Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Side 26
Guðjón Guðmundsson alþingismaður Burt með „kvótabraskið“ I morc cl lörr/^i im víri fíi iAmi mrli ir Uall. ^ ™ ^ I írAClr^ I*ÍJ I U /í <1 *• í^,t*l«* 1 ril i i r I t « 1 rt r /4 t-rt í mars sl. lögðum við Guðmundur Hall- varðsson fram á Alþingi frumvarp til breyt- inga á lögum um stjórn fiskveiða. Markmið frumvarpsins er að afnema að mestu leyti heimildir til framsals veiðiheimilda, nema þegar um er að ræða skipti á jöfnum heimild- um af þeim tegundum sem sæta aflamarki. Þess í stað verði því aflamarki sem útgerðir nýta ekki endurúthlutað til þeirra skipa sem óska eftir viðbótarveiðiheimildum. Frumvarpinu er með öðrum orðum ætlað að koma í veg fyrir það takmarkalausa versl- unarkerfi sem viðgengist hefur undanfarin ár og í daglegu tali kallast „kvótabrask". Óánægja með þetta verslunarkerfi hefur vaxið mjög á undanförnum árum, ekki síst meðal sjómanna. Hefur þessi óánægja meðal annars leitt til tveggja allsherjarverkfalla þeir- ra á undanförnum árum. Enginn vafi er á að þessi óánægja mun halda áfram að vaxa ef ekki verður tekið á málum og kerfinu breytt. Það er staðreynd að framsal veiðiheimilda hefur þróast með allt öðrum hætti en gert var ráð fyrir þegar lögin um stjórn fiskveiða voru sett og þingmenn sem tóku þátt í að samþykkja þessi lög hafa sagt mér að þeir hefðu aldrei samþykkt þau ef þeir hefðu séð þessa þróun fyrir. í svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi í vetur kom fram að hvorki meira né minna en 162.203.364 þorskígildi voru flutt milli aðila á síðasta fiskveiðiári. Þó að verulegur hluti þess sé skipti á fisktegund- um og færsla milli skipa í eigu sömu útgerðar er samt ljóst að gríðarlegar upphæðir hafa Það er mikil og vaxandi óánægja með kvótaviðskiptin víða tim land. Ekki minnkar sú óánaegja þegar fyrir lig- gur að kvótinn geti gengið i arf. Alþingi hlýtur að taka á þessum málum. Þjóðin mun ekki sætta sig við að handhafar kvótans geti notað sameiginlega auðlind okkar sem söluvöru og hel- dur ekki að þessi auðlind gangi i arf og að á næstu öld verði hér hópur erf- ingja sem ræður yfir auð- lindinni og leigir þeim, sem þá gera út og stunda sjó, réttinn til að veiða fisklllll 1 SJUlllLUll, Skiifar verið greiddar fyrir leigu og sölu kvóta. Á það hefur verið bent að veiðiheimildir séu að færast á færri hendur. Fyrsta septem- ber 1995 höfðu tíu stærstu kvótahafarnir 30,75% botnfiskheimilda, en ári áður var þetta hlutfall 27,62%. Með stórminnkuðum þorskveiðiheimild- um undanfarin ár hefur bátaflotinn neyðst til að leigja og kaupa kvóta í stórum stíl af stærri skipunum sem hafa fundið sér ný verkefni utan fiskveiðilögsögunnar við veiðar á rækju, úthafskarfa, þorski og síld. Það er auðvitað fáránlegt og getur ekki gengið að hægt sé að leigja óveiddan fiskinn í sjónum á hærra verði en fæst fyrir hann á markaði. Ætla má að verulegur stuðningur sé við þetta frumvarp okkar Guðmundar á Alþingi. I síðasta tölublaði Víkings voru lagðar nokkr- ar spurningar fyrir þingmenn, m.a. hvort þeir vildu afnema framsal veiðiheimilda innan núverandi kvótakerfis. Af þeim sem tóku afstöðu svaraði meirihlutinn því játan- di. Það er mikil og vaxandi óánægja með kvótaviðskiptin víða um land. Ekki minnkar sú óánægja þegar fyrir liggur að kvótinn geti gengið í arf. Alþingi hlýtur að taka á þessum málum. Þjóðin mun ekki sætta sig við að handhafar kvótans geti notað sameiginlega auðlind okkar sem söluvöru og heldur ekki að þessi auðlind gangi í arf og að á næstu öld verði hér hópur erfingja sem ræður yfir auð- lindinni og leigir þeim, sem þá gera út og stunda sjó, réttinn til að veiða fiskinn í sjón- um. ■ 26 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.