Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Side 21
VIKINGUR fyrir: Það er ekki hægt að koma með neinar útskýringar eða finna skynsam- leg rök fyrir þessum hlutum, því það er engin útskýring til. Það eru allir með puttana í fiskveiðistjórnuninni. Flestir hafa ekkert með það að gera að hafa engan skilning á fiskveiðum yfirhöfuð. Við skulum líka hafa það í huga að sjávarútvegur er svo lítið brot að þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna og þeir geta leikið sér að því að setja hann á hausinn án þess að það skipli þá nokkru máli. Það skiptir stjórn- málamenn og þjóðina sáralitlu hvort við erum þarna að fiska eða ekki, þótt það komi náttúrulega illa við menn eins og mig og fjölda annarra þegar svona er staðið að fiskveiðistjórnun. Eg spái því að um ófyrirsjánlega framtíð verði engar fiskveiðar eins og við vorum vanir fyrir nokkrum árum.“ Mannslíf metin minna en líf sels „Við getum tekið dærni um þá geð- veiki sem viðgengst í náttúruverndar- málum í Bandaríkjunum, landinu þar sem þú getur fengið 25 þúsund dollara sekt fyrir að trufla síðdegisblund sjáv- arspendýrs. í Seattle, þar sem ég bjó um tíma, er stór á sem gengur inn í borgina og hún var full af laxi. Það er laxastigi upp ána og það eru bara nokkur ár síðan maður gat gengið niður að bakkanum og rennt fyrir fisk. Seattle-búar voru mjög stoltir af ánni og höfðu byggt skipastiga með glugg- um út í hana þar sent skólakrakkar, ferðamenn og aðrir komu til að horfa á fiskinn synda og stökkva upp stig- ann. Síðan komu nokkrir selir inn í stig- ann og þeir átu laxagönguna gjörsam- lega upp, bitu bara kviðinn úr. Það var í blöðunum núna úti að á þessu ári hefði einn lax komið upp stigann - einn einasti lax - og þeir voru þarna í tugþúsundatali áður. Það mátti ekki skjóta selina og það mátti ekki styggja þá. Fiskifræðingar handsömuðu sel- ina, settu á þá staðsetningarbúnað og fóru með þá alla leið suður til San Diego, sem er rétt við landamæri Mexíkó, - þetta kostaði hálfa milljón dollara. Það tók selina sex daga að koma til baka, sem þýðir að þeir syntu að jafnaði með tíu mílna hraða - þeir voru fljótari í förum en báturinn minn! Það fór alla leið fyrir banda- ríska þingið hvort ekki mætti drepa selina, en þá var það orðið of seint því það er enginn lax eftir. Fiskifræðing- unum sem sáu um flutningana á sel- unum var hótað lífláti ef það sæi á einum sel. Svo fólk á Islandi skilji hugarfarið sem ríkir þarna úti er hægt að benda á að þegar sel, sem hafði verið skotinn, rak á fjörur fyrir skömrnu var átta þúsund dollurum lofað hverjum þeim sent fyndi „sels- morðingjann". Sama dag var átján ára stúlku misþyrmt kynferðislega og hún hengd úti í garði. Þeim sent gæti bent á morðingjann var lofað eitt þúsund dollurunt! Svona er brjálæðið! Mannslífið er metið minna en selslíf þarna. Selurinn er búinn að taka yfir rnargar hafnir og það má ekki anda á hann. Selurinn er farinn að sjást í ám allt að 40 sjómílur inni í landi. Greenpeace heimsótti mig einu sinni og ég hafði mikla ánægju af því. Hins vegar var ánægjan öll mín og ég á ekki von á að sjá þá í bráð - held að þeir hafi teiknað stóran rauðan hring utan um hverfið rnitt á kortinu sínu og korni aldrei aftur! Það bankar einhver á hurðina hjá mér og fyrir utan stendur lítill rindill með stóra bók með rnynd af hvölum á kápunni. Eg vissi nátt- úrulega hvað klukkan sló svo ég býð manninum inn og segi: Mikið ertu með fallegar myndir þarna. Mann- grýlan óð á súðum um hvalveiðar og ég stend upp og loka dyrunum fyrir aftan hann. Eg segi manninum að hann vanti rnyndir af hvalbátunum sem sukku í Reykjavíkurhöfn. Já, já sagði hann og þá lét ég hann hafa það í eitt skipti fyrir öll. Sagði honum mína skoðun á hvalveiðum, selveið- um og sjálfsákvörðunarrétti þjóða og þeirri hryðjuverkastofnun sem hann væri í. Síðan sagði ég við hann: Þarna varð þér á í messunni vinur. Þú ert í vitlausu húsi á vitlausum tínra og það veit enginn að þú ert hér. Það er stór garður á bak við húsið og ég hefði ekkert á rnóti því að grafa þig þar! Greyið stóð upp við dyrnar og ég heyrði hnén á honum skjálfa. En ég sleppti mannkertinu, opnaði hurðina og lleygði honum út þannig að hann rúllaði niður gangstéttina. Þetta er mín skoðun á þessum samtökum." Samviskubit B andaríkj amanna „Þeir einu sem veiða eitthvað af sel og hval eru frumbyggjar Alaska. Þeir eru einu mennirnir í öllum heiminum sem rnega stunda hvalveiðar á sama tíma og það er alþjóðlegt hvalveiði- bann og enginn segir neitt við því. Þeir nrega veiða 15-30 svokallaða „hnúðuhvali" á þessu ári, en þeir eru í útrýmingarhættu og því eru þær veiðar ekki sambærilegar við hrefnu- veiðar Islendinga, miðað við vísinda- legar rannsóknir á stöðu hrefnu- stofnsins. Þetta verða íslendingar að vita og við eigum að krefjast þess að fá að veiða hval í friði fyrir öðrum á þeinr forsendum að við séunr frum- byggjar í okkar landi og að veiðarnar séu menningarleg og efnahagsleg nauðsyn fyrir þetta frumbyggjaþjóð- félag. Við höfum borðað lrval og Iifað á hvalafurðunt í 1.000 ár og við eigurn að veiða okkar hval áfrarn og éta hann. Ef Bandaríkjamenn vilja rök- ræða um þetta þá eigurn við að tala við þá á þeirn grundvelli að við séurn frumbyggjar í okkar landi og að við eigurn okkar rétt. Síðan getum við neglt það í heimspressunni að Banda- ríkjamenn sjálfir eru að veiða hvað sem er í útrýmingarhættu á hverju einasta ári í Alaska. Við geturn kallað þetta samviskubit Bandaríkjamanna. Þeir segja að frumbyggjarnir þurfi á þessum veiðurn að halda fyrir frum- byggjasanrfélag sitt. Ég hef horft á þá akandi á vélsleðum nreð bjórkassa aftaná á leiðinni á hvalveiðar, og svo drepa þeir seli, sæljón og rostunga líka. Bandaríkjamenn setja sjálfum

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.