Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Page 18
Spirit of Cape Town á hliðinni. z o (0 < cc cc o z « oc < s ■o « ytvftí nfc&tV Og enn um gömlu risaria. Sá orðrómur er á kreiki í Bretlandi að nú sé stefnt að því að hefja fjársöfnun til að freista þess að kaupa gömlu drottninguna Queen Mary frá Bandaríkjunum og koma henni afitur heim í gamla föð- urlandið. Skipið hefur dregið að sér mikinn fjölda ferða- manna á hverju ári þar sem það liggur í Goose Bay og hef- ur verið notað sem hótel. Kannski ættu Bretarnir bara að gleyma drottningunni um tíma og kaupa í staðinn United States; gera safn úr henni í Bretlandi og lokka þannig bandaríska ferðamenn í miklu magni til að berja augum þetta gamla stolt bandaríska kaupskipaflotans. 'tfeppnir kokkíir Þeir urðu heldur betur æstir kokkarnir fimmtán á ferj- unni Pride of Kent, sem er í eigu breska skipafélagsins P&O, þegar dregið var í breska lottóinu fyrir skömmu. Þeir unnu nefnilega pottinn og voru með allar tölur réttar. Nú voru þeir orðnir milljóner- ar á einu augnabliki, því í pot- tinum voru tæpar 8,4 millj- ónir punda (um 850 milljónir íkr). Fljótlega fór þó að síga á ógæfúhliðina þegar kom í ljós að nokkrir aðrir höfðu einnig fengið allar tölur réttar. Þegar upp var staðið voru þessir „hinir“ orðnir 58. Tæpar fimmtán milljónir komu þó í hlut kokkanna, þannig að bónusinn fyrir hvern og einn var einungis ein milljón í stað 57 milljóna, sem hefðu komið í hlut hvers og eins ef ekki hefðu verið aðrir vinnings- hafar. ■ Datt á hliðina Ekjugámaskip lagðist á hlið- ina og sökk í höfninni í Cape Town nýlega. Skipið Spirit of Cape Town, sem er 3.500 tonn að stærð, er í eigu þýskrar útgerðar. Skipið hafði verið að losa þegar það lagðist á hliðina United States bíður EFTIR EINHVERJUM SEM Á GRAS AF SEÐLUM. upp að bryggjunni og stöð- vaðist, með yfirbygginguna og skipskranann á bryggjunni. Þannig lá skipið um stund og tókst að losa úr því ellefu gáma áður en það rann út af bryggj- unni og lagðist á hliðina á 9,5 Grotnandi kaupskip Það er ekkert sorglegra en um að koma skipinu aftur I að sjá glæsileg skip grotna niður, en þannig er einmitt komið fyrir því áður glæsta skipi og stolti bandaríska kaupskipaflotans; United States. Fyrir nokkrum árum var skipið dregið frá Bandaríkj- unum til Tuzla I Tyrklandi, þar sem fram áttu að fara um- fangsmiklar framkvæmdir við að gera skipið siglingaklárt á ný og jafnframt að bætast í hóp skemmtiferðaskipa heimsins. Nokkrir aðilar hafa verið með háleitar hugmyndir notkun og verður Kahraman Sadikoglu, núverandi eigandi skipsins, varla sá maður sem mun hrinda þessari hugmynd i framkvæmd, því ekkert hefur heyrst frá honum í tæp tvö ár varðandi skipið, sem bíður efti að fá nýtt hlutverk. Að vísu eru mörg vandamál á ferðinni við breytingar á þessu skipi, því mikið var notað af asþesti við smíði þess og það þarf að fjar- lægja úr skipinu svo það eigi nokkurn möguleika á að fá að sigla á ný. ■ metra dýpi. Skipið missti stöð- ugleika og lagðist á hliðina með miklum látum. Ekki er enn orðið Ijóst hvað raunverulega gerðist, en talið er að það taki um fjórar til sex vikur að ná skipinu upp á ný. ■ Skelfilegt ástand í könnun sem gerð var á ferjum á Filippseyjum kom í Ijós að um helmingur allra ferja sem sigla um eyjarnar er með öryggismálin I megnasta ólestri. Forseti landsins, Fidel Ramos, fyrirskipaði að strand- gæslan skoðaði allar ferjur stærri en 15 grt þar I landi I kjölfar slyss sem varð I febrúar sl. þegar ferjan Gretchen I fórst og með henni meira en fimmtíu manns. Þegar þetta er skrifað hafa 189 af 432 ferjum verið skoðaðar og í 90% tilfella voru gerðar athugasemdir. Að vísu er mismunandi hversu al- varlegar athugasemdirnar eru, en þær voru allt frá því að siglingatæki voru ónýt, slökkvi- búnað vantaði, engin bjarg- vesti voru um borð ásamt lélegu almennu ástandi um borð. Nokkur skip hafa verið kyrrsett og er vonandi að hér eftir verði meira öryggi I ferju* siglingum á Filippseyjum. ■ 18 Sjómannablaðið VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.