Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Side 68
MD-Vélar
Á síðustu árum hefur athyglin í
æ ríkari mæli beinst að vinnuum-
hverfinu um borð í skipunt og
bátum. Hávaði, titringur og
þensluspenningur eru algengt
vandamál í íslenska flotanum
vegna þess að oft eru röralagnir að
og frá vélum, dælum og öðrum
vélbúnaði beintengdar án nokk-
urra virkra þenslu- og titrings-
deyfa. Afleiðingin verður sú að
titringur og hávaði, sem eiga upp-
tök sín í vélbúnaðinum, magnast í
röralögnunum, sem eru ofitast
festar með stálspennum beint í
skipsskrokkinn og leiða þess
vegna um allt skip og út í sjó, sem
leiðir hávaða 20 til 30 sinnum
betur en loft.
Stór þáttur í að minnka titring
og hávaða er að láta vélbúnaðinn
standa á titringsdeyfúm, nota rétt
ástengi, þenslutengi á röralagnir
og upphengjur sem slíta leiðni.
Oft er hægt að ná undraverðum
árangri aðeins með því að setja
þenslutengi milli vélbúnaðar og
röralagna þannig að hávaði og
titringur Ieiði ekki um allt skip.
Gott dæmi um það er að síðast-
liðið haust voru sett Trelleborg-
þensiutengi á allar olíu-, sjó- og
kælivatnslagnir að og frá aðalvél í
ms. Frá VE 78 og að sögn Óskars
Þórarinssonar, skipstjóra og út-
gerðarmanns, er líkast því að
helmingi hljóðlátari vél sé komin í
skipið. Trelleborg-þenslutengin
eru flansatengd og ráða við allar
hreyfingar innan uppgefinna
marka. Þenslutengin eru fyrir
olíu, sjó, neysluvatn, kælivatn,
gufu og fleira, allar gerðir fást í
stærðunum 32 til 300 mm fyrir
mest 16 BAR-vinnuþrýsting og
mest 130 gráða hita.
MD-vélar hf. hafa nýlega tekið
að sér umboð fyrir Trelleborg-
þenslutengi og titringsdeyfa og
einnig Centa-ástengi, -drifsköft
og -kúplingar.Allur þessi búnaður
er viðurkenndur aföllum helstu
flokkunarfélögum, þar á meðal
DNVog SR. ■
J. Hinriksson
J. Hinriksson ehf., framleið-
andi hinna vinsælu Poly-lce-
toghlera, hefur hafið smíði
nýrrar útgáfu af trollshlerum.
í samvinnu við kennara og
nemendur í verkfræðideild Há-
skóla fslands var hönnuð ný
útfærsla af trollshlerum, með
það fyrir augum að nýta hæfni
og skverunarkraft hleranna til
hins ýtrasta. Einnig var reynt
að ná fram auknum lyftikrafti
hleranna til að geta náð flot-
trollunum ofar í sjóinn þegar
þarf.
f samvinnu við Hampiðjuna
voru módel af hlerunum fyrst
reynd í Hirtshals-tilraunatankn-
um um miðjan desember í
fyrra. Módelið, sem var af
stærðinni 1 á móti 5 og 15 kíló,
sýndi við prófanir að skver-
unarhæfni hleranna var mun
meiri en hjá öðrum hlerum
sem einnig voru reyndir.
Þessi nýja útgáfa, sem hefur
fengið heitið FHS og FLS, er
ekki mjög frábrugðin okkar
hefðbundnu hlerum í útliti,
nema hún er útbúin tveimur
spoilerum og liðbrakketi. Eftir
fyrstu prófanir virðist hæfni
þeirra og skverunarkraftur það
mikill að hægt er að komast af
með einni stærð minna af
þessum nýju tveggja spoilera
hlerum en fyrri gerðum.
Guðmundur Jónsson á
Venusi frá Hafnarfirði fór út
með fyrstu hlerana, FHS 9+
2sp=2800 kg, og reyndi þá við
Gloríu 2560-trollið með mjög
góðum árangri. „Hlerarnir
skutust út og hreinlega rifu út
trollið," sagði Guðmundur.
„Mjög gott er að kasta þeim
og þeir ráða auðveldlega við
þessi stóru troll.“
tparfiV/i
'inn i
Auto -Trawl Wiimch system
r
RAFBOÐI
l
3*
RAFUR
Skeiðarás 3 • 210 Garðabær Sími: 565 8080 • Fax: 565 2150
68
Sjómannablaðið Víkingur