Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Page 57
Hér oé nú
Fréttaskýring
Gallar kvótakerfisins
Kvótakerfiö hefur frá upp-
hafi verið umdeilt sem stjórn-
unarkerfi viö fiskveiöarnar.
Menn hafa skipst i andstæö-
ar fylkingar nokkuð eftir
landshlutum. Þeim fer nú
fjölgandi sem draga i efa
ágæti þessa kerfis, sem
stjórntækis við veiðarnar, eft-
ir því sem fundnar eru upp
fleiri leiöir til að komast fram
hjá kerfinu. Þær leiöir eru
orðnar margar eftir því sem
sjómenn segja. Eftirlit með
veiðunum er mjög takmarkað
vegna manneklu hjá sjávar-
útvegsráðuneytinu.
Framhjá vigt
Sjómenn viðurkenna að
svo og svo miklu af afla sé
landað framhjá vigt, þar sem
litið eða ekkert eftirlit sé með
þessu. í öörum tilfellum er
það svo að margar fisk-
vinnslustöðvar eiga báta
sjálfar og aflinn er vigtaður
hjá þeim.
Þá hafa komið fram fullyrð-
ingar i blöðum, um að löndun-
arskýrslur þeira skipa sem
sigla með aflann eða í gáma-
útflutningi séu falsaðar. Það
mál er nú i rannsókn.
í vetur hefur það verið haft
að gamanmáli hjá sjómönn-
um hvort þeir hafi verið að
landa þorski eða gulri ýsu,
eins og þeir kalla þaö. Gula
ýsan er auðvitað þorskur,
sem gefinn er upp sem ýsa,
þá daga sem bátar á sóknar-
marki mega ekki veiða þorsk.
Þáfullyrða sjómenn einnig að
ýmsar aðrarfisktegundir, svo
sem ufsi og langa, hafi fengið
á sig gulan lit. Hér er auðvitað
um alvarlegt mál að ræða, ef
nota á kvótakerfið sem
stjórnun við fiskveiðarnar til
aflatakmörkunar. Það er litil
hætta á að sjómenn séu að
skrökva þessum sögum upp
á sjálfa sig. Þeir hafa einfald-
lega fundið út leiðir til að
komast fram hjá kerfi sem
þeir telja ósanngjarnt og
gagnslaust.
Fiski hent
Sjómenn hafa einnig viður-
kennt opinberlega að þeir
hendi miskunnarlaust léleg-
um fiski, til þess að skerða
ekki kvóta sinn. Sjómenn á
Snæfellsnesi sögðu að dauö-
ur fiskur hefði flotið um allan
sjó á vertíðinni i fyrra, eftir
brælur. Menn hirtu einfald-
lega ekki 3 nátta fisk. Reynd-
ur skipstjóri i Ólafsvik sagö-
ist aldrei hafa vitað til þess
fyrr en i fyrra að minni afli
bærist á land eftir að net
höfðu legið 3 næstur i sjó en
eftir eina nótt. Aftur á móti
hefur ekki reynt á þetta fyrir
vestan á þessari vertið vegna
þess að gæftir hafa verið
með eindæmum góðar.
Kvótakerfið hreinlega býður
uppá að þetta sé gert og ef til
vill er þetta eitt mesta og
stærsta gatiö í kvótakerfinu
sem stjórntæki við fiskveiö-
arnar til að takmarka afla.
Gámaútflutningur
Útflutningur á fiski i gámum
fer mjög vaxandi. Þegar land-
að er í gáma er fiskurinn ekki
vigtaður hér á landi, heldur er
vigtað uppúr gámunum er-
lendis. Vitað er að fiskurinn
rýrnar umtalsvert á leiðinni,
því allir sem nálægt fisk-
vinnslu hafa komið vita að
fiskur rýrnar mjög mikiö á
fyrsta sólarhring. Þeir sem
fengist hafa við gámaútflutn-
ing segja að rýrnunin sé á bil-
inu 10% til 20% og fer nokk-
uð eftir þvi hversu vel og
skynsamlega er ísað í kass-
ana.
Ef tekið er meðaltal af
þessu og sagt að rýrnunin sé
15%, þá getur bátur með 500
tonna kvóta tekið 575 tonn
vegna rýrnunarinnar og þá
nær kvótakerfið ekki lengur
tilgangi sinum. Afli þeirra
báta sem landa til fisk-
vinnslustöðva hér er vigtaður
um leiö og honum er landað,
þannig að sá bátur tekur því
15% minni afla úr sjó en sá
sem selur út i gámum.
Hvaö er til ráöa?
Sjálfsagt eru flestir á þeirri
skoöun að nauðsyn beri til að
takmarka veiöarnar, en þá
vaknar sú spurning hvað sé
til ráða fyrst kvótakerfið dug-
ar ekki. Færa má að þvi rök
að með stórauknu eftirliti sé
hægt að láta kvótakerfið skila
þeim árangri sem að er stefnt
með því. Reyndir menn hafa
bent á aörar leiðir og þykir
mörgum sú leið að fækka
úthaldsdögum togaranna i
hverjum túr vænleg. Þeir hinir
sömu hafa einnig bent á að
fækka eigi netum hjá neta-
bátunum og að skikka þá til
að taka net sin upp á föstu-
dögum og leggja þau ekki fyrr
en aftur er róið að kvöldi
sunnudags. Þeir sem benda
á þessar leiðir benda jafn-
framt á að þessi aðferð
myndi einnig skila mun betra
hráefni að landi en aðrar að-
feröir.
Hvort sem menn vilja taka
þessa aðferð upp eða ein-
hverja aðra er Ijóst að kvóta-
kerfiö i núverandi mynd, og
með þvi litla eftirliti sem nú er,
nær ekki markmiði sínu og
annað þarf að koma til.
— S.dór.
Sigurdór
Sigurdórsson
blaðamaður
... hvort þeir hafi
veriö að landa
þorski eöa gulri ýsu.
Gula ýsan er
auövitaö þorskur
sem gefinn er upp
sem ýsa, þá daga,
sem bátar á sóknar-
marki mega ekki
veiöa þorsk.
VÍKINGUR 57