Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Síða 34
Þorkell
Sigurlaugsson.
Leiguskip á ís-
lenska flutnínga-
markaðnum hafa
verið talsvert í
sviðsljósinu að
undanförnu, enda
ekki ástæðulaust.
Leiguskip eru nú
mörg í siglingum
fyrir íslendinga og
flest mönnuö út-
lendingum. íslensk-
ir sjómenn vilja fá
þessi störf, og hafa
til þess gild rök, en
útgerðarmenn hafa
líka rök. Hér á eftir
fara greinar um
máliö frá báðum
hliðum. Þorkell Sig-
urlaugsson for-
stööumaður áætl-
unardeildar Eim-
skips og varafor-
maður Sambands
íslenskra kaup-
skipaútgeröa segir
frá rökum útgerð-
anna, en Ari Leifs-
son formaður Stýri-
mannafélags ísl.
heldur uppi merki
sjómanna.
34 VÍKINGUR
Siglingar leiguskipa
á íslenska flutingamarkaönum
Undanfarin ár hefur alltaf öðru hverju vaknað umræða um erlend leiguskip hér á
landi, og réttmæti þeirra. Hafa mismunandi ástæður legið að baki þessari umræðu
svo sem verkefnaleysi íslenskra skipa, atvinnuleysi sjómanna eöa jafnvel að um
gjaldeyrissóun sé að ræða.
Umræða þessi hefur yfirleitt farið fram í fjölmiðlum, á samningafundum eða í
tengslum við einhverjar uppákomur eða aðstæður í þjóðfélaginu á hverjum tíma.
Um þessi mál hefur oft verið fjallað af takmarkaðri þekkingu og málið ekki verið
skoðað í heild sinn.
Mun ég hér gera nokkra grein fyrir þessu máli til að útskýra hverjar ástæður eru
til þess að íslenskum kaupskpitaútgerðum er nauðsynlegt að reka að vissu marki
erlend leiguskip.
Siglingar eru frjálsar
Islensk kaupskipaútgerð
býr við þá sérstöðu umfram
margar aðrar atvinnugreinar
hér á landi, að hún lifir i al-
þjóðlegu umhverfi og býr ekki
við innflutningsvernd, kvóta-
kerfi, niðurgreiðslur eða ýmis
konar höft. Kaupskipaútgerð
býr ekki við leyfisveitingar,
enda gildir sú grundvallar-
regla í alþjóðasiglingum, að
þæreru frjálsar.
Eitt riki getur tæplega tak-
markað eða sett einhver skil-
yrði um siglingar skipa. Við
búum við þá ánægjulegu
staðreynd að islenskar út-
gerðir annast flutninga á yfir
90% af okkar inn- og útflutn-
ingi að frátalinni oliu og súráli
til Álverksmiðjunnar.
Telja verður að þrátt fyrir
erfiðleika í útgerð undanfarin
ár hafi tekist að byggja upp
hagkvæmt flutningakerfi og
beita nútimaflutningatækni i
siglingum til og frá landinu og
hér innanlands.
Þótt það sé ekki öllum Ijóst,
þá er ein megin skýringin sú,
að undanfarin ár hafa veriö
tekin upp ný vinnubrögö við
uppbyggingu flutningakerfis-
ins. Horfið hefur verið frá því
að kaupa alla hluti, bæði
gáma, tæki og skip. Afkoman
hefur einfaldlega ekki leyft
slikt, en til að framþróunin
gæti haldið áfram hefur í vax-
andi mæli verið aflað nýrra
tækja með leigusamningum
af ýmsu tagi.
Á áttunda áratugnum
kepptust menn við að fá leyfi
til að kaupa skip. Þá tak-
mörkuðu stjórnvöld oftlega
möguleika útgerða á að
kaupa skip og rikisforsjá var
alls ráðandi. Verðlagseftirlit
boðaði núll stefnu þar sem
ekki mátti sjást hagnaöur og
á sama hátt skömmtuðu
verðlagsyfirvöld tekjuhækk-
anir þegar taprekstur var. Þá
var það oft fremur stjórn-
málaástand og velvild stjórn-
valda sem réði þvi hvort mikiö
eða lítiö var keypt af skipum,
eða hvort afkoma útgerða var
góð eða slæm. Þróunin var
hægari, og þegar skip var
keypt voru allar likur á því að
það yrði rekið a.m.k. i 10—15
ár. í dag er þróunin miklu örari
og sú stærð eða gerð af skipi
sem hentar í dag getur þess
vegna verið óhagkvæm eftir
eitt eða tvö ár.
Útgerðir sem hafa farið
verst út úr ástandinu undan-
farin ár eru þær sem hafa
fjárfest mikið i skipum og
ekki aðlagað sig að mark-
aðsaðstæðum hverju sinni.
Skipastóll í siglingum
hér á landi
Fjöldi skipa í íslenska
kaupskipaflotanum hefur lítið
breyst á undanförnum 10
árum. Skipin voru flest árið
1979, 52 aö tölu. Nú eru
tæplega 50 skip í kaupskipa-
flotanum.
Fjöldi áætlunarskipa hefur
einnig vaxið á tímabilinu úr 7
skipum árið 1974 i um það bil
15 skip i dag.
Lestarrými flotans hefur
aukist jafnt og þétt á timabil-
inu eða um u.þ.b. 30% á 10
ára timabili. Burðargetan í
gámum talið hefur aftur á
móti aukist talsvert meira.
Verðmæti skipastólsins er
líklega um 40 milljónir
Bandarikjadollara eða um
1.600 milljónir króna.
Verðfall skipa hefur verið
talsvert mikið, en væri stórum
meira ef útgerðir hefðu fjár-
fest mikið í skipum undnafar-
in ár. Telja verður að varfærn-
isleg fjárfesting flestra út-
gerða hafi komið i veg fyrir
meiriháttar áföll i útgerö hér á
landi þótt á því séu vissulega
undantekningar.