Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Síða 37
Hugleiðing um hag-
kvæmni og jafnvægisverð
Englendingurinn Alfred Marshall (1842-
1924) er sennilega sá hagfræðingur sem hvað
mest áhrif hefur haft á mótun á undirstöðum
nútímahagfræði.
í grundvallarriti sínu The Principles of
Economics (1890) fjallar hann á vísindalegan
hátt um verðmyndun gæða á markaði sem af-
leiðingu af framboði og eftirspurn. Til að út-
skýra mál sitt notaði hann meðal annars
dæmi um starfsemi fiskmarkaða. A fiskmörk-
uðum getur verðmyndun verið afar sveiflu-
kennd af ýmsum ástæðum. Þessar sveiflur
voru Marshall ekki mikið áhyggjuefni, svo
lengi sem verð héldist í jafnvægi. Markaðs-
greining hans beinist fremur að svokölluðu
jafnvægisverði, þar sem hægt er að tala urn
stöðugt jafnvægisverð, þrátt fyrir miklar
verðsveiflur á tilteknu tímabili. Jafnvægisverð
er það verð á tilteknum markaöi sem seljend-
ur (frambjóðendur) og kaupendur (eftir-
spyrjendu-r) sættast á hverju sinni. Eiginleikar
jafnvægisverðsins eru þeir að það hefur til-
hneigingu til að leita í þann punkt og halda
sig sem næst honum sem leiðir til jafnvægis á
magni vörunnar milli framboðs og eftir-
spurnar. Til að tryggja slíkt jafnvægi er nauð-
synlegt að teknar séu skynsamlegar ákvarðan-
ir af stjórnendum fyrirtækja og heimila á
grundvelli fullkomins upplýsingaflæðis og
frjálsra samkeppnisskilyrða. Ef slök skilyrði
eru fyrir hendi má reikna með skjótri aðlög-
un markaðarins að síbreytilegu jafnvægis-
verði vegna stöðugra verðsveiflna. Annar
þekktur hagfræðingur, Adam Smith (1723-
1790), talaði um í þessu samhengi að hér
væri að verki „hin ósýnilega hönd“ markaðar-
ins. í klassískri hagfræði eru færð fram afar
sterk rök fyrir því að mestar líkur séu fyrir
hagkvæmustu útkomunni í efnahagsstarf-
semi þegar framangreind samkeppnisskilyrði
eru uppfyllt. Þetta þýðir meðal annars að
notkun og dreifingu framleiðsluþátta, þ.e.
vinnuafls, fjármagns og náttúruauðlinda, er
þannig fyrir komið að framleiðsla á vöru og
þjónustu skili mestu fáanlegu veraldargæð-
urn, sem síðan leiðir af sér hámörkun á al-
mennri velferð í efnahagslegu tilliti.
Samkvæmt framansögðu er frjáls verð-
myndun á markaði forsenda fyrir hag-
kvæmni. Frjáls verðmyndun er best tryggð á
„Það er dapurt af því að
vita að margir aðilar í
islenskum sjávarútvegi
virðast ekki skilja sam-
hengið milli jafnvægis-
verðs á fiski og hag-
kvæmni framleiðslunnar,
a.m.k. virðast ákvörðun-
artökur þeirra sterklega
benda til þess að svo
sé, þegar þeir hafna
þeirri leið að setja
allan fisk á markað. Það
sem öllu verra er;
stjórnvöld virðast
einnig gefa þessu sam-
hengi litinn gaum,"
skrifar Benedikt
___________Valsson._________
markaði þar sem seljendur og kaupendur
keppa innbyrðis í hvorum hópnum fyrir sig.
Frávik frá þessari leið mun væntanlega leiða
af sér sóun framleiðsluþátta. Skýrasta dæmi
um frávik af þessum toga er miðstýrð verð-
lagning sem tíðkaðist í sósíaiísku ríkjunum.
Þar var búið til verð á vöru og þjónustu af
sérfræðingum með hjálp flókinna reiknilík-
ana. Niðurstaða þessa verðmyndunarkerfis
ætti að vera flestum kunn, enda bendir allt til
þess að búið hafi verið til „rangt“ verð; verð
sem hvorki endurspeglaði takmarkaðar auð-
lindir né raunkostnað í framleiðslu. Afleið-
ingarnar urðu óumflýjanlegar með tilheyr-
andi sóun framleiðsluþátta. f þessu sambandi
má segja að hin ósýnilega hönd markaðarins
hafi orðið reiknilíkönunum yfirsterkari,
þegar haft er í huga hrun miðstýrðu hagkerf-
anna í Austur-Evrópu síðustu ára. Skilyrði
fyrir hagkvæmustu framleiðslu í sjávarútvegi
er undir sömu lögmálum komið og í öðrum
atvinnugreinum. Handstýrð verðmyndun á
fiski upp úr sjó i formi lágmarksverðs, há-
marksverðs eða með tilbúnu verði kaupenda,
án þess að seljendur hafi nokkuð um það að
segja, minnkar líkurnar fyrir hagkvæmustu
útkomunni. Að þvinga fiskverð niður fyrir
jafnvægisverð getur skapað einstökum fyrir-
tækjum í sjávarútvegi tímabundinn hagnað,
en til lengdar tapar þjóðarbúið þar sem al-
mennum velferðarávinningi er fórnað vegna
þess að fiskverð, sem ekki er í markaðslegu
jafnvægi, mun leiða af sér sóun. Þessi sóun
getur meðal annars birst sem minni hráefnis-
gæði, minni vöruvöndun og óhagkvæm
framleiðslustýring.
Verð á fiski sem hráefni eða öðrum vörum
er einn mikilvægasti upplýsingagjafinn sem
aðilar þurfa að reiða sig á við ákvörðunartöku
vegna framleiðslu eða neyslu. Sé þessi upplýs-
ingagjafi rangur, þ.e. verð í ójafnvægi, er eins
víst að teknar verði rangar ákvarðanir.
Það er dapurt af því að vita að margir aði-
lar í íslenskum sjávarútvegi virðast ekki skilja
samhengið rnilli jafnvægisverðs á fiski og
hagkvæmni framleiðslunnar, a.m.k. virðast
ákvörðunartökur þeirra sterklega benda til
þess að svo sé, þegar þeir hafna þeirri leið að
setja allan fisk á markað. Það sem öllu verra
er; stjórnvöld virðast einnig gefa þessu sam-
hengi lítinn gaurn. Af þessum sökum hefur
það fyrst og fremst fallið í skaut samtökum
sjómanna að sýna fram á efnahagslega yfir-
burði verðmyndunar á fiski gegnum markaði
í stað einhliða verðákvarðana fiskkaupenda.
Benedikt Valsson
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
37