Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Side 40
„Þó svo að ég hafi byrjað sem viðvaningur
þarna 1946 þá var ég ekki stöðugt við störf
hjá Gæslunni á því tímabili þar til ég lýk
prófi úr Stýrimannaskólanum 1954. Ég var
milli skipa og í ýmissi vinnu í landi. En ég var
á Óðni meira og minna frá 1946 til 1952 -
þá fór ég sem háseti áÆgi I. Síðan varð mað-
ur á þessum tíma að vera með árs siglingu
sem háseti á millilandaskipi. Það var ekki
auðhlaupið að því þá — allir vildu vera sigldir.
En ég komst, fyrir góðra manna orð, fýrst á
Hvassafellið I, síðan á Selfoss gamla og þá á
Drangajökul litla sem hét áður Foldin."
Sjórinn var stefnan frá upphafi en Stýri-
mannaskólinn var ekki inni í myndinni strax.
„Pabbi og allir bræður mínir (utan Guð-
mundur, sá yngsti) voru meira og minna við
vélar. Þegar við vorum á Óðni litla var pabbi
1. vélstjóri, Agnar bróðir 2. vélstjóri, Birgir
bróðir dagmaður í vél og ég háseti. Þetta var,
eins og Guðni heitinn Pálsson sagði, algjört
familíuskip.“
Gegndarlaus mokstur
Fiskveiðistjórnun er Helga eðlilega ofar-
lega í huga. „Svona gegndarlaus fiskveiði,
eins og til dæmis hefur verið stunduð á
Reykjaneshryggnum, er alveg með ólíkind-
um. Þegar við vorum að fljúga þarna yfir fyrir
mörgum árum áttuðum við okkur á því að
þarna var floti austantjaldsskipa. Þeir voru að
veiða þennan karfa sem íslendingar töldu
baneitraðan vegna kýla, en við sáum alltaf
þegar við nálguðumst - þveröfugt við það
þegar við nálguðumst önnur fiskiskip - að
það var ekki nokkur fugl í kjölfarinu. Svo
ekki hefur nú mikið farið út. Og þegar við
sáum þá hífa þá var eins og trollið væri útbú-
ið lökum. Það var ekki hægt að sjá neina
möskva á þessu. Þarna eru þeir búnir í fjölda
ára að moka upp öllu sem hrærist í djúpun-
um. Við kölluðum þessi skip ryksugur og
þau fengu að vera þarna óáreitt. Enginn veit
hvað þau hafa fiskað á þessum tíma og enn
heldur þetta áfram.“
Helgi kláraði farmannadeild Stýrimanna-
skólans árið 1954 og hóf þá strax störf hjá
Landhelgisgæslunni - á Sæbjörgu. Landhelg-
, in er stækkuð úr þremur mílum í fjórar árið
1952. Stækkunin í fjórar mílur fór friðsam-
lega fram, lognið á undan storminum, en
Helgi segir að það skref hafi í raun tekið
stækkuninni í tvö hundruð mílur fram ef
eitthvað er. „Þá var fjörðum og flóum lokað.
Það var mikið framfaraspor. Áður voru bæði
innlend og erlend skip að toga alveg upp að
landi. Þar eru, eins og við vitum, miklar upp-
eldisstöðvar og landhelgin stækkar við þetta
nánast um helming í ferkílómetrum talið.“
Á þessum árum var mikill ágangur frá er-
lendum skipum sem voru á trolli, dragnót og
Iínu og á sumrin kom allur síldveiðiflotinn.
Sjö skip voru í gæslustörfum og flugvélin
kom til skjalanna árið 1955. Helgi segir að
það hafi munað mikið um hana. „Hún kom
þeim í opna skjöldu og það varð görbylting í
öllu eftirliti. Þetta er stórt svæði að verja og sú
árátta manna er sterk að grasið sé alltaf
grænna hinum megin.“ Helgi segir Bretana
skæðasta en nefnir einnig Þjóðverja, Belga og
Dani með snurvoðarbáta sem og Færeyinga.
Á sumrin voru Norðmenn og Rússar at-
kvæðamiklir. „Þá var og mikið um tundur-
dufl á reki sem voru skotin niður með sér-
stökum riflum sem við vorum með um borð.
Það var mikið um þau og er enn.“
Helgi segir ekki mikið um að tundurduflin
gerðu skaða. Þó man hann til þess að togar-
inn Röðull fékk dufl í vörpuna úti á Horni
sem svo sprakk við síðuna. RöðuII sökk en
mannbjörg varð.
Kolruglaður Kola-Breti
Engin slys eða mannslát urðu í tólf mílna
þorskastríðinu 1958 en ekki mátti miklu
muna. Bretar mótmæltu og sendu herskip til
verndar sínum togurum. Helgi segir að skip-
herrar bresku varðskipanna hafi verið gráir
fýrir járnum og í miklum ham. „Að sjálf-
sögðu vildum við taka þá togara sem við sá-
um að veiðum innan fjögurra mílnanna, því
við vissum ekki betur en Bretarnir hefðu við-
urkennt þær. En þeir voru ekkert á því og
urðu alveg geggjaðir þegar við skutum púð-
urskotum á togarana. Þá kom þeir öslandi
með allar fallbyssur klárar og hótuðu að
sökkva okkur ef við reyndum að taka toga-
rann.“
Fiskurinn er sýnd veiði en ekki gefin. „Því
er nú svo farið að það er erfitt að fiska undir
herskipavernd,“ segir Helgi. „Togaraskip-
stjórarnir fengu engu um það ráðið hvar þeir
fiskuðu - það var ákvörðun skipherra her-
skipsins hverju sinni. Hann miðaði sig við
það hvar væri best að verja skipin en gaf skít í
það hvort einhver fiskur væri eða ekki. Þorsk-
urinn gat verið frír. Þjóðverjar voru atkvæða-
miklir á þessum árum en þeir fóru aldrei inn
fýrir tólf mílurnar. Bretunum þótti það súrt í
broti þegar þeir voru að fiska undir vernd
herskipanna innan tólf mílnanna og fengu
þar lítið sem ekki neitt meðan Þjóðverjar
komu af Halanum drekkhlaðnir.“
Helgi segir íslensku varðskipsmennina
ekki hafa Iátið sitt eftir liggja í því að angra
Bretann - og öfugt.
Bresk freigáta að sigla á Þór.
Helgi stóð oft í ströngu og segir meðal
annars: „Við vorum eitt sinn illa komnir á
Þór á Selvogsbanka. Við vorum að klippa ^
aftan úr og aðstoða Árvakur sem þarna
var. Þá kom breskur togari mér að
óvörum, sigldi á bakborðshliðina á okkur,
laskaði skipið töluvert og setti okkur á
hliðina."
„Bresku herskipstjórarnir reyndu að taka
okkur á taugum og við reyndum að taka tog-
araskipstjórana á taugum. Það má segja að
þetta hafi verið mikið taugastríð. Yfirskip-
herra bresku freigátanna hét Anderson og
hann vildi vera mjög harður í horn að taka.
Hann hótaði ítrekað að sökkva varð-
skipunum ef þau ekki létu togarana í friði og
svo framvegis. Togaraskipstjórarnir reyndu
að verjast okkur en við lékum þann leik að
vera með menn á dekki við lunninguna eins
og við værum að búa okkur undir það að
stökkva um borð og taka þá. Þeir gerðu ýms-
ar varúðarráðstafanir eins og að setja net við
Iunninguna til að varna okkur uppgöngu.
Við kölluðum það hænsnanet. Þeir þorðu
orðið ekki að fara í koju og voru oft orðnir
svo ruglaðir sumir að þeir sáu varðskip alls
staðar og höfðu ekki við að kalla á herskipin
til aðstoðar. Það endaði oft með því að skip-
stjórar herskipanna urðu þreyttir á þessu og
gáfu þeim áminningu fýrir að vera að kalla á
sig að óþörfú.“
Tólf mílna þorskastríðið byrjaði með því »
að Þór, undir stjórn Eiríks Kristóferssonar,
og María Júlía, sem Lárus Þorsteinsson
stjórnaði þá, reyndu í sameiningu að taka
40
Sjómannablaðið Víkingur