Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Qupperneq 30
FRÍVAKTiri
30 VÍKINGUR
Af gulnuðum blöðum
Frá einum ...
Salomon Einarsson í
Kópavogi sendi Frívaktinni
bréf nýlega og er tilefnið
nokkrar gamlir og góðir hús-
gangar, sem birtust í dökk-
bláa kassanum í 1. tbl.
þessa árs. Fyrsta vísan, sem
Salomon sendir, er eftir Sím-
on Dalaskáld.
Ingibjörg er ágæti,
allar raunir léttir,
sefur fyrsthjá Simoni
og sínum manni á eftir.
Svo segir orörétt í bréfinu:
Þá eru tvær fyndnar vísur
gamlar, en ekki veit ég um
höfund þeirra. Kveðnar í elli
og gætir þar eftirsjár og
trega:
Ungum var mér ekki rótt,
eldurbjó íholdi.
Átta hopp á einni nótt
ég ágætlega þoldi.
Út er runniö æsku skeiö,
illa svefn ég festi,
efégfæ mér eina reiö
á átta nátta fresti.
Loks er smá frásögn. Það
var á þeim gömlu, góðu sild-
arárum aö saga þessi gerðist
i norðlenskum síldarbæ. Pilt-
ur og stúlka gengu saman út
úr bænum og fram i dal, þar
sem þau fóru í ástarleik. En
ekki vildi til betur en svo að
þau gátu ekki aðskilist. Varð
að flytja þau þannig ásigkom-
in til læknis. Læknirinn var
gamansamur maður og hag-
yrðingur i besta iagi. Um
þetta orti hann:
Brátt sig drógu afbrautinni,
beggja hlógu sinni.
Náralóan lokaöi
iærakjóann inni.
Lá á hnjánum hraunfastur
hann á sáningsgrunni.
Stórt var lán aö Steingrímur
stinga upp skrána kunni.
.. .og öðrum
Annar vinur Frívaktar-
innar, Óskar Einarsson,
sendi langt bréf, sem birtist
nú aö hluta, en meira seinna.
Eldri maður var starfsmað-
ur RARIK. Hann sat eitt sinn
að morgunverði, þegar ung
stúlka settist við hlið hans, á
brjóstahaldara einum fata að
ofan. Félagar þess roskna
spurðu hann hvort þetta hefði
ekki áhrif á hann. Sá gamli
svaraði:
Hold er mér hætt aö rísa,
horfnar þær náöargjafir.
Nakin þó nátgist skvísa
niöur hörmungin lafir.
Ekkert fær þar um þokaö,
þaö get ég mælt meö sanni,
lifsdyrum öllum tokaö
og læst fyrir gömlum manni.
Maður heyrði á tal kvenna,
þar sem þær voru að vand-
ræðast yfir þarnafötum, sem
mætti henda, þar sem ekkert
væri þarnið. Hann sagði:
Glögg á sliku geri ég skil,
geymiö þiö fatadótiö.
Ég skal búa barniö til
bara efþiö skaffiö mótiö.
Hermann Stefánsson (frá
Kleifum) þingfréttaritari út-
varpsins orti eftirfarandi
limru:
Aö hreykja sérhátt, þaö ersiöur
sem hérmá sjá oft, þviermiöur.
Þaö er glæsilegt oft,
er menn gnæfa viö loft,
hitt er slæmt ef þeir ná ekki niöur.
— Hversvegna hættir þú i
síðasta skipsrúmi?
— Vegna veikinda.
— Veikinda? hvaða veik-
inda?
— Kallinn hafði ofnæmi
fyrir mér.
Hann skilur vist ekki spænsku.
Tviburar fæddust og Pési
litli í næsta húsi kom að lita á
þá, þar sem þeir lágu hvor i
sínum enda í vöggunni.
— Ja hvur skollinn, þeir
eru eins og spaðakóngurinn,
með haus á báðum endum.
— Þú röflar og rífst um aö
ég drekki of mikiö. En þú
sagöir ekkert þegar þú keyptir
pels fyrir tómu fiöskurnar.
Gvendur var geldkall —
virkilega staðfastur pipar-
sveinn. Honum leið ágætlega
með það, en þær aðstæður
sköpuðust stöku sinnum að
hann óskaði sér kvenlegrar
hjálpar svo mikið að við lá að
hann öfundaði kvænta vini
sína. Eitt allra versta verk
sem hann varð að vinna var
að troða tvinna í gegnum nál-
arauga. Eftir mikið umstang
tókst honum um daginn að
þræða nálina — hann þurfti
að festa i sig tölu — og að því
loknu dæsti hann:
Þar sparaði ég mér konu
einu sinni enn.