Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Page 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Page 23
Samherji hagnaðist á sölu eða leigu aflaheimilda á siðasta fisk- veiðiári um meira en öll þessi blokk kostar. i eru í þessum tilgangi kemur frá sjómönnum þegar þeir eru neyddir til að verja hluta tekna sinna til að greiða þeim sem ráða yfir kvótan- um. I hæstaréttardómi, sem féll fyrr á þessu ári, kom fram að háseti hafði greitt nærri 100 þúsund krónur á mánuði til einhverrar þess- ara útgerða, sem nýttu ekki aflaheimildir, en kusu þess í stað að leigja þær frá sér. Fylgjumst með Alþingi Það er skýrt í lögum um stjórn fiskveiða að fiskurinn er sameign þjóðarinnar. Hagsmun- ir þeirra sem eru afkastamestir í því sem við höfum kallað kvótabrask hafa það mikil áhrif að á þessu er ekki tekið. Það verður spenn- andi að sjá hvaða framgang frumvarp Guðjóns Guðmundssonar og Guðmundar Hallvarðssonar, sem getið er um hér í blaðinu, fær á Alþingi. Það hlýtur að vera krafa þjóðarinnar að þessi ósómi verði stöðvaður. Allir sjómenn hafa í starfi sínu kynnst ^ kvótabraski, annaðhvort á eigin vinnustað eða þekkja dæmi þar sem kollegar þeirra hafa verið neyddir til að taka þátt í kaupum á kvóta. Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.