Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Page 8
Fyrsta kvótasvindlmálið er komið til kasta dómstóla Söluverð afla 75 krónum hærra en gefið var upp # pOROUO alhliða brunndælur til lands og sjávar Margar gerðir og stærðir fyrir- liggjandi. Mjög hagstætt verð. Leitið nánari upplýsingaa VÉLASALAN EHF. ÁNANAUST 1, REYKJAVl'K. SÍMI 552 6122. Embætti ríkislögreglustjóra hefur höfðað opinbert mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness á hendur fyrirsvarsmönnum Reiknistofu fiskmarkaða hf í Njarðvík og fram- kvæmdastjóra Útgerðarfélagsins Hlera hf. í Sandgerði fyrir kvótasvindl. Það var Sjó- mannasambandið sem kærði málið til rannsóknarlögreglu á sínum tíma. Þetta er fyrsta kvótasvindlmálið sem kemur fyrir dómstóla og því er hér um prófmál að ræða. Ákært er fyrir brot á bókhaldslög- um, iögum um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins og fjársvik. Forsaga málsins er sú að 50 tonn af aflamarki í þorski voru keypt af Björgólfi EA-312 og flutt yfir á Hafborgu KE-12. Af því voru síðan samtals 10 tonn flutt yfir á Guðbjörgu GK-517. Að því er fram kemur í ákæru fjármögnuðu fyrirsvarsmenn Reiknistofu fiskmarkaða kaupin á þessum 10 tonnum fyrir útgerð Guðbjargar, en þetta jafngildir 13.319 af óslægðum þorski. Þessi lánsviðskipti voru hins vegar ekki færð í bókhald reiknistofunnar. Fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélagsins Hlera færði viðskiptin ekki heldur í bókhald fé- lagsins. Á tímabilinu 1. mars 1996 til 31. mars selur Hleri hf. Reiknistofu fiskmarkaða 13.319 kg af þorski á bókfærðu meðal- verði 19,81. Sömu daga selur reiknistofan sama magn til verkenda á 95,86 meðal- verði. Allar sölurnar áttu sér stað gegnum Fiskmarkað Suðumesja hf. og greiðslur fyrir fiskinn fóru sömuleiðis gegnum mark- aðinn. Fiskmarkaðurinn er annar af eig- endum Reiknistofu fiskmarkaða. Greiðslur Hlera hf. til sjóða og skipverja voru gerðar upp miðað við 19,81 meðalverð. ■ sr Stangarhyl 1A 587 8890 Fax: 567 8090 Virkni loftræsikerfa er okkar fag • Stýrikerfi • Uppsetning • Töflusmíði • Viðgerðaþjónusta • Eftirlit • Stillingar • Raka- og hitamælingar • Sótthreinsun • Viðhaldssamningar • Loftmagnsmælingar Né Félagarnir Eyþór Jóhannsson og Arnar Gylfason að bjarga ÞVl SEM BJARGAÐ VERÐUR EFTIR AÐ BRETTI MEÐ SALTFISKI FÉLL p af vörubílspalli í Hafnarfirði. 8 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.