Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Síða 51
MIKILVÆGAR MARKAÐSFRÉTTIR ÚR PACIFIC FISHING
LÚÐA. Árið 1986 mætti kalla ár haukalóðar ef
spár um lúðuafla rætast. Áætlað er að stofninn
sé nægilega sterkur til að veiða megi 32000
tonn árið 1986, sem er all miklu meira en árið
1985, en þá var leyfð veiði i British Colombia
og Alaska 25000 tonn. Yfirstjórn veiðanna er í
höndum lúðunefndar sem telur að hæfilegt sé
að veiða allt að 32000 tonnum árlega. Lúðu-
stofninn hefur verið vaxandi á undanförnum
árum sem hvað mega þakka góðri stjórnun, og
góöum aðstæðum i sjónum á svæöinu. Nefnd-
in mun sennilega leyfa veiöar siðast i april eða
i byrjun mai þótt sumar vinnslustöðvar vilji
helst byrja í fyrri hluta apríl, vegna skorts á
lúðu. Birgöir af frystri lúðu voru i lok nóvember
s.l. aðeins 3600 tonn, en í nóvember 1984 um
helmingi meiri eða 6300 tonn. Reiknað er meö
að verð uppúr skipi verði i byrjun vertíðar að
minnsta kosti 84 kr/kg sem er verulega betra
en siðasta ár þegar 50 kr. fengust fyrir kg i ver-
tiöarbyrjun. Liklegt er að verðiö nú muni lækka
eitthvað þegar liður á vertiðina vegna þess hve
kvótinn er hár. En þar sem lúöubirgðir eru
engar er jafnvel líklegt að svo fari ekki.
SÍLDARHROGN. Verð á síld upp úr sjó er nú í
San Francisco flóa 42 til 63 kr/kg. Hrogna-
magn er 11,2% til 12,8% af þunga síldarinnar.
Þetta verð sýnir að þúist er viö minnkandi
framboði á síldarhrognum á vesturströnd
Ameríku á þessu ári.
suða 3,2 miljónir kassa á móti 4,1 miljón árið
1984. Heildsöluverð á niðursoðnum laxi er
hækkandi. Litil hreyfing hefur veirð á markaði
fyrir frystan lax. Sumir kanadiskir laxa útflytj-
endur hafa lækkað veröið til að reyna að selja
eitthvað. Birgðir af frystum laxi í Bandaríkjun-
um voru 29300 tonn 30. nóvember 1985,litil-
lega minni en i október sama ár, en þá voru
þær 30200 tonn. ’l nóvember 1984 voru birgöir
af frystum laxi 28000 tonn.
TÚNFISKUR. i desember 1985 var innflutning-
ur til Bandaríkjanna á niðursoðnum túnfiski i
vatni orðinn meiri en 91900 tonn og er það
aukning um 29% frá árinu 1984.
ALASKAUFSI. Kynningarherferð sú sem út-
gerðarmenn verksmiðjutogara i Alaska
ákváðu á siðasta ári að hefja i Bandarikjunum
er nú hafin. Fyrirtækiö Highliners í Seattle hef-
ur tekið að sér að gera heppilega rétti úr ufs-
anum.
Fyrirtækiö vinnur úr Alaskaufsanum ýmsa
hakkaða rétti sem starfsfólk i verksmiðjum er
siðan fengið til að bragða á. T.d. hefur verið
búin til þykk súpa (chowders) og ofnbakaður
réttur sem búinn er til á sama hátt og ítalski
kjötrétturinn lasagnas. Highliners er að reyna
að vekja áhuga matvælaframleiðenda á þessu
hráefni. Heildsöluverð á hökkuðum Alaska-
ufsa er nú 30—34 kr/kg.
LAX. Birgðir verða liklega minni á þessu ári
þar sem búist er við minni veiði nú en á árinu
1985. Gert er ráö fyrir að 14 milljón fiskar end-
urheimtist við Fraser River (B.C.) og af þeim
verði 9,5 miljónum slátrað, en 1985 var 13,3
miljónum fiska slátrað viö Fraser River. Talið
er að viö Alaska verði samsvarandi minnkun. Á
miðri vertíðinni er gert ráð fyrir að 138 miljón
fiskum hafi verið slátrað samanborið við 145
miljónir 1985. ’l Bristolflóa i Alaska er gert ráö
fyrir að slátrun minnki mest eða verði á þessu
ári 12,1 miljón fiskar á móti 24 miljónum 1985.
Framboð frá laxeldisstöðvum eykst stööugt og
einn minniháttar seljandi eyddi nýlega 1 miljón
króna í athugun sem gaf til kynna að eyða
þyrfti 126 miljónum króna áður en hagnaður
yrði.
Nokkrir laxabændur frá Skandinavíu réðu
nýlega ráðgjafa i mið-vestur rikjunum til að
athuga markaðinn. Niðursoðinn lax varð 21%
minni áriö 1985 en 1984. Áriö 1985 varð niður-
SARDÍNUR. Sardinuveiðar voru leyfðar i Kali-
forníu 1. janúar 1986 og hámarksframleiðsla
má vera allt að 1000 tonnum. Þetta gefur til
kynna að sardínuveiöar séu aftur að hefjast
við Kaliforniu, en þær voru i eina tiö uppistað-
an í fiskveiðum rikisins. Hvaða þýðingu sard-
ínuveiðar hafa nú fyrir Kaliforniu er ekki Ijóst
því niðursuöuiðnaðurinn virðist alls ekki hafa
áhuga á sardinum, þó er einhver markaður fyrir
hinar heföbundnu ávölu eins punds dósir.
KÓNGAKRABBI. Visindamenn frá Alaskahá-
skóla hafa lokið rannsókn sinni á snikjuhrúð-
urkarli sem sýkir flestar tegundir af Alaska
kóngakrabba. Hrúðurkarlinn veldur þvi að
bæði karl- og kvenkrabbar verða ófrjóir. Vis-
indamennirnir leggja til aö engum sýktum
krabba verði sleppt i sjóinn aftur. Með þvi móti
mætti draga úr því að snýkjudýrið bærist á milli
krabba, en snýkjudýr þetta er hættulaust
mönnum.
VÍKINGUR 51