Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Blaðsíða 18
z o in < cc oc o z (0 cc < £ ■o —3 C0 £ 3 dnvui- Áa^m Það eru fleiri þjóðir að taka upp þann góða sið að hafa einn sérstakan dag á ári sem ætlaður er fyrir sjó- menn að minnast verka sinna. Fidel Ramos, forseti Filippseyja, gaf nýlega út tilskipun þar sem segir að 18. ágúst 1996 og síðan ár hvert verði héðan í frá kallaður Sjómannadagur- inn. Forsetinn sagði að þjóð sem ætti þrjá af hverjum tíu sjómönnum á siglandi skipum heimsflot- ans þyrfiti að minnast þeirra og halda þeim há- tíð. Hvernig dagskrá þeirra sjómannadags verð- ur er fróðlegt að vita, en að minnsta kosti verður minnst þeirra sjómanna sem hafa horfið í hafið. Ekki býst ég við að öll skip með filippeyskum sjó- mönnum verði kölluð til hafnar á Filippseyjum 18. ágúst ár hvert. ■ Friður kominn? Umdeilanleg var heimsókn flotadeildar NATO til Reykja- víkur í síðasta mánuði og margir óttuðust að herinn her- tæki höfuðborgina, að minnsta kosti skemmtistaðina. Um síð- ustu mánaðamót heimsóttu tvö japönsk herskip höfnina Pusan í Suður-Kóreu. Þar ríkti ekki ótti yfir komu skipanna eins og hér á landi, jafnvel þótt japönsk herskip hafi ekki kom- ið þar til hafnar síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Er þessi heimsókn í samræmi við samning sem löndin tvö gerðu sín á milli í apríl 1994. Samn- ingur þessi batt enda á hömlur herskipa ríkjanna til að taka höfn hjá hinum aðilanum, sem hafði verið í gildi frá seinni heimsstyrjöldinni. Kóreumenn urðu fyrri til að koma til jap- anskrar hafnar, en skip frá þeim komu í heimsókn til Tókýó í desember 1994. Og fleiri opnuðu hafnir sínar en þessar tvær þjóðir, því Kínverj- ar opnuðu Port Arthur fyrir er- lendum skipum 11. júlí sl. Höfnin var gerð af Rússum en hertekin af Japönum. í lok seinni heimsstyrjaldarinnar breyttu Kínverjar henni í flota- höfn og hefur hún verið lokuð öðrum en kínverskum skipum í 41 ár. Flest bendir til að friður sé loks kominn á þarna austurfrá. ■ Stærsta ferja í heimi sjósett Schichau-Seebeckwerft sjósetti stærstu farþega- og bílferju í heimi 27. júlí sl. Ferja þessi verður á sigl- ingaleiðinni milli Rostock og Trelleborg þegar hún verður tilbúin í byrjun næsta árs. Skipið mun kosta tilbúið um 95 millj- ónir dollara og flytja 887 farþega, 400 bíla og 50 járnbrautarvagna. ■ i Frystiskip að hverfa? Nýlega var gefin út skýrsla um stöðu frystiskipa heimsins. 1. janúar sl. voru 1.249 frystiskip, stærri en 100.000 rúmfet að stærð, siglandi um heimshöfin, sam- tals 396 milljónir rúmfeta. Hér er á ferðinni fækkun skipa sem og fækkun í heildarflutnings- magni en árið á undan voru skipin 1.303 og stærðin 410 milljónir rúmfeta. Einungis fimm frystiskip voru afhent á síðasta ári eða rétt um 2 millj- ónir rúmfeta en árið 1994 voru nýsmíðaskipin 93. Erfiðleikar hafa verið í rekstri frystiskipa að undanförnu og eru gámar helstu keppinautar frystiskip- anna. Þessi þróun hefur sést hér á landi, því umtalsverð fækkun hefur orðið á íslensk- um frystiskipum og nú er ein- ungis eitt slíkt í íslenskri eigu, Hofsjökull, en það skip er rúm 200.000 rúmfet. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.