Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Qupperneq 25
Utan úr hcimi
Söm urðu örlög
keppinautanna, og á
svipuðum tíma
Á árinu 1974 urðu þau nöt-
urlegu örlög að M/S Patra,
áður Kronprins Fredrik,
keppinautur Gullfoss í Is-
landssiglingunum um áraPil,
Prann i Rauðahafinu. Á annaö
þúsund manns, „pílagrímar“,
voru um borð, og rúmlega
100 fórust. M.S. „Mecca“
(áður Gullfoss) var nýfarinn
frá Jeddah, er eldsvoöi
braust út; áður en skipið rak
að landi tókst að bjarga
áhöfn og 1200 farþegum
(„pilagrimum"). Það er und-
arleg tilviljun, að þessi skip,
er um árabil voru keppinautar
i islandssiglingunum, skildu
siðar takast á við sömu verk-
efni undir suðrænni sól, og
örlögin verða þau sömu með
nokkra vikna millibili. Að
sjálfsögðu var farþegafjöld-
inn 5—6 faldur miðað við
þann fjölda farþega, er skipin
fluttu á vorum norðlægu slóð-
um.
Gömlu keppinautarnir
Kronprins Fredrik og
Gullfoss, áður en þeir
hlutu nöfn m/s Patra
og m/s Mecca.
Danir stöðvuðu 56
kaupskip
Sl. ár stöðvaði danska sigl-
ingamálastofnunin 56 kaup-
skip, vegna lélegs ástands.
Danska siglingamálastofn-
unin er eitt af 14 Evrópurikj-
um í Port State Control-
ordning. Fulltrúar siglinga-
málastofnunar athuguöu 380
erlend kaupskip, frá 41 landi.
Um borð í 56 kaupskipum var
ástandiö svo slæmt, að þau
voru stöðvuð uns bætt hafði
verið ur hlutunum. Það vakti
athygli, aö ekkert af skipum
frá Liberiu var stöðvað.
Enn fækkar skipum
undir norska
fánanum
Fyrstu 11 mánuði ársins
1985 fóru 228 skip undan
norska fánanum. 49 kaup-
skipanna veröa áfram í eigu
Norðmanna, en undir erlend-
um fánum. 119 skip voru seld
öðrum, og 60 skip voru seld i
brotajárn. Á árinu 1985 pönt-
uðu norskir útgerðarmenn 30
skip að verðmæti 5 millj. n.kr..
„Systurnar sjö“ draga
saman seglin
Olíufélögin sjö B.P. Chev-
ron, Exxon, Gulf, Mobil, Shell
og Texaco hafa selt í brota-
járn 386 tankskip, 31,1 millj.
tonn dw., á sl. 10 árum. Með-
alaldur skipanna var 14,5 ár,
og meðalstærðin 80.500
tonn dw..
40% af þýska
kaupskipaflotanum
undir „þæginda-
fánum“
40% af þýska kaupskipa-
flotanum, siglir i dag undir
„þægindafánum". Yfirmenn,
eru þýskir, en undirmenn yfir-
leitt frá Filippseyjum.
Sanko Line stokkar
upp spilin
Að afloknum gjaldþrota-
skiftum, tókst Sanko Line að
halda 130 skipum. Flest eru
skipin lausafarmskip (bulk-
carriers), en nokkur áætlun-
arskip og tanskip eru einnig
eftiríflota Sanko.
Hvaða fáni er
ódýrastur?
Kyrrahafseyjan Vanuatu
hefur lækkað skráningar-
gjöldin um 30%, í samkeppni
við Panama og Líberiu.
Norðursjórinn styður
danskt efnahagslíf
Norðursjórinn lét Dönum i
té 2,9 millj. tonna af oliu s.l.
ár. 1986 er áætluninn að fá
um 4 milljónir tonna. 1987 er
áætluninn 4,4 millj. tonna. Við
þetta bætist svo gasvinnslan,
og verða Danir trúlega með
ca. 65% af eigin neyslu á
þessum vörum á eigin hendi.
Þá reikna þeir með að geta
sótt 10—15% af orku i vind-
inn, en Danir flytja út mikið af
vindmyllum, aðallega til
U.S.A..
Sigurbjörn
Guðmundsson
stýrimaður
VÍKINGUR 25