Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Page 23
Samherji hagnaðist
á sölu eða leigu
aflaheimilda á
siðasta fisk-
veiðiári um meira
en öll þessi
blokk kostar.
i
eru í þessum tilgangi kemur frá sjómönnum
þegar þeir eru neyddir til að verja hluta tekna
sinna til að greiða þeim sem ráða yfir kvótan-
um. I hæstaréttardómi, sem féll fyrr á þessu
ári, kom fram að háseti hafði greitt nærri 100
þúsund krónur á mánuði til einhverrar þess-
ara útgerða, sem nýttu ekki aflaheimildir, en
kusu þess í stað að leigja þær frá sér.
Fylgjumst með Alþingi
Það er skýrt í lögum um stjórn fiskveiða að
fiskurinn er sameign þjóðarinnar. Hagsmun-
ir þeirra sem eru afkastamestir í því sem við
höfum kallað kvótabrask hafa það mikil áhrif
að á þessu er ekki tekið. Það verður spenn-
andi að sjá hvaða framgang frumvarp
Guðjóns Guðmundssonar og Guðmundar
Hallvarðssonar, sem getið er um hér í
blaðinu, fær á Alþingi.
Það hlýtur að vera krafa þjóðarinnar að
þessi ósómi verði stöðvaður.
Allir sjómenn hafa í starfi sínu kynnst
^ kvótabraski, annaðhvort á eigin vinnustað
eða þekkja dæmi þar sem kollegar þeirra hafa
verið neyddir til að taka þátt í kaupum á
kvóta.
Sjómannablaðið Víkingur