Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Síða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Síða 6
Alyktun frá Sjómanna- félagi Reykjavíkur: Sýnum samtaka- mátt Sjómannafélag Reykjavíkur lagði fram ályktun, sem var samþykkt, á fundi stjórnar- manna aðildarfélaga ASf á höfuðborgarsvæðinu. Ályktun- in er á þessa leið: „Ríkisstjórn íslands virðist hafa það eina takmark að skerða kjör launamanna, gam- almenna, öryrkja og sjúklinga og nú á að fullkomna verkn- aðinn með því að lama verka- lýðsfélögin með nýrri atvinnu- löggjöf sem er til þess eins að styrkja atvinnurekendur í við- leitni þeirra til að halda laun- unum niðri í landinu. Nú er komið nóg af þessum ofsókn- um og mál að linni. Launþeg- ar, sýnum samtakamátt okkar og knýjum ríkisstjórnina til afsagnar." ■ Sigmar Björgvinsson rær Á grásleppu. Grásleppuvertíðin byrjar ekki vel, en það þýðir ekki rólegheit. Sigmar sagðist vera að hreinsa helvítis þarann, sem hann fékk í netin út af Gróttunni. Eiríkur Stefánsson á Fáskrúðsfirði um sjómannadaginn með og jafna sig um borð. Eins skrifa þeir upp á að þeir „Hjá okkur er þetta hefð- bundið; siglingar, kappróður og fleira, en það er varla hægt að treysta á að sjómenn séu með sveitir í kappróðri, - og það heilu togaraáhafnirnar. Þeir hafa smalað í sveitir á bryggjunni rétt áður en keppni hefst,“ sagði Eiríkur Stefáns- son, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarð- ar, um sjómannadaginn og það sem honum tengist. „Sjómennirnir taka ekki þátt f þessu, þeir vinna ekkert eða undirbúa, það er fólkið í landið sem gerir það. Sjómannadag- urinn er á röngum degi. Hann á að vera á laugardegi. Þetta er orðið fjölskylduhátíð, þar sem nær allir landsmenn taka þátt í hátíðahöldunum. Dans- leikurinn hér er til að mynda á sunnudegi og þeir sem þurfa í vinnu á mánudegi eiga erfitt með að mæta þar. Það er arfavitlaust að hafa sjómanna- daginn á sunnudegi. Ég óttast að það verði með sjómannadaginn eins og 1. maí, að það renni allur móð- urinn af. 1. maí er gjörsamlega ónýtur sem baráttudagur. Á flestum stöðum á landinu er búið að afleggja kröfugöngur og ekki haldið upp á daginn." „Áhöfnin á Klöru Sveinsdótt- ur kemur ekki heim á sjó- mannadaginn, við það verður ekki ráðið. Þeim ber ekki skylda til þess. Áhöfnin gerir samkomulag, eða hvað á að kalla það. Sjómenn eru farnir að skrifa undir hvað sem er. Á Klöru var skrifað undir pappíra fyrir stuttu, pappíra sem eru út í hött. Þetta voru ráðningar- samningar sem sjómennirnir skrifuðu undir af ótta við að missa plássin. I samningunum er meðal annars tekið á veik- indum. Þar segir að ef maður er veikur þegar skipið fer á sjó og líklegt að veikindin standi t.d. í eina viku - en verið sé að fara í fimm til sex vikna túr - beri veikum manni að fara séu ekki haldnir neinum sjúk- dómum, þar á meðal bakveiki. Menn irnir skrifa undir þetta af ótta. Þetta er ólöglegt, en samt skrifa þeir undir. Það var skrif- að undir þetta í Reykjavík svo ég vissi ekki af þessu. Það eru löglegir kjarasamningar og sjó- mannalög í gildi og því er það óværa að svona lagað skuli gerast. Það er hart að löglegir samningar skuli ekki duga, heldur eru gerðir persónulegir samningar við hvern og einn. Það verður passað upp á að ekki verði skrifað undir neitt fleira þessu líkt.“ ■ Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.