Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Qupperneq 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Qupperneq 34
Línuveiðarinn Haförninn VE 290. Björnsson frá Laufási, S-Þing, síðar hafn- sögumaður í Reykjavík. Fyrsti vélstjóri var Guðni E. Kristjánsson, Dýrfirðingur, og er mér ókunnugt um síðari feril hans. Annar vélstjóri var, eins og fyrr segir, Jón bróðir minn, sem síðar var lengst af þriðji vélstjóri á es. Kötlu, en fórst með es. Heklu 27. júní 1941, þar sem hann var annar vélstjóri. Há- setar voru, auk mín, þeir Sigrud Mikkel- sen, sem ásamt Jóni Jónssyni í Hlíð í Vestmannaeyjum taldist eigandi Hafarnar- ins, og Guðmundur Guðmundsson, Reykvíkingur. Loks var matsveinn Jón Bjarnason, sem síðar varð matsveinn og loks lengi bryti á skipum Eimskipafélags ís- lands. Auk þessara skipverja var bóndinn á Finnbogastöðum í Trékyllisvík, Finnbogi Guðmundsson, ráðinn sem eins konar leið- sögumaður innanskerja með Ströndum, enda staðkunnugur á þeim slóðum. Eins og fyrr segir var „Haförninn“ lítill línuveiðari, 70,81 tonn að rúmmáli skv. mælingabréfi, svo sem tekið er fram í skips- hafnarskrá, og knúinn tveggja strokka gufu- vél. Ketillinn var kolakyntur með tveimur eldhólfum sem sneru að vélarrúminu, enda önnuðust vélstjórarnir kyndinguna, svo sem almennt tíðkaðist á svo litlum skipum. Leiðangursstjóri var Friðrik V. Ólafsson skipherra, fyrst á Þór, síðar á öðrum varð- skipum, en frá 1937 skólastjóri Sfyrimanna- skólans til æviloka 1962. Mælingunum stjórnaði Kaptajnlojtnant H. Madsen, lagð- ur til af Det Danske Sökortsarkiv, og segir svo í skýrslu sem Landhelgisgæslan birti síðar um þessar mælingar: ,Áj"in 1929 og 1930 hefur verið unnið að sjómælingum við strendur Islands undir um- sjón Friðriks V. Ólafssonar skipstjóra, og var til þess leigður gufubáturinn „Haförninn“. Voru í þessu skyni reistar vörður fyrri sigl- ingaleiðirnar og hnattstaða þeirra ákveðin. Arið 1930 var undir stjórn Kaptajnlojtn- ant H. Madsen byrjað á að undirbúa fyrir sjómælingar á stóru óuppmældu svæði fyrir Norður-Ströndum, sem einu máli er nefnt Strandabrekar. Var allan júlímánuð unnið að mælingum á landi og vörðubyggingum á svæðinu frá Reykjarfirði syðra og norður fyrir Smiðjuvík. ...I ágústmánuði var svo mæld og afmörkuð leið inn á Kollafjörð við Stein- grímsfjörð, en vegna óhagstæðrar veðráttu fyrir norðan land náðist eigi að gera meira á þessum slóðum.“ í grein sem Friðrik Ólafsson ritar í Tímarit VFI árið 1932 um sjómælingar og sjókorta- gerð segir m.a.: „Þríhyrningsmælistaðir á landi (eru) und- irstaða sjómælinga, og því er algengast að byrja þær ekki fyrr en landmæling hefir farið fram. Þríhyrningsnet herforingajaráðsins myndar uppistöðuna í mælingum alls lands- ins, en til sjómælinga á fjörðum inni eða með ströndum fram eru mælistaðirnir í þessu neti of fáir, og því er þar sem sjómælingar á að gera byrjað á að ákveða hnattstöðu svo margra punkta sem þurfa þykir. Mælistaðir þessir eru hér á landi tíðast steinvörður eða trémerki, sem reist eru á áberandi stöðum með hæfilegu millibili, ennfremur kirkjur, vitar, hús, hvassir fjallatindar og aðrir greini- legir hlutir. Þegar útreikningum er lokið eru punktarnir markaðir eftir rétthyrndu hnita- kerfi í vinnukortinu í margfalt stærri mæli- kvarða en sjálf sjókortin. Þar sem því verður eigi komið við að gera sjómælingar á sjálfu mælingaskipinu er skipinu lagt við akkeri bæði að framan og aftan, svo það liggi sem stöðugast, og staður þess ákveðinn með hornmælingum og markaður á vinnukortið. Síðan er farið á bátum með jöfnum hraða fram og aftur. Lóðað er í sífellu með handlóði og hver dýptarmæling skrifuð jafnóðum. Þar sem hægt er að mæla á sjálfu skipinu er sigit í beinum samhliða línum með 300 til 400 rnetra millibili eða meira eftir aðstæðum. Staðir skipsins eru þá ákveðnir með tvöföld- um hornmælingum milli mælistaða í landi og settir á kortið með staðarvísi. Lóðað er í sífellu og klukkan eða snúningsfjöldi vélar- innar skrifað samtímis dýpismælingum.“ Það var á þessum nótum sem es. Haförn- inn og áhöfn hans áttu að starfa sumarmán- uðina 1930. Komið var norður á Húnaflóa 2. eða 3. júlí, og þegar tekið til við mæling- arnar. Var byrjað á því að mæla upp og merkja þríhyrningastaði á fjallatindum og öðrum áberandi kennileitum á landi, svo sem vörðum, kirkjuturnum, vitum o.s.frv. Var gengið með mælitæki á staðina og þaðan mæld horn til annarra kennileita og fært í bækur. Til hornmælinganna var notaður teódólít á þrífæti sem settur var upp á hverjum stað og frá honum mælt þríhyrningsnet með stefnu- mælingum til þekktra punkta innan sjón- máls. Tækinu var komið fyrir í trékassa sem spenntur var á bakið á einum hásetanna og hann bar síðan á staðinn. Brýnt var fyrir klyf- beranum að hrasa ekki, því að högg gæti skekkt hið nákvæma mælitæki með alvarleg- um afleiðingum. Nú gerðist það er ég var með hið við- kvæma tæki á leið eftir skriðunum upp Drangaháls, að skrapp undan fæti og ég hrasa, svo kassinn steytti á steini. Þar sem ég var aftastur í halarófunni treysti ég því að enginn hefði orðið óhappsins var og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist, teódólít- inn var settur upp og mælt eins og venjulega. Það var ekki fyrr en alllöngu síðar að kaptein- lautinantinn minnti mig svolídð kíminn á at- vikið. En sem betur fer hafði ekkert aflagast. Fyrsta mælingin var gerð 4. júlí frá Reykjaneshyrnu og m.a. miðað á Spákonu- fell handan Húnaflóa, Lambanestind, Örk- ina, norður af Trékyllisvík til Kálfatinda, og allt norður á Drangaháls, þar sem hringnum var lokað. Daginn eftir var gengið á Hrút- eyjarmúla og mældar stefnur til flestra sömu staða, en Reykjaneshyrnu og Búrfells fyrir Reykjarfjarðarbotni syðra að auki. Þannig var l i i 34 Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.