Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Side 22
Kvótasala og kvótaleiga getur gefið mikið af sér Samherji hf. hagnaðist á fjórða hundrað milljónir á kvótaleigu á síðasta fiskveiðiári, ef mið er tekið af upplýsingum sem sjávarút- vegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, gaf á Al- þingi í svari við fyrirspurn Guðjóns Guð- mundssonar. Þegar mismunur á þeim kvóta sem Sam- herji lét frá sér á síðasta fiskveiðiári og þess sem fyrirtækið fékk til sín er skoðaður sést að tekjur fyrirtækisins hafa orðið þetta miklar. Verð á leigukvóta í öllum útreikningum er frá LIU og Kvótabankanum. I öllum út- reikningum er tekið mið af þvi verði sem var á kvótanum þá daga sem reiknað var. Skekkja getur einhver verið, en eigi að síður sést hversu miklir hagsmunir eru í húfi fyrir þá sem ráða yfir miklum aflaheimildum. Þrjár útgerðir með MEIRA EN 100 MILLJÓNIR Sem fyrr segir má reikna með að tekjur Samherja hafi verið á fjórða hundrað millj- ónir króna á síðasta fiskveiðiári af kvótaleigu. Þorbjörn í Grindavík kemur næst, með 124 milljónir króna í tekjur, miðað við sömu for- sendur. Ljósavík hf. hafði yfir 100 milljónir í tekjur af kvótaleigu. Tekjur Samherja af sölu eða leigu, umfram það sem fyrirtækið keypti til sín á fiskveiðiár- inu, eru rétt um helmingi hærri en heildar- tekjur Vesturbyggðar, fimmtán hundruð manna byggðarlags. Af þessu má sjá hversu miklir peningar eru í spilinu. Tekjur Samherja koma fyrst og fremst af sölu eða leigu á 1.800 tonnum af karfa og af 3.800 tonnum af rækju. Það má sjá af samantekt blaðsins að þeir sem geta selt frá sér kvóta fyrir tugi milljóna, svo ekki sé talað um enn hærri fjárhæðir, geta leyft sér hluti sem aðrir geta engan veginn og samkeppnisstaðan hlýtur að skekkjast mikið. Borgaði á annað hundrað milljónir Valdimar hf. var sú útgerð sem mest keypti til sín, og miðað við þær forsendur sem Sjó- mannaBLaðið Víkingur gefur sér borgaði Valdimar hf. 118 milljónir króna fyrir afla- heimildir á síðasta fiskveiðiári. Nærri níu milljarðar Ef allar kvótatilfærslur eru teknar saman, miðað við gefnar forsendur, sést að alls skiptu nærri níu milljarðar króna, 8.905 milljónir, um hendur í þessum viðskiptum. Það er ekki nema von að deilt sé á frjálst framsal þegar skoðað er hversu miklar tekjur menn geta haft af því að leigja frá sér sameign þjóðarinnar. Eins má sjá að það er ekki ásætt- anlegt að útgerðir þurfi að borga tugi millj- óna, oft með þátttöku sjómanna, til að geta gert út. Þetta gengur ekki Það er með ólíkindum hvað handhafar kvóta geta hagnast með sölu eða leigu veiði- heimilda. Það getur ekki verið ætlun nokkurs réttsýns manns að kerfið virki með þessum hætti. Þegar hagnaður einstakra aðila skiptir hundruðum milljóna verður að spyrja hvort ekki þurfi að afnema framsalið. Það er staðreynd að venjulegt fólk er stór- an hluta ævinnar að eignast íbúðarhúsnæði, á sama tíma og tekjur einnar útgerðar á einu ári nema jafnvel jafnvirði alls íbúðarhúsnæðis heils sjávarpláss! Við vitum, því við höfum dæmi þess, að talsverður hluti þeirra peninga sem notaðir 22 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.