Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Page 22
VÍKINGUR sér allt aðrar reglur en öðrum og hóta mönnum viðskiptastríði í allar áttir.“ Islendingar jafnvitlausir og Bandaríkjamenn? „Ég hef reynt að fylgjast svolítið með íslenska fiskveiðikerfinu. Helsti munurinn á stjórnun fiskveiða hér og í Bandaríkjunum er að íslenska þjóðin hefur góðan skilning á veiðum en ílestir Bandaríkjamenn vita sáralítið eða ekkert unt sjómennsku. Ég hélt því að það ætti aldrei eftir að koma fyrir að ég kæmi hingað og frétti að íslendingar væru farnir að henda fiski í sjóinn. Ég hélt að þetta gæti ekki gerst hér. Að íslendingar gætu orðið eins vitlausir og Ameríkanar, það er algjörlega botnlaust. En þetta er nákvæmlega það sem er að gerast og þegar menn eru farnir að henda fiskinum í sjóinn er alveg öruggt mál að það er óstjórn á fiskveiðum. Það skiptir engu máli út af hverju það er gert - það er einfaldlega til skammar að haga veiðunum þannig að menn hendi fiski í sjóinn. Það er rányrkja og ekkert annað og allir þeir sent standa að fiskveiðum á Islandi eiga að koma sér saman um að hætta því. Ég get ekki svarað því hvað á að gera. Spurningin er hvað á ekki að gera og það á ekki að henda verðmætum í hafið. Það verður að finna lausn á því máli. Ég fiskaði einu sinni með ágætis manni, hann heitir Guðjón Arnar Kristjánsson - Addi Kidda Gau. Hann sagðist vonast til þess að hann ætti aldrei eftir að fá það mikinn fisk að hann þyrfti að henda honum í sjóinn. Hann var mikill fiskimaður.“ Framtíðin „Nú sný ég bara alveg dæminu við og hætti að standa í þessu skuttogara- basli, - fæ mér lítinn bát með tvær rúllur. Það verður bara einn fiskur í einu og ekkert basl með trygginga- félög eða erlenda markaði. Ég ætla ntér að finna nýja markaði þarna í Kaliforníu. Vera á litlum bát og selja efnameira fólki þarna gæðafisk. Þetta hefur verið reynt, en ég ætla að gera smátilraun á þessum markaði í haust. Það er nóg til af rninni bátum þarna. Það er til að mynda búið að stoppa allar laxveiðar í Kaliforníu, Oregon og Washington og því eru margir smábátaeigendur farnir á hausinn. Það verður töluverður rnunur á þessu og að standa í hinni útgerðinni, að selja tvo kassa af fiski í staðinn fyrir 200 tonn! Ég held að tekjurnar verði síst lægri í þessu en að standa í hinu baslinu. Ég á bandaríska konu og tvær stelpur, ellefu og þrettán ára, og hef búið lengi úli, þannig að ég býst ekki við að snúa heirn í bráð. - Samt verð ég að viðurkenna að ég fæ mikla heimþrá þegar ég horfi á fjöllin!“ Viðtal og myndir.BB-Isafirði. Krtnglunnl. Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta. Eigum ávallt tilbúin lyfjaskríni fyrir vinnustaöi, bifreiöar og heimili. Almennur sími 689970. Beinar línur fyrir lækna 689935. Ný Islensk framleiðsla [MlNl/7/7 LnjlkJ Tryggir örugg afkös AJSTURBUGT 5 101 REYKJAVÍK SÍMI: 91 - 11777 FA<: 91-11751 líX^ ÁLFIAFELL HF. Saltarinn er úr ryðfríu stáli. Framleiddur hjá Vélsmiðju Þorsteins hf. í Grindavík. Þróaður með fyilsta öryggi og afköst í huga. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk ÁJftafells. 22 A

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.