Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Blaðsíða 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Blaðsíða 62
Nýjar Shell olíur: Aukin ending, minni eyðsla og betra umhverfi Nú á tímum eru sífellt gerðar meiri kröfur til at- vinnubílstjóra og verkstæða. Rekstrarkostnaðinn á að minnka, hagkvæmnin að aukast, fylgja á öryggiskrö- fum, virða umhverfið og vinnugleðin á að blómstra. Það er því að mörgu að hyggja vilji maður halda for- ystu og hylli viðskiptavinanna. Þess vegna hefur Shell nú gripið til sérstakra ráðstafana og þróað nýja línu af mótor- olíum og smurfeiti. Shell hefur um langt skeið verið leiðandi framleiðandi og seljandi smu- refna fyrir ökutæki. Á rann- sóknastofum Shell er stöðugt verið að þróa nýjar vörur, sem þurfa að uppfylla kröfur not- enda og framleiðenda vöru- bíla og einnig að standast hertar umhverfisreglur Evrópusambandsins. Rannsókna- og þróunarvinna Shell hefur nú getið af sér nýja framleiðslulínu, sem gefur betri smurningu en áður hefur þekkst. Hér er á ferðinni nýjung, sem sparar eldsneyti, eykur líftíma véla-, gíra- og annarra hreyfihluta og stuðlar að betra umhverfi. Nafnið er Shell ecodriveline og samans- tendur af eftirtöldum vörum: Shell Myringa TX dísel mótorolíur, Spirax, GX og AX gírolíur og REtinax ERL 2 smurfeiti. LENGRI LÍFTÍMI Við þróun Shell ecodriveline náðist víðtækt samstarf sérfræðinga innan bílaið- naðarins þar sem markmiðið var að finna bestu fáanlegar lausnir til að vernda vél, gírkassa, drif og hjólalegur. Niðurstaðan er ný kynslóð af olíum með sérstökum bætiefnum, sem sameiginlega lágmarka slit, tæringu og útfellingar um leið og smur- eiginleikar eru bættir. Með Shell Myrina TX nær vélin upp fullkominni smurningu mjög hratt, hvort sem olían er ný eða notuð. Þetta gefur góða slitvörn við kaldstart og lengir líftíma vélarinnar. Hér við bætist að Shell Myrina TX 5W-30 er fyrsta mótorolían sem sett er á markað í heiminum, sem er viðurkennd til að endast í meira en 100.000 km á milli skipta. Afkoman batnarShell eco- driveleine smurefnin eru þrautprófuð á þjóðvegum og í prófunarstöðvum og eru nið- urstöðurnar mjög sannfær- andi. Með því að nota þessi nýju smurefni hefur samanlagt núningsviðnám vélanna minnkað verulega og hefur það skilað sér í allt að 5% minni eldsneytiseyðslu. Með því að nota smurefnin í Shell ecodriveline á vél, gírkassa, drif og hjólalegu stuðla menn þannig að bættri afkomu, aukinni samkeppnishæfni og meira rekstraröryggi. Þegar MAN vörubílaverksmiðjurnar settu heimsmet í sparakstri á 2.800 kílómetra ferð flutninga- bíla í Evrópu var nýju olíunum frá Shell meðal annars þakkaður sá góði árangur. Stuðla að bættu umhverfi Með því að draga úr elds- neytiseyðslu um allt að 5% og með verulega minna klórinni- haldi gírolíunnar er Shell eco- driveline umtalsvert framlag til betra umhverfis. Erlendis hef- ur verið sýnt fram á að slíkur eldsneytissparnaður dregur úr árlegri losun koldíoxíðs í út- blæstri hvers flutningabíls á langleiðum um allt að 7 tonn- um - eða sem nemur hálfri þyngd eins flutningabíls! Á tímum umhverfisverndar hljóta þetta að teljast þunga- viktarrök fyrir notkun Shell ecodriveline. Evrópusambandið hefur sett bálk af reglum, hin svo- nefndu Euro norm, til þess að takmarka mengun frá dísel- knúnum vörubílum. Hinn 1. október 1996 gengu Euro 2 normin í gildi. Samkvæmt þeim má aðeins nýskrá vöru- bíla, sem uppfylla hinar hertu reglur um magn kolsýru (C02), köfnunarefnisoxíða og sótagna o.fl. í útblæstrinum. Leiðandi vörubílaframleiðend- ur hafa þróað vélar, sem svara kröfum hinna nýju Euro morma. Shell ecodriveline stenst allar ströngustu umhverf- iskröfur sem gerðar eru og auðveldar eigendum vöruflut- ningabíla að gera það líka. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.