Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Qupperneq 14
Sveinn Sæmundsson stýrimaður hefur ekki haft fasta vinnu síðan 1991
Ovissa
„Ég er að fara að vinna hjá
Sjómælingum, en það verður
bara í sumar,“ sagði Sveinn
Sæmundsson stýrimaður, en
hann hefur ekki haft fasta
atvinnu síðan hann var hjá
Ríkisskip 1991.
„Ég skil ekki hvernig mér
hefur tekist að lifa þetta af.
Það er slæmt að horfa til þess
að ekkert sé að gert. Það hefur
verið tekið á þessu á hinum
Norðurlöndunum og því er sárt
að horfa upp á aðgerðarleysið
hér á landi. Ég er hættur að
búast við að ástandið batni.
Ég hef hugsað mikið til þess
að fara út og leita mér að
vinnu, en af því hefur ekki
orðið. Það er auk þess meira
en að segja það. Ég er fjöl-
skyldumaður og það þarf átak
til að flytja á milli landa. Þótt
ég fái vinnu hjá Sjómælingum í
sumar tekur óvissan aftur við í
haust.“ ■
Margir farmenn eru atvinnulausir.
Það er ekki vegna þess að flutn-
ingurtil landsins hefur minnkað,
heldur meðal annars vegna þess
að færri íslendingar starfa við
þessa grein en áður var.
Löggan má líta sér nær
„Þar fauk fyrirmyndin!"
„Ölvun stúlknanna hefur ver-
ið áberandi og þær hafa jafn-
vel hagað sér eins og grófustu
sjóarar hér áður fyrr.“ Karl Her-
mannsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn í Reykjanesbæ,
lætur hafa þetta eftir sér í blað-
inu Víkurfréttum.
Karl var að myndast við að
lýsa því að unglingsstúlkur, 14
til 15 ára, hefðu vakið athygli
lögreglu fyrir athæfi sitt, en í
heimabæ Karls hafa stúlkur á
þessum aldri verið áberandi
sökum ölvunar.
Það vekur athygli mína að
Karl finnur ekki betri samlík-
ingu, til að lýsa slæmri fram-
komu, en bera hegðun ungra
stúlkna saman við sjómenn, -
hér áður fyrr bætir hann við.
Það má benda Karli á dæmi
um forkastanlega hegðun með
víni, dæmi úr nútímanum. Það
var í vetur sem starfsfélagar
Karls komust í fréttir sökum
þess hvernig þeir urðu sér og
stétt sinni til skammar þegar
þeir þóttust ætla að skemmta
sér. Ég er þess fullviss að
þjóðin man eftir uppákomunni
á Nesjavöllum þegar ölvaðar
löggur réðust á skáta og ekki
bara börðu þá, heldur bitu þá
líka.
Það er leiðigjarnt að heyra í
sífellu að sjómenn séu verri en
aðrir hvað varðar umgengni
um vín. Það vita allir að Bakk-
us fer ekki í manngreinarálit.
Ég hef unnið bæði til sjós og
lands og ég verð að segja að
fólki, sem fer það illa að
drekka vín, hef ég kynnst víða.
Það er fjarri því að sjómenn
séu eða hafi verið öðruvísi fólk
en til að mynda þeir sem
stunda sama starf og Karl Her-
mannsson.
Kannski má skilja orð að-
stoðaryfirlögregluþjónsins svo
að stúlkur séu ekki eins erfiðar
með víni og stéttarfélagar
Karls. Hann hefði þá átt að
taka það fram, fyrst hann á
annað borð vill draga eina stétt
manna inn í þessa umræðu, -
umræðu um unglingavanda-
mál heima fyrir.
Nei, Karl Hermannsson, líttu
þér nær. Þú tilheyrir þeirri stétt
manna sem síðast vakti á sér
athygli fyrir fáránlega og óaf-
sakanlega framkomu undir
áhrifum áfengis.
Að lokum vil ég vitna í orð
sem félagi minn, sem á og rek-
ur sjoppu, sagði mér eftir upp-
ákomu lögreglunnar á Nesja-
völlum. í sjoppunni var hópur
unglinga að ræða slagsmál
löggunnar og skátanna. Einn
unglingurinn sagði eftirfarandi:
„Þar fauk fyrirmyndin."
Sigurjón Magnús Egilsson
14
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR