð ferðataska endist árum sam- an eða áratugum saman. Kaupiö farangurs- og slysa- tryggingu. Þessar tryggingar eru það ódýrar aö það getur orðið margfalt dýrara að sleppa þeim. Klæðnaður sem farið er með í sólina verður að vera þannig að hann auðveldi útgufun. Fötin eiga að vera Ijós, rúm og létt og eflaust er bómull hent- ugasta efnið. Besta ráðið til að hjálpa likamanum að aðlagast auknum hita er að drekka mik- ið af léttum vökva, tvo til fjóra litra á dag, auka saltneyslu þar sem likaminn þarf meira salt við aukna útgufun og svo að foröast þreytu. Já, það var þetta með vökvann. Til að tryggja það að likaminn fái nægan vökva er nauðsynlegt að drekka vel af ávaxtadjúsi eða hreinsuðu vatni. Alkohol Sæmundur Guövinsson blaðafulltrúi Flugleiða Umfram allt: veriö ófeimin viö aö spyrja og hikiö ekki viö aö gera athugasemdir viö þaö sem ykkur viröistáskorta til aö uppfylla ykkar kröfur. Víkingur 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.