Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Side 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Side 58
rðar hetiur eða kaldur unveruleiki seinni hluti „Eg er á leiðinni, alltaf á leiðinni,“ sönglaði íslenska þjóðin með Brunaliðinu sumarið 1978. Sumarsmellurinn var sjómannalag í þeim skilningi að fjallað er um mann sem „ekki unir í landi en er verklaginn á sjó“. I langan tíma hafði sjómannalag ekki náð þvílíkum vinsældum og þetta lag gerði. Sjómannalögin hölðu nánast runnið sitt skeið á enda en skyndilega var sjómaðurinn kominn á toppinn á ný. Jóhanna Á. H. Jóhannsdóttir fjallar í þessari grein um síðari tíma lög og texta, en í síðasta tölublaði Sjómannablaðsins Víkings var ijallað um eldri höfimda. Sjómannalög og -textar voru áberandi í útvarpinu á árum áður. Þátturinn „Á frívaktinni“ var vikulega á dagskrá og þar áttu sjómenn sinn eigin vettvang fyrir lög og kveðjur. Tími sjómannalag- anna var frá lokum síðari heimsstyrjald- ar og fram til ársins 1970. Þá þótti ekki lengur fínt að vera á sjó og dægurlaga- textarnir fjölluðu um annað en það sem þjóðin hafði lifibrauð sitt af. Dægurmenning landsmanna væri snöggtum fátækari ef ekki væri sjóman- nalögum og -textum til að dreifa. Á gósentíð sjómannalaganna komu fram margir góðir laga- og textasmiðir. Upp úr 1970 kemur ördeyða í gerð sjómannalaga en þau gömlu hljóma þó áfram. Mitt í ördeyðunni koma fram nýir menn með nýjar áherslur í texta- og lagagerð. Gylfi Ægisson gerist af- kastamikill laga- og textasmiður og lög hans njóta mikilla vinsælda. Textar Jónasar Árnasonar við írsk þjóðlög fjalla margir hverjir um sjómennskuna, oft á gamansaman hátt, og Bubbi Morthens ræðst á garðinn með raunsæi. ■ Sjómannablaðið Víkingur k !

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.