Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Side 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Side 49
Á nýjum stofn. Við Noreg er hún dreifð norður til Þrándheimsfjarðar en sjaldséð þar fyrir norðan. Hún er sjaldséð við Færeyjar þar sem hennar varð fyrst vart árið 1951 og við island er hún ekki algeng heldur en hér fannst húnfyrstárið1914. Veiöar Sandhverfu afli undanfar- inna ára hefur verið frá 6200—8200 tonnum á ári. Aðalveiöisvæðin eru í Norð- ursjó þar sem aöalútþreiðslu- svæði hennar er eins og þeg- ar hefur verið minnst á og er meira en helmingur alls afl- ans tekinn þar. Þá veiðist sandhverfan í Ermarsundi, við strendur Irlands, i Biskaja- flóa, við Portúagl, í Kattegat og Skagerak, i Eystrasalti og viðar. Aðalveiðiþjóðirnar eru Hollendingar og taka þeir 45—50% aflans, Danir, Frakkar, Englendingar, Belg- ir, írar auk fleiri þjóöa. Sandhverfa við ísland Á skrá hjá Hafrannsókna- stofnuninni eru 59 sand- hverfur sem vitað er um að veiðst hafa hér við land á árunum 1914—1985 en kunn- ugt er um aö fleiri hafa veiðst án þess að þær hafi lent á skrá hjá Hafrannsóknastofn- uninni. Frá 1914 og fram að heimsstyrjöldinni siðari voru skráðar 9 sandhverfur en vit- að er um fleiri sem veiddust. Sú fyrsta veiddist í botnvörpu á Selvogsbanka I apríl árið 1914. Engar sandhverfur eru á skrá 1939—1955 en frá 1956—1985 hafa 50 veriö bókfærðar. Flestar hafa veiðst við suðurströndina en engin undan vestanverðu Norðurlandi (mynd 2). Ókunnugt er um fundarstað einnar sandhverfunnar. Einsog getið hefur verið þá er sandhverfan sjaldan veidd á meira dýpi en 80 metrum en þær 59 sem hér hafa veiðst hafa fengist á 7 — 229 metra dýpi, þar af sjö á meira en 80 metra dýpi, sex á meira en 100 metra dýpi og ein á meira en 200 metra dýpi. Lengd þeirra sandhverfa sem hér hafa veiðst hefur verið 43—77 cm og aldur 4—15 ára. Aðeins 16 hafa verið kyngreindar og voru 5 hængar 43—60 cm lángir og 11 hrygnur44—74 cm langar. Enda þótt einhverjar þeirra sandhverfa sem hér við land eru kunni að hrygna — og reyndar hefur veiðst ein hrygna alveg komin aö hrygn- ingu (Faxaflóa, ágúst 1982) svo og einn hængur á svip- uðu stigi (Meðallandsbugt, maí 1985), þá er hæpið að nokkuö komist á legg af þvi enda hefur aldrei fengist egg, seiði né ungfiskar hér viö land. Þær sandhverfur sem hér veiðast eru flækíngar sennilega komnir úr Norður- sjó um Færeyjar o.s.frv. Helstu heimildir Bjarni Sæmundsson. 1926. Fiskarnir. 1949. Marine Pisces. Zoology of lce- land 4(72). Ehrenbaum, E. 1936. Nat- urgeschichte und wirts- chaftliche Bedeutung der Seefische Nord- europas. Handbuch der Seefischerei N. Europas. Gunnar Jónsson. 1968. Sitthvað um sjaldgæfa fiska. Náttúrufr. 37 (3—4). 1983. íslenskir fiskar. Wheeler, A. 1969. The Fishes of the British Isles and North-West Europe. Auk þess: Bulletin statisti- que des Peches mari- times 61—67 (1976-1982) 1979-1985. Sandhverfa, Psetta maxima, á íslandsmið- um. VÍKINGUR 49 miöiim

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.