Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Síða 35
Leiguskip
Skilgreining á
erlendum
leiguskipum
Erlend leiguskip hafa alla
tiö verið i siglingum til og frá
landinu. Áætla má að yfir
80% af flutningum til og frá
landinu og innanlands fari
með skipum mönnuðum ís-
lenskum áhöfnum, og hefur
þetta hlutfall verið svipað
undanfarin ár.
Flokka má erlend leiguskip
upp i þrjá aðalflokka.
1. Farmleiguskip. Skip tekin
í eina eða fáar ferðir til að
sinna ákveðnu verkefni.
Flest leiguskip eru í þess-
um flokki og eru tekin
aðallega til að flytja stór-
flutningavörur s.s. fiski-
mjöl, byggingarvörur, salt,
afurðir og hráefni til stór-
iðju o.fl..
2. Tímaleiguskip. Leiguskip
tekin til ákveðins tima,
aðallega nokkurra mán-
aða. Þessi skip eru eink-
um i áætlunarsiglingum
eða í föstum verkefnum á
sviði stórflutninga.
3. Þurrleiguskip. Þessi skip
eru á sama hátt og tima-
leiguskip tekin til ákveðins
tima, yfirleitt til lengri tima
en eins árs. Þessi skip
hafa aðallega verið i áætl-
unarsiglingum. Þau eru
mönnuð íslenskum áhöfn-
um og leigutakinn ber al-
gjörlega ábyrgð á rekstri
og viðhaldi skipsins eins
og um eigiö skip væri aö
ræða.
Það er i sjálfu sér ekki eftir-
sóknarvert að vera með er-
lent leiguskip í rekstri með
erlendri áhöfn, þar sem slíkt
hefur ýmsa ókosti í för með
sér. Ýmsar ástæður gera það
þó í mörgum tilfellum óhjá-
kvæmilegt og hagkvæmt.
Markaðsverð erlendra leigu-
skipa hefur veriö mjög lágt
vegna kreppu í alþjóðasigl-
ingum og skipaeigandi verður
að sætta sig við markaðsverð
án tillits til rekstrarkostnaðar.
Enginn getur þannað erlend-
um kaupanda fiskimjöls,
frysts fisks eða annarra sjáv-
arafurða eða stóriðjuvara,
svo dæmi sé nefnt, að senda
hingað skip til að lesta þá
vöru sem hann kaupir. Sama
gildir um innflutninginn.
Enginn getur bannaö selj-
anda vöru til Íslands að
senda hignaö erlend leigu-
skip.
Yfirgnæfandi meirihluti
þeirra leiguskipa sem sigla til
og frá landinu er timabundin
leiguskip, tekin i eina eða
fáar ferðir vegna flutninga á
vörum sem m.a. var áður
minnst á. Skipamiölarar eða
skipafélög útvega þessi skip
fyrir farmeiganda eða farm-
kaupanda og ræður þar verð,
framboð og eftirspurn mark-
aðnum. 'lslenskar utgerðir
hafa ekki tök á þvi að eiga
skip af réttum stærðum og
gerðum til að anna hinum
margvíslegu flutningaþörfum
hvernær sem er og hvert sem
er. Til þess er markaðurinn
allt of litill og margbreytilegur.
Leiguskipanotkun
eðlileg að vissu marki
Skal nú gerð grein fyrir þvi
hverjar eru helstu ástæður
þess, að erlend leiguskip
hafa verið i siglingum til og
frá landinu þótt í litlum mæli
sé.
Mismunandi
flutningaþarfir
Skip islenskra útgerða
henta ekki i öllum tilvikum við
Eimskip er með tvö er-
lend leiguskip með er-
lendum áhöfnum,
annað i strandsigling-
um og hitt i Norður-
Atlantshafssiglingum.
Flutningsmagn á þess-
um leiðum tekur mikl-
um breytingum og
skipti á skipum tíð.
VÍKINGUR 35