Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Blaðsíða 7
Óðinn farinn í Smuguna Geturverið ' - drepleiðinlegt - segir Kristján Jónsson skipherra, ^ sem nú er í Smugunni þriðja árið í röð Þrátt fyrir að veiði hafi verið upp og ofan í Smugunni í sumar er þar enn töluverður fjöldi íslenskra skipa að veið- um og nýverið hélt varðskipið Óðinn þangað norður á bóginn þriðja árið í röð til að þjónusta okkar skip. Nú sem fyrr er það Kristján Þ. Jónsson skipherra sem stýrir Smuguleiðangrinum en auk hans eru átján áhafnar- meðlimir, þar af einn læknir, eins og undanfarin tvö ár. Sjómannablaðið Víkingur náði tali af Kristjáni skömmu áður en Óðinn lét úr höfn snemma dags 22. ágúst eða skömmu áður en hafnir Reykjavíkur fylltust af herskipum úr flota Norður-Atlantshafsbanda- lagsins, NATO. Kristján og hans menn höfðu í nógu að snúast þegar blaðamann Víkings bar að höfninni. Verið var að flytja vistir fyrir úthaldið, en þær verða að duga í lágmark sex vikur að sögn Kristjáns, því svo kann að fara að skipið haldi til þar nyrðra í tvo mánuði ef þörf þykir. Auk vista flytur Óðinn varahluti fyrir íslensk skip og margvíslega pinkla til sjómanna frá fjölskyldum þeirra. Aðspurður um tilgang farar- innar segir Kristján að þetta sé fyrst og fremst þjónustuleið- angur og nefnir þá helst til læknisþjónustu. „Verkefni varðskipsins verða einnig vísindalegs eðlis,“ segir Kristján, „við munum gera ýmsar mælingar fyrir Hafrann- sóknastofnun, mæla afla um borð í skipum og kanna lög- mæti veiðarfæra. Þetta er fyrst og fremst nauðsynlegt til að hafa svör á reiðum höndum við ásökunum sem upp kunna að koma frá Norðmönnum. Við viljum t.d. geta svarað þeim hreint út að við hendum ekki smáfiski. Aðalatriði fararinnar er þó þjónustan við skipin. Það er alltaf eitthvað sem getur komið upp á, eins og t.d. véiarbilanir eða skemmdir á veiðarfærum, og þá erum við kallaðirtil að- stoðar. Við höfum kafara um borð ef á þarf að halda. í fyrra kom upp eldur í Beiti og þá fóru okkar menn yfir í skipið til slökkvistarfa.“ En má búast við einhverjum árekstrum við Norðmenn þarna á miðunum sem þið þurfið að blanda ykkur í? „Það hefur ekki komið til árekstra hingað til og ég á ekki von á að svo verði nú.“ En nú eruð þið með vopn um borð, er ekki svo? „Ja, við erum með fallbyssu í stafninum en við notum hana helst sem fuglahræðu. Svartfuglinn er skítandi á skip- ið í tíma og ótíma þannig að við erum vanir að hengja litla plastpoka á byssuna sem blakta í vindinum. Þannig höldum við fuglinum í skefjum. Hvað önnur vopn varðar þá höfum við haft það fyrir sið að gefa ekkert upp um það. í eldgamla daga voru ýmis vopn höfð með í för en þeim var aldrei beitt, nú eru þau flest safngripir." Óðinsmenn hafa fengið nýjan lækni með í för en hann heitir Jón Ívar Einarsson. Að sögn Kristjáns hefur Jón svip- aðan bakgrunn og þeir læknar sem farið hafa í Smuguna fram að þessu. Jón mun hafa leitað til þeirra eftir ráðleggingum og fengið upplýsingar um þau lyf sem reynslan hefur leitt í Ijós að komi að gagni þar nyrðra. Kristján segir að læknisþjón- ustan sé nauðsynlegasti þátt- urinn í veru Óðins í Smugunni. „Sem betur fer fækkaði slysum frá 1994 til 1995 um helming," segir Kristján. „Ég held að •j ástæðan sé sú að sjómenn um borð í skipunum séu orðnir þjálfaðri og kunni betur að varast slysin og að auki eru þeir nú sjálfir búnir að öðlast reynslu í fyrstu hjálp, gera oftast að minniháttar meiðsl- um sjálfir. Þess vegna held ég að búast megi við minna álagi á lækninn en áður.“ Kristján segir að mikið hafi verið um alvarleg slys árið 1994, t.d. hafi verið mikið um útlimameiðsli, margir misst fingur og einnig hafi verið tölu- vert um botnlangaköst. „Það kom því nokkrum sinnum fyrir að við þurftum að fá þyrlu um borð. Alvarlegasta slysið í fyrra varð hins vegar um borð hjá okkur. Þá vorum við að draga togara þegar vír slitnaði með þeim afleiðingum að einn áhafnarmeðlima brotnaði á báðum fótum. Hann varfluttur til lands með þyrlu frá Noregi." Nú verða þú og þínir menn i Smugunni í minnst sex vikur og líklega ítalsverðu aðgerðar- leysi, er eitthvað sem menn geta gert sér til dundurs um borð til að drepa tímann? SjÓMANNABLAÐlÐ VlKINGUR 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.