Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Side 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Side 25
„Þegar ég varð sjávarútvegsráðherra, 28. ágúst 1974, stóð sjávarútvegurinn mjög illa, var skuldum vafinn, og sjóðakerfið í algleymingi. Það féll í minn hlut að gera ráðstafanir vegna þessa.“ sjávárútvegsráðherra skrapdgakerfi, hann sem er hægt að ræða °9 útvegsmanna stjórnarflokkarnir voru sammála um það, en það voru sömu flokkar ! stjórn þá og eru nú, og Alþýðuflokkurinn var sammála þessu, nema einn þingmaður, Jóhanna Sigurðar- dóttir. Alþýðubandalagið var á móti. Ég lagði höfuðkapp á að frumvarpið kæmi til umræðu og yrði afgreitt úr neðri deild. Ég lagði hart að forseta efri deildar að þingmenn yrðu í viðbragðsstöðu. Það var reiknað með að málið færi í gegn. Þá tók einn þingmaður sig til og hélt nokkurra klukkustunda ræðu, las meira að segja upp úr bókum, þetta var Jóhanna Sigurðardóttir. Þetta varð til þess að efri deildar menn voru orðnir reiðir á að bíða eftir málinu, en þeir afgreiddu það þó um nóttina. En þá var genginn í garð kvennafrídagurinn. Forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, sagðist ekki geta skriað undir lögin á þessum degi. Ég svaraði henni að ég myndi segja af mér klukkan tvö þennan dag gerði hún það ekki. Það kom ekki til greina að ég léti geri mig að fífli eftir að þingið var búið að starfa alla nótt- ina. Hefði forseti haft orð á þessu fyrr þá hefði jafnvel komið til greina að gera þetta ekki á þessum degi. Það varð úr þessu tals- verð rimma, en ég og Vigdís sættumst síðar, sem betur fer, þar sem ég hafði enga löngun til að vera í andstöðu við þjóðhöfðingjann.“ LeYNIFUNDUR i LENINGRAD Á síðustu árum hafa fiskveiðar og hvernig þeim er stjórnað orðið eitt helsta deilumál þjóðarinnar. Þegar Matthías var sjávarút- vegsráðherra var ekki komið kvótakerfi, en hann sett á aðrar takmarkanir, til dæmis skrapdagakerfið. „Það ætti að vera enn. Þegar ég varð sjávarútvegsráðherra, 28. ágúst 1974, stóð sjávarútvegurinn mjög illa, var skuldum vaf- inn, og sjóðakerfið í algleymingi. Það féll í minn hlut að gera ráðstafanir vegna þessa. Það starf vann aðstoðarmaður minn og góð- ur vinur, Einar heitinn Ingvarsson, en hann var bankamaður og þekkti þessi hluti betur en flestir, ef ekki allir aðrir. Síðar kom skýrsla, sem ég kallaði svörtu skýrsluna og hún hefúr síðan gengið undir þv! nafni. Hefði ég farið algjörlega eftir henni, þá hefði orðið hrun í sjávarútvegi og reyndar allri atvinnu landsmanna. Þá var er- lendur floti inn að 50 mílum. Til skamms tíma hafði þessi erlendi floti fiskað allt að 50 prósent af bolfiskinum, og jafnvel meira en það. Við hröðuðum okkur í að færa fiskveiði- lögsöguna út í 200 mílur. Það kostaði þriðja Sjómannablaðið VIkingur 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.