Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Síða 53
Verðmæti og gæði
íslensks sjávarafla haldast í hendur
Vel skipulögö markaðs-
starfsemi hefur tryggt íslend-
ingum hátt verð fyrir sjávaraf-
urðir okkar á mörgum sviðum
sjávarútvegsins. Forsenda
þess að hægt sé að ná árangri
er sú að við framleiðum úrvals
fiskafurðir.
Það er öllum Ijóst að gæði
sjávarafla verða ætið misjöfn
en það þýðingarmesta er að
sem mest magn fari ávallt i
verðmestu pakkningarnar og
á hagstæðustu markaðina.
Þar sem margir framleið-
endur og margt fólk á hlut að
máli þá hljóta vörugæði að
vera misjöfn. En kaupendur
þurfa ætið að geta treyst því
að varan sé i því ástandi sem
um er samið. Þeir aöilar sem
framleiða lakari vörugæöi
draga þess vegna hina niður
sem mestum gæðum skila.
Það er þvi augljóst mál aö
sameiginlegir hagsmunir allra
þeirra sem starfa við sjávar-
útveginn og þjóðina eru að
mestfáistfyrir afurðirokkar.
Aðdragandi
Aðdragandi þess að farið
var af stað með kynningar- og
fræðslustarfsemi var í stórum
dráttum sá að upplýsinga-
miðlun var aðeins fyrir hendi
um gæðamál hjá ákveðnum
hópum innan sjávarútvegsins
en ekki hjá öðrum. Var þvi lögð
áhersla á að sinna þeim þátt-
um sem einstaka aðilar höfðu
ekki haft aðstæöur til þess að
sinna. Má i þvi sambandi
benda á að vöruvöndun þarf
að vera alla leið frá fiskveiðum
að borði neytandans. Slæmt
hráefni fer því aldrei i verð-
mætar umbúðir, svo nauðsyn-
legt var að tengja alla þætti
saman.
Rikisstjórn Gunnars Thor-
oddsen veitti fyrst fé i gæða-
málin fyrir tilstilli Steingrims
Úr fræöslumynd ráöuneytisins um fiskmeöferö í hraöfrystihúsi
L Wk 'ÆJL* I [»* j • 1
m "‘-m
Hermannssonar þáverandi
sjávarútvegsráðherra. Stein-
grimur Hermannsson lagöi
grundvöll að margvislegum
umbótum á sviði sjávarút-
vegsins sem m.a. stuðluðu að
því að íslendingar framleiddu
vandaðari vöru. Hefur þeirri
stefnu verið haldið áfram i tið
núverandi sjávarútvegsráð-
herra, Halldórs Ásgrimssonar.
Greinarhöfundi varfalið það
verkefni að skipuleggja kynn-
ingar- og fræðslustarfsemi
fyrir bættum gæðum sjávaraf-
urða. Það var þvi mikils um
vert að slikt verkefni tækist vel
því hlutdeild íslenskra sjávar-
afurða i öllum útfluttum afurð-
um úr sjó, ám og vötnum í
heiminum var á árinu 1980
5,4% að magni til og 4,8% að
verðmæti. Þetta er þvi hátt
hlutfall af ekki stærri þjóð að
vera.
Hörð samkeppni
Það er líka mikils um vert að
við keppum á hörðustu sam-
keppnismörkuðum heims og
verðum þess vegna ávallt að
bjóða úrvals vöru.
Ef Bandarikjamarkaður er
skoðaður fyrir frystar sjávar-
afurðir þá má skipta honum
niður i þrjá geira og er hlutfall
þeirra hvers um sig árið 1978
með eftirfarandi hætti:
Veitingastaöireru með 46%
af markaðnum. Stofnanir og
mötuneyti með 18% af mark-
aðnum og verslanir með 36%
af markaönum. Kröfur veit-
ingahúsanna eru að fiskurinn
sé vel hvitur, stinnur og
bragðgóöur. Stærð skammta
verður að vera nákvæm og
aldrei má koma sending af
gallaðri vöru svo að viðskipta-
vinirnir komi aftur. Islendingar
hafa náð mjög góðum árangri
hjá stórum hluta af veitinga-
á >
Jóhann Briem
skipuleggjandi og
stjórnandi fræðslu-
og kynningarstarfs
sjávarútvegsráðu-
neytisins fyrir
bættum gæðum
sjávarafla segirfrá
starfsemi
ráðuneytisins.
Víkingur 53