Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Blaðsíða 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Blaðsíða 54
fjölda fylgdarskipa, herskipa, björgunarskipa, spítalaskips og hver veit hvað, áieiðis til New York. Alltaf er sama veðurblíðan, blaktir ekki hár á höfði og sjórinn enn sem spegill nema það sem skipafjöldinn ýfir upp. Við förum í friði. Einni og einni djúpsprengju er varpað, önn- ur merki um ófrið verðum við ekki varir við. Vantaði ekki einu sinni tannstöngul A fjórða degi verð ég var við einhver ónot í vömbinni, sem ég átti ekki vanda tii, — hafði varla nokkurn tíma orðið misdægurt. Agerð- ust þessi ónot eftir því sem á daginn leið. Um nóttina leið mér illa og svaf afar lítið. Þegar skipshöfnin fór að brölta um morgun- inn, en klefinn minn var út frá borðsalnum, kallaði ég til strákanna og spurði hvort ekki mundi vera læknir eða læknanemar meðal farþeganna, sem skorið gætu úr um hvort ekki væri best að fleygja mér fyrir borð. Það stóð ekki á viðbrögðunum; þarna komu á stundinni sex eða sjö menn. AJdrei vissi ég hvort það voru læknar eða Iæknastúdentar en eitt er víst; þeir voru allir sammála um hvað væri að, botnlanginn hafði gert uppreisn. Það stóð ekki á viðbrögðunum hjá skips- höfninni. Skipstjórinn kallaði á Ioftskeyta- manninn og sagði honum að hafa strax sam- band við forystuskip lestarinnar og síðan við spítalaskip. Arni bróðir, sem einnig var skips- maður, fer strax að pakka niður fötum og öðru því sem ég þurfti að hafa með mér. Það var afráðið að ég yrði fluttur í spítalaskipið. Leysti hann það af hendi með miklum sóma, því mig vantaði ekki einu sinni tannstöngul í sjúkralegunni, sem átti eftir að vara í einn og hálfan mánuð. Með samanrimpaðan magann Ekki var æskiiegast að þurfa að smokra skipinu út úr lestinni og stöðva það. Það voru góð skilyrði fyrir kafbátana til að gera árás, kyrrstætt skip úti á rúmsjó. Aðrar að- stæður voru eins og best varð á kosið, logn og sjór spegilsléttur. Innan tíðar verð ég var við eitthvert brölt í borðsalnum, eru þar komnir sjóliðar frá spítalaskipinu með sjúkrakörfu og var mér umsvifalaust troðið í hana og borinn upp. Ég man að ég varð fyrir vonbrigðum þegar upp kom, ég átti von á himingnæfandi læner liggja við síðuna á bátnum okkar - íslensku skipin voru nefnd bátar við hlið risaskipanna í lestunum - en þess í stað var ekkert að sjá. Sjúkrakarfan var hengd í krók og henni rennt fyrir borð. Þá fannst mér skipið mitt vera æði stórt, því eft- ir því sem ég seig Iengra niður hækkaði skips- síðan að sama skapi, að lokum lenti ég í líf- bát sem komið hafði frá spítalaskipinu. Allt gekk eins og í sögu. Undraðist ég mannfjöld- ann sem var á skipi mínu, hafði ekki séð helming farþeganna fyrr. Allir komu upp til að líta á ræfilinn. Aftur varð ég fyrir von- brigðum þegar ég leit spítalaskipið augum, þetta var gamall stríðsmálaður togari, en með þokkaiega innréttaða lest sem sjúkrastofu. Eftir þetta vissi ég ekkert af mér fyrr en ég vaknaði með samanrimpaðan magann. Leið mér þá miklu betur. Nú kom að einu stóru vandamáli, ég talaði ekki stakt orð í ensku og voru því oft skringilegir tilburðir í tjáskipt- um. Ég er svo illa gerður, að fyrir feimnissak- ir þori ég ekki að reyna að tala og því mun ég að líkindum aldrei geta lært tungumál. Hélt víst að ég væri dauður Lítið var hreyft við ferðatösku minni með- an ég dvaldi um borð, sem voru níu dagar. Hefði ég skoðað nánar í töskuna hefði ég fúndið fyrirtaks orðabækur, sem Árni bróðir hafði stungið með, þær hefðu hjálpað eitt- hvað, en allt bjargaðist þetta þó. Á öðrum degi fer heilsan aftur versnandi og maginn fer að þrútna út við skurðinn. Morguninn eftir er maginn orðinn allmikið þaninn og líðanin eftir því. Var þá sýnt að eitthvað þyrfti að gera, kom læknirinn með flísatöng og bómull. Sprettir Iæknirinn einu spori úr saumnum á maganum, þar er ekki að sökum að spyrja, það kemur bara gos! Læknirinn hrópar eitthvað upp yfir sig og Iítur framan í mig, hélt víst að ég væri dauður, en mér skánaði strax þegar ég Iosnaði við þrýsting- inn. Það dreif að hóp manna með fangið hálffullt af bómull og fleira dóti, gosið var það mikið að þeir máttu baða mig og skipta um allt á rúminu. Mér leið ágætlega eftir að hafa losnað við þetta en ekki var skurðinum lokað, heldur settur í hann keri til að hann greri ekki sam- an og var kerinn í skurðinum í fimm vikur. Það þurfti að hleypa út úr skurðinum tvisvar á dag fyrst um sinn, en síðan einu sinni á dag. Var það átakalítið. Stundum hvarflaði að mér að heldur væri ég illa settur ef til árás- ar kæmi. Með gat á vömbinni, liggjandi niðri í lest og komst ekki einu sinni upp á dekk, en þetta hélt nú samt ekki fyrir mér vöku. Óþægilegt var þegar veðrið tók að versna og skipið að velta, sem gerðist á þriðja eða fjórða degi, annars hafði verið einstök blíða allan tímann. Eitthvert bölvað tað Einn daginn kom svertingi, ég held hann hafi verið fótbrotinn. Hann mátti ekki sjá Iækna, fór að æpa og veina um leið og þeir birtust í dyrunum, þess á milli var hann hinn kátasti. Dag einn bauð hann mér sígarettu, sem ég þáði. Það hefði ég ekki átt að gera, þetta var eitthvert bölvað tað, ég engdist sundur og saman í hósta, eins og það var þægilegt með gat á maganum. En það varð til þess að ég reykti ekki meira í sjúkraleg- unni. Læknar og skipverjar voru að reyna að komast í samband við mig en það gekk afar stirt. Dagarnir liðu frekar tilbreytingarlitlir, en eftir níu daga komum við í höfn í Halifax í Kanada. Var mér þá strax ekið á sjúkrahús og gekk það eins og í sögu. Reyndi ekkert á tungumálakunnáttuna, einhver eða einhverj- ir höfðu séð fyrir öllu. Ég er lagður inn á tveggja manna stofu. Fyrir var norskur skip- stjóri, ekki var hann málgefinn, en þó þægi- legur. Ekki leið á löngu þar til inn kom grár og grettinn maður, mjög ljótur að mér fannst. Hann gekk að rúminu mínu, reiddi upp hnefann og lést ætla að berja mig í mag- ann, ég hoppaði upp í rúminu og dæsti, þá rekur hann upp roknahlátur og heilsar mér með virktum, þetta var þá læknirinn sem átti að annast mig. Eftir þennan fyrsta fúnd fannst mér hann aldrei ljótur. Það urðu aldrei nein vandræði í tjáskiptum okkar, hann var alveg sérstakur. Ætlaði að vera kominn heim fyrir jól Nú vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið, stanslaus straumur af konum með fullar körfúr af ávöxtum, nokkuð sem ég hafði eldd séð, nema kannski á jólum. Voru ávextir á náttborðinu þann tíma sem ég dvaldi á sjúkrahúsinu. Á þessari stofú var ég í þrjá daga, en var þá færður á tíu manna stofu. Þar var nú heldur hressilegra að vera, allir sæmi- lega hressir og allir sjóarar. Þann tíma sem ég var á stofunni - en ég var þar í fimm vikur - komu þangað sjómenn frá ellefu þjóðum, allt hressir og kátir karlar. Ýmislegt skemmti- legt hraut af vörum manna, það heyrði ég á hlátrinum, en skildi takmarkað. Einu sinni heyrði ég einn, sem ég man ekki hverrar þjóðar var, spyrja annan, sem var Grikki, hvar Island væri. Grikkinn svar- aði og hallaði undir flatt, að það myndi vera nálægt Alaska. Mér fannst ég verða að blanda mér í málið. Reyndi að koma þeim í skilning um hvar Island væri. Grikkinn var feikna sprellikarl, hann Iærði hjá mér að segja já og nei. Eftir það var hann sígeltandi já og nei við hvern sem hann talaði við. Vakti það oft mikla kátínu. 54 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.